Búnaðarrit - 01.06.1941, Qupperneq 93
BÚ NAÐARRIT
243
Gnúpverja, Árnessýslu. Dökkjarpur, 146—164
—18,5—6,4. Skuggi er undan syni Blakks, Vík-
ing frá Árnesi.
Skuggi er tvímælalaust sá fegursti og mesti
þrevetringur, sem ég hef fengið á sýningu. Gnúp-
verjar voru ekki lengi að hugsa sig um að kaupa
hann, þólt dýr væri, þegar hann stóð þeim til
hoða. Hann er fæddur séra Eiríki Helgasyni í
Bjarnanesi, Hornafirði og hann ól hann upp.
Móðir Skugga, Litla-Jörp 225, var annálað reið-
hross og faðir hans, Víkingur, er mjög fagur og
vasklegur fjörhestur. Sjálfur var hann taminn
eitthvað í vetur, aðeins á fjórða vetri, og mest
er útlit fyrir að hann ætli að verða fjölhæfur
snillingur. Nú á Skuggi að blandast dætrum
Nasa, og' ég hygg, að sú hlöndun muni gefast
ágætlega, að minnsta kosti liefur gefizt prýði-
lega að blanda blóði afa hans, Blakks, blóði
Nasa-dætra.
Auk þessara hesta eru notaðir synir Blakks,
ungir hestar, sem ekki hafa verið sýndir enn þá:
4. Rauður frá Hrafnkelsstöðum, Hrunamanna-
hreppi, f. 1938. Eigandi: Hrossaræktarfél. Hruna-
mannahrepps.
5. Brúnn frá Skipholti, f. 1938. Eigandi: Hrossa-
ræktarfél. Goði, Laugardal, Árnessýslu.
6. Brúnn frá s. st., f. .1939. Hann er undan syni
Blakks. Eigandi: Hrossaræktarfél. Leirár- og
Melasveitar, Borgarfjarðarsýslu.
7. Sörli frá Hrafnkelsstöðum, f. 1936, Brúnn. Eig-
andi: Hrossaræktarfél. Skilmannahrepps.
8. Brúnn frá Langholti, f. 1938. Eigandi: Hrossa-
ræktarfél. V.-Eyjafjallahrépps, Rangárvallasýslu.
9. Brúnn l'rá Þórarinsstöðum, f. 1938. Eigandi:
Hrossaræktarfél. Sandvíkurhrepps.
10. Stjarni, rauður, frá Brú í Gaulverjabæjarhreppi,