Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 94
244
BÚNAÐARRIT
f. 1937. Eigandi: Hrossarætarfél. Gaulverja-
bæjarhrepps.
11. RauÖur, í'. 1936. Eigandi: Vinnuhælið, Lilla-
Hrauni.
Allir þessir folar eru ungir og flestir alveg óreynd-
ir, en þeir eru hver öðrum efnilegri, og má mikils
vænta af þeim, en reynslan ein mun gefa þeim hinn
rétta dóm. Eg vil beina þeirri óslc minni til eigend-
anna, að þeir kappkosti að teinja þá sem allra bezl,
at því að líklegt er, að þessir bræður og frændur fái
að keppa um fleiri kosti en útlitið sýnir, en þá væri
leitt ef samkeppnin sýndi meira hestamennsku eig-
endanna, en hæfileika hestanna.
Kirkjubæjarætt.
Skúmur frá Kirkjubæ 110, f. 1923. Um Skúm er
ritað í Búnaðarritinu 1938, bls. 84. í Heslum er hann
á mynd nr. 108. Hann er undan Jarp frá Gunnars-
holti og Brúnkollu í Kirkjubæ, 41. Lýsing 1940, að
Djúpadal: Móbrúnn, fríður, frekar reistur, þykkur,
þrekinn og langur bolur, afturdregin lend, sverir og
hraustlegir fætur, 142—160—18—6,5.
Sktfmur var notaður í Hrossaræktarfél. Rangár-
vallahrepps frá 1927—1940, en þá var hann felldur.
Hann fékk 1. verðlaun fyrir afkvæmi árin 1933 og
1940. Á afkvæmasýningunni 1940 var meðaltal af
hæð og fótmáli afkvæma hans 140,0—6,3, en meðallal
ai' málum mæðra þeirra var 136,8—6,0. Afkvæmi
Skúms eru yí'irleitt mikil og myndarleg, þrekin og
á hraustum fótum. Lundin er mjög létt og lipur og
l'lest afkvæmi lxans hafa reynzt hin 'beztu brúkunar-
hross til hvers sem er.
Því miður eru afar fáir stóðhestar til undanSkúm.
Ilann var notaður á fáum bæjuin og ælt hans breið-