Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 100
250
BÚNAÐARRIT
F.: Eldur, Grimstungu 153.
M.: Rauðka, G,rímstungu.
Um Kára er ritað i Búnaðarritinu 1938, bls.
83—84.
Selí’ossi 1940. Fríður. Hátt settur, vel borinn
háls. Nokltuð góð hlutföll í líkamsbyggingu,
þrekinn og ágætlega vöðvaður. Sverir og hraustir
fætur, aðeins of nágengur aftan. Hreinn og til-
þrifamikill brokkari. 148—168—19—6,4. Kári
er einhver stærsti og myndarlegasti stóðhestur
hér á landi, og ég' er sannfærður um það, að út
af honum megi koma sér upp ágætum vinnu-
hesta-stofni. Hann hefur einnig verið settur i
sveit, þar sem stofninn, sem fyrir er hæfir hon-
um ágætlega. Það er aðeins eitt hægt að finna að
notkun hans, og það er, að hann er ekki notaður
nálægt þvi nógu mikið, og það eru ekki allir af
eigendum hans, sem kunna að meta hann að
verðleikum, en vonandi fara afkvæmi hans, áður
en langt líður, að sýna hvaða kosta gripur hann
er, og þá vona ég, að leitt verði til hans meira en
35 hryssur árlega.
5. Þytur 167, f. 1934. Eigandi: Benedikt Gíslason,
Hofteigi, Jökuldal.
F.: Eldur, Grímstungu 153.
M.: Snælda frá Brún.
Egilsstöðum 1940. Rauður. Fríður og reistur.
Hlutfallsgóður. 143—154—19—6,4. Fætur eru
hráiistir, sverir og sterkir.
Um Þyt er ritað í Búnaðárritinu 1938, bls. 98.
Næst verður lýst 1. verðl. hestum aí' Hindis-
víkurættinni, sem komu á sýningar 1941.
6. Rauðblesi 186, f. 1934. Eigandi: Stefán Alberts-
son, Söndum, Miðfirði. Miðfjarðarrétt 1941:
Rauðbl. 139—158—30—6,4. (Næstsíðasta málið
cr ummál hnésins.) (Sjá Búnaðarritið 1938, bls.