Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 83
BÚNAÐARRIT
233
samanburðar tekin málin frá 1930—34, svo menn
geli áttað sig á þeirri þróun, sem orðið hefur síðustu
árin. Það sýnir sig, að þar sem hrossin eru fæst, bezt
fóðruð og bezt með farin, þar eru þau stærst og
þroskamest. Mestri stærð á 1. verðl. hryssum hafa
A.-Skaft. og Eyjafjs. náð. Orsakir til þess má að
nokkru leyli rekja lii einstakra stóðhesta. Mesta
brjóstmálið hal'a Múlasýslurnar, sem gefur til kynna
að þar séu hrossin bezt fóðruð. Fótmálin, sem ekki
eru eins háð meðferð hrossanna og hin málin, en
meira erfðum, eru I)ezt í V.-Slcaft. Bandmál fótleggs-
ins er að vísu meira í Árness. og A.-Skaft. samkv. 13.
dálki, en stangarmál hans er mest og jafnast í A.-
Skaft., og það er þýðingarmeira fyrir byggingarlag
og lireysli fótanna. Þótt erfitt sé að rannsaka það,
íná þó ætla að það sé fyrir áhrif þeirra stóðhesta, sem
þar hafa verið notaðir.
Á skagfirzkum og húnvetnskum hrossum eru full
grannbyggðir fætur, og er full ástæða fyrir menn þar
að veila þessu atriði eftirtekt við val undaneldisgripa.
Eg liygg að orsölc þess sé, að í þessum sveitum hafa
margir keppt að því, að fá fínbyggð, fjörleg hross,
og ættir með þessum einkennum hafa mjög breiðst út.
Ef málin frá fyrri tímum eru borin sainan við
málin frá í fyrra og í ár, sést að í Árnessýslu, báðuin
Skaftafellss., Múlasýslum og Eyjafirði, hafa hrossin
liækkað um 0,7—2,fi cm, og brjóstmálið lengst allt
að fi cm. í Skagafirði standa málin nokkurn veginn í
stað, en í Húnavatnssýslu og Rangárvallasýslu hafa
hrossin minnkað um nærfellt þumlung að meðaltali.
Tatla II. Yflrlit yfir fjölgun lirossanna 1634—1939.
Fjöldi hrossa Fjöldi hrossa Fjölgu n
19.TJ 1934 i licilci i i pCl
Árnessýsla 5431 4088 743 15,9
Rangárvallasýsla . .. 8147 6828 1319 19,3
V.-Skaftafellssýsla . . 1499 1534 -^-35 2,3
15