Búnaðarrit - 01.06.1941, Qupperneq 105
BÚNAÐARRIT
255
Hofi 1940. Fríður, í meðallagi reistur. Lendin
full brött og dálítið afturdregin. 139—155—30—
0,4. Kjúkusnúinn aftan. Afkvæmi hans, sem ég
hef séð, eru yfirleitt mjög myndarleg, en þó er
dálítið áfátt um byggingu þeirra að aftan, eins
og á föðurnum. Hann hefur verið notaður fram
á þennan dag í Óslandshlíðinni, og er þar undan
honum mikill fjöldi hrossa, sem er liinn hezti
grundvöllur til framræktar stofnsins.
3. Léttir 137, f. 1924, felldur 1936. Hrossaræktar-
fél. Viðvíkursveitar átti Léttir.
Garði 1931. Brúnn, 138—160—17,5. Fríður,
fjörlegur, reistur, réttur. Vel setlir fætur og
réttir.
F.: Sörli 71.
M.: Tinna, Svaðastöðiim 147, alsystir Sörla 71.
Léttir var mjög skyldleikaræktaður, enda kyn-
fastur. Hann hefur reynzt hinn prýðilegasti
undaneldisgripur.
4. Brúnn 114, f. 1922. Eigandi: J,ón Ivristjánsson,
Kjörseyri, Strandas. Þótt Brúnn hafi ekki verið
-á sýningu hjá mér ennþá, get ég ekki komizt hjá
því að minnast hans hér meðal frænda hans.
Sigurjón Benjamínsson, Nautabúi i Hjaltadal
átli Brún til ársins 1935, en þá var hann seldur
að Ivjörseyri. Brúnn gefur alls ekki til kynna
með útliti sínu, hversu mikil verðmæti húa i
rauninni í erfðum hans, og er hann glöggt dæmi
þess hve dómur á stóðhestum getur verið skeik-
ull, þegar aðeins er dæmt eftir útlitinu. Ég álít
Brún bezta kynbótahestinn, undan Sörla gamla
71. Dætur hans, sem sýndar voru að Frostastöð-
um og Hofi, báru af öðrum hryssum þar, og á
Sigurjón bóndi á Nautabúi, úrvals liryssustofn
undan honum. Það var ómetanlega mikill skaði
fyrir þessa ælt, að Glaður frá Nautabúi, sem