Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 90
240
BÚNAÐARRIT
þetta úr móðurætt sinni, eru niestar likur til að
orsök þessa hafi verið stökkbreyting (Mutation).
2. Þór 132, f. 1924. Eigandi: Hrossaræktarfél.
Skeiðahrepps, álti hann til ársins 1937, en þá
keypti Hrossaræktarfél. Reykholtsdalshrepps,
Borg, hann. Rauður, 140—160—18,5. Þór fékk
2. verðlaun fyrir afkvæmi árið 1933.
3. Stjarni 156, f. 1929. Eigandi: Hrossaræktarfél.
Hraunhrepps, Mýrasýslu. Rauður, glófextur,
138—160—18. Fékk 2. verðl. fyrir afkvæmi 1939.
4. Börkur 159, l'. 1930. Eigandi: Hrossaræktarfél,
Austur-Landeyja, Rangárvallasýslu. Rauður,
145—156—18,5—6,5. Fékk 1. verðlaun fyrir af-
kvæmi 1940.
5. Dreyri 165, f. 1931. Eigandi: Hrossaræklarfél.
Grani i Biskupstungum. Rauður, 138—158—17,5
—6,3. Hann lekk 1. verðlaun fyrir afkvæmi 1940.
6. Skinfaxi 199, f. 1934. Eigandi: Hrossræktar-
fél. Síðumanna, V.-Skaftafellssýslu. Rauður,
140—154—17—6,0.
7. Tvistur, f. 1938. Eigandi: Hrossaræktarfél. Atli,
Ásahreppi, Rangárvallasýslu. Tvistur er undan
Skinfaxa 199. Hel'ur ekki verið á sýningu.
Þá hafa 50 dætur Nasa fengið 1. verðlaun á sýn-
ingum. Meðalstærð þeirra er: 140,1—161,0—17,7. Sé
það borið saman við tölurnar í töflu I, sézl að hæðin
er 1,7 cm meiri en meðaltal af öllum 1. verðlauna
hryssum í sýslunni og 2,6 cm, eða nálega einum
þumlungi meiri en meðalhæð allra hryssnanna i sýsl-
unni. Meðalhæð 7 þeirra hæztu er 145,4 cm.
Nasi frá Skarði er nú fallinn, en hann lifir i Iand-
húnaðarsögu íslands, og þar mun hann settur í
fremstu röð þeirra kjörgripa, sem hafa skapað grund-
völl fyrir hinum ræktaða, framtíðar hústofni lands-
ins. Ef til vill hefði Nasi aldrei orðið annar eins kyn-
bótagripur og raun ber vitni um, ef Hrossarælctar-