Búnaðarrit - 01.06.1941, Síða 96
246
BÚNAÐARRIT
ágætum árangri. Það mætli gera með því, að leiða
dælur Skúms til annars hvors hestsins, Barkar 159
í Hrossaræktarfél. A.-Landeyjahrepps eða Tvists i
Hrossaræktarfél. Atli í Ásahreppi. Einnig væri eflir-
sóknarvert að fá afkvæmi undan dætrum Barkar 159
og Glóa á Sámsstöðum.
Dilksnesætt.
Þessa ætt mætti með öðru nafni nefna Óðu-Rauðku-
ættina, af því að sterkasti þátturinn i henni er kven-
leggurinn frá Óðu-Rauðku 2. Sú liryssa var frá
Árnanesi í Hornafirði, var einstakt fjörhross og er
enn þá viðbrugðið. Af henni eru flest hross í Horna-
firði komin, bæði þessi ætt og Árnanes-ætlin, sem
áður er getið. Fjör hennar hefur verið afar kynfast,
svo alltaf hafa siðan verið í Hornafirði hross með
ótrúlegu fjöri, og nú eru þar austur frá nokkrar
liryssur, sem með réttu mega teljast óðar af fjöri.
Þótt þessar ættir séu mjög skyldar, og að sumu leyli
ættu kannske að liafa sameiginlegt heyli, þá hef ég
samt aðgreint þær sökum þess, að þær hafa verið
ræktaðar sitt í hvoru lagi og með mismunandi
sjónarmiðum.
Af Dilksnesættinni eru til 2 stóðhestar:
1. Bráinn 144, f. 1928. Um liann er ritað í Búnaðar-
ritinu 1938, hls. 74—-78. í Hestum er mynd af
honum, nr. 134, einnig af móður hans nr. 133.
Lýsing við Laxárbrú 1940. Rauður, mjög fríður
og reistur. Hann er fínbyggður, með sívalan bol,
en of söðulbakaður. Fætur eru í meðallagi sverir
en réttir. Hreyfingar léttar. Mál: 140—161—
18—6,1.
Ælt:
F.: Rauður, Hoffeili.
M.: Rauðlca, Dilksnesi 134, hún er sonar- og
dóttur-dóttir Óðu-Rauðku 2.