Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 78
228
BÚNAÐARRIT
Bóndinn á ekki að hafa fleiri skepnur á fóðri en
l>að, að hann geti lálið þær allar búa að því fóðri og
við þau lífsskilyrði að öðru leyti, seni þær þurfa til
að sýna fullt gagn. Duglegi verkamaðurinn gefur
alltaf mesta vinnu, hvort sem hann gengur á tveim
fótum eða fjórum. Og allir eiga að hafa nóg að gera
hvert sem verltefnið er, sem að er unnið, og hvort,,
sem sá er vinnur það, er maður, æðsta skepna jarðar-
innar, eða „bara skepna“, sem kölluð er sltynlaus.
En meðal verri bæjanna má líka sjá dæmi þess,
livernig sæmileg gjöf ein sér er ónóg til að láta kúna
mjólka af henni. Það þarf meira til. Kýrin þarf líka
að hafa vinnuskilyrði svo hún geti unnið starf sitt.
Eg hef þar bent á tvennt, sem ég veit að er orsök
þess, sitt á hvorum bæ, að arður meðalkýrinnar er
lítill. Það getur verið margt fleira, sem þar kemur til
greina eins og slæmar mjaltir, einliliða fóðurbætis-
gjöf, og f 1., sein ég hef sleppt að tala um, af því ég
get ekki sagt, að það sé að, sérstaklega, á neinum
þessara bæja.
Eg vildi óska þess, að 1941 og síðar, gæti ég ekki
fengið nein dæmi meðal bænda eins og þá 25 bæi,
sem ég hel' hér kallað verri bæina. Þau dæmi eru ís-
lenkum bændum lil vanza. Þau eru blettur á bænda-
menningunni. Þau ciga að hverfa. Og að sama skapi
og þeim fækkar, þá þarf hinum að fjölga, sem eru
lík þeim 25, sem sjást á töflu 1. Bændurnir á þeim 25
bæjum eiga að vera hinum lil fyrirmyndar. Þeir vísa
veginn sem fara á. Og ég vona, að heill hópur bænda
verði mér samhentur í því, að vinna að því að þeim
bæjum fækki, sem ég hér hef kallað „verri“ og liinum
l'jölgi, sem ég hef kallað „betri“. Náist um það sam-
vinna, að vinna að því, og sé það gert með stofnun
og starfrækslu nautgripafélaga, þá er víst að til batn-
aðar horfir, og fram á leið er sótt.