Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 87
Hér tek ég svo kafla úr bréfi Einars á Hæli til mín
um Nasa.
„Árið 1920 stóð svo á, að Hrossaræktarf. Gnúp-
verja átti engan stóðhest. Þá voru í stjórn félagsins:
Magnús Þ. Öfjörð, ráðsm. á Hæli, nú bóndi á Skógs-
nesi í Flóa, Ágúst Sveinsson, bóndi á Ásum og Bjarni
Kolbeinsson, bóndi á St.-Mástungu. Þá var Nasi
tveggja vetra, og hafði Matthías bóndi á Skarði, ekki
hugsað annað en að gera bann að reiðhesti handa
sér, og mun hafa hugsað gott lil hans. Var svo
komið, að ákveðinn var staður og stund þegar folinn
skyldi geltur. Geldingamaður var Erlendur Loftsson,
fyrrv. bóndi á Hamarsheiði. Magnús Þ. Öfjörð á Hæli
var þar viðstaddur. Leizl þeim þá svo vel á folann,
að þeir aftóku með öllu að gelda hann. Varð það svo
úr að folinn var tekinn á leigu, og var síðan notaður
á hverju vori í Gnúpverjahreppi allan sinn aldur, en
auk þess að nokkru bæði í Hrunamarinahr. og á
Skeiðum allmörg ár og siðast í Kjósarhreppi vorið
1939. — Eg reið honuin aldrei sjálfur, en mér virtist
hann ætíð hafa mest fjör, jiegar hann var í beztri
þjálfun, og hann mun hafa liaft afar mikið gang-
rými á skeiði. Má benda á, að þann kost hafa af-
lcvæmi hans erft frá honum, enda hafa þau staðið
sig vel, er þau hafa verið á kappreiðum.
í notkun hefur hann verið þjáll og auðveldur, en
þó nokkuð aðsópsmikill, en algerlega laus við lirekki.
Ekki er hægt að segja að bann hafi verið alveg sþak-
ur í haga, en mjög vinalegur var hann í hesthúsi.
Það mun hafa borið af, hve auðvelt var að fóðra
Nasa, og alltaf var hann fallegur i hárfari. Þetta
hafa afkvæmi hans einngi erft.“ Þá hefur Einar safn-
að upplýsingum uin tamin afkvæmi Nasa, en þau
eru afar mörg þar um slóðir. Um það segir hann
svo: „Til þess að forðast hlutdrægni, tókum við á
skýrsluna öll þau hross undan honum, sem komin