Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 92
242
BÚNAÐARRIT
legir stóðhestar út af honum. Blakkur naut yfirleitt
mjög mikilla vinsælda og í fyrra, ári eflir að hann
var fallinn var keppst um það um alla Árnessýslu og
víðar, að fá undan honum stóðhesta, og var þá valið
úr síðasla árganginum undan lionum í Árnessýslu,
sem þá var tveggja vetra. Enn þá eru til tveir ár-
gangar undan honnm í Hornafirði, veturgamlir og
tveggja velra. Efnilegastur af þeim er rauður foli
hjá Valdimar í Arnanesi.
Það sem sérstaklega einkennir afkvæmi Blakks er
mikill vöxtur, skörungsskapur, dugnaður og kjark-
ur. Mörg afkvæmi hans eru mjög vel vaxin, með
fínan reistan og vel borinn háls, þéttan, sívalan og
hlutfallsgóðan bol, svera og hrausta fætur. En af-
kvæmi Blakks eru dálítið misjafnari, en t. d. afkvæmi
Nasa, hvað vöxt og útlit snertir. Sum þeirra hafa
sluttan liáls og oft hvelfdan. Vöxturinn finnst gisinn
og illa lokaður. Þá eru fætur og stundum gallaðir,
að því leyli, að þeir eru snúnir í kjúkum, mest að
aftan. Sum eru nokkuð nágeng, nokkur eru of há
á hækilinn og stundum til hnésins. Öllum þessum
göllum er auðvelt að útrýma með úrvali.
Undan Blakk eru 25 hryssur, sem hafa fengið 1.
verðlaun á sýningum. Meðaltal af málum þeirra er:
142,2—1(53,1—17,8. Meðalhæð 7 þeirra hæztu er
146 cm.
Út af Blakk eru nú þessir hestar nolaðir:
1. Spakur 193, f. 1936. Eigandi: Hrossaræktarfél.
Ölfushrepps, Árnessýslu. Bleikálóttur, 140—165
—18—6,5. Spakur er mjög hraustlegur, þrekinn
og vcl skapaður hestur.
2. Stirnir 196, f. 1936. Eigandi: Hrossaræktarfél.
Holtahrepps, Rangárvallasýslu. Rauðstjörnótl-
ur, 140—154—16,5—6,1. Aðal galli Stirnis er hve
hann hefur granna fætur, sérslaklega bandmálið.
3. Skuggi 201, f. 1937. Eigandi: Hrossaræktarfél.