Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 106
256
BÚNAÐARRIT
getið er í Búnaðarritinu 1938, bls. 91, var geltur
án heimildar árið 1939. Það var eini stóðhestur-
inn í Skagafirði undan Brún, og bar hann, eftir
því sein mér er sagt, af öðrum stóðhestum þar.
Vonandi munu þær sveitir, sem hafa átt því láni
að fagna að nota Brún, hagnýta sér þann stofn
eins og hann á skilið. Hann er nú 19 vetra, en
Hrútfirðingar ættu að gera þannig við hann, að
þeir geti nolið hans lengi enn þá.
5. Sörli 168, f. 1932. Eigandi: Pálmi Símonarson,
Svaðastöðum. (sjá Búnaðarrit 1938, hls. 90. Þar
er hann nefndur Brúnn, en ættbókarnafn hans
er Sörli.) Frostastöðum 1941. Brúnn. Mjög
fríður, reistur og bogmekktur. Hlutfallsgóður,
djúpur, en frekar þunnbyggður. 141—160—31—
6,4. Fætur eru hraustir og réttir. Sörli er feg-
urstur þeirra hesta, sem ég sú í Skagafirði.
6. Blakkur 169, f. 1933. Eigandi: Hrossaræktarfél.
Viðvíkurhrepps. (Sjá Búnaðarrit 1938, bls. 91.)
Frostastöðum 1941. Brúnn. Fríður. Frekar
stuttur, í meallagi reistur háls. Lendin full brött
og grunn. 138—158—32—6,3. Fléttar framan.
7. Funi 218, f. 1936. Eig.: Björn Björnsson, Viðvík.
F.: Léttir 137.
M.: Skjóna, Viðvík, brúnskjótt hryssa, frekar smá
(132 cm) og ekki vel byggð aftan.
Hofi 1941. Brúnskjóttur, vagl h. auga. Reist-
ur, þykkur, djúpur og ínjög þreklegur. Hlut-
fallsgóður. 141—158—29—6,2. Lítill kjúkusnún-
ingur í h. afturf. Funi er hinn myndarlegasti
hestur. Það, sem helzt er að honum að finna er
hófarnir og' liturinn.
8. Þokki l'rá Ytri-Hofdölum, f. 1938. Eigandi: Sig-
tryggur Guðjónsson, Ytri-Hofdölum.
F.: Sörli 168.
M.: Ingimars-Bleik 977.