Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 107
BÚNAÐARRIT
257
Frostastöðum 1941. Móálóttur. Höfuð frekar
gróft. Reistur, þykkur, djúpur og mjög þrek-
legur, 136—148—30—6,2. Ég tek Þokka hcr með
þótt hann sé aðeins 3 vetur og hafi ekki fengið
1. verðk, þar sem hann lítur út fyrir að verða
mjög fagur og vel gerður hestur.
Auk þessara hesta er notaður í Hrossaræktarfél.
Grímsneshrepps, rauður liestur af Svaðastaðaættinni
frá Vatnsleysu. Hann er undan Létti 137. Hann er,
hvað útlit snertir, síztur J>essara hesta, en þar sem
ætt hans er góð, er rélt að halda áfram að nota hann,
unz afkvæmi hans geta leitt í Ijós hvers virði hann
er. Einnig hefur verið notaður hrúnn hestur undan
Herði 112 í Hrossaræktarfél. Fljótsdalshéraðs. Það er
l'rekar smár hestur og laust byggður. Hreyfingar hans
eru eirinig of lágar og stuttar.
Þessi ætt, eða aðall hennar, einkennir sig sérstak-
lega fyrir góða og fagra frambyggingu, og likist að
því leyti mikið Skarðs-Nas'aættinni. Afturhlutanum
er frekar áfátt. Þessi stofn er að mínu álili verðmæt-
asti stofninn í Skagafirði, og J>að er sjálfsagt fyrir
Skagfirðinga að vanda vel framrækt hans og breiða
hann sem mesl út.
Þorkelshólsætt.
1. Þokki 151, f. 1931. Eigandi: Sigurður Erlends-
son, Stóru-Giljá, Hún.
(Sjá Búnaðarrit 1938, hls. 103). Beinakeldu
1941. Grár. Fríður. Fínn, reistur og vel borinn
háls. Hlulfallsgóður, djúpur, Jjykkur og Jjrek-
legur. Prýðileg vinnuhestsbygging. 144—172—32
—6,6. Hann sveiflar aðeins v. framfæti, en að
öðru leyti eru fæturnir hinir prýðilegustu. Þokki
fékk fyrslu verðlaun fyrir afkvæmi 1941. Lýsing
á afkvæmum hans er þannig: Afkvæmi Þokka