Búnaðarrit - 01.06.1941, Side 108
258
BÚNAÐARRIT
eru yfirleitt mjög myndarleg, stór og þrekin.
Liturinn er ekki kynfastur. Fríður svipur. Finn
og vel borinn háls. Hlutföll líkamans góð, síð-
urnar hvelfdar og bolurinn vel lokaður. Fæturnir
eru sverir og hraustlegir, í afturfótum koma þó
fyrir skekkjur í kjúkum, sérstaklega, þegar uiu
skyldleikarækt er að ræða. Annars er hann kyn-
fastur hvað fótabyggingu snertir og lagar víða
fótaskekkjur frá mæðrunum. Hófarnir eru hæfi-
lega stórir, með góðu dökku horni og vel lag-
aðir. Lundarfarið virðist vera milt og' stillilegt,
engin daufleg, en fá fjörleg. Kynfestan virðist
örugg og gott samræmi í afkvæmunum.
Að mörgu leyti er Þokki einhver efpilegasti
hestur hér á landi til að rækta út af vinnuhesta-
stofn. Hann hefur, því miður, verið of lítið not-
aður og ekki með nógu ákveðnum tilgangi. Til
hests, af svo hreinni gerð og Þokki er, þarf að
leiða sem mest af hryssuin með svipuðum eigin-
leikum, stórar og þreknar, með svera fætur. Þó
skal forðast letingja. Það væri eyðsla á tíma og
verðmætum og algerlega röng og stefnulaus
ræktunaraðferð, ef til Þokka væru leiddar fín-
byggðar fjörhryssur.
Eins og segir í Búnaðarritinu 1928, bls. 103,
er Þokki af hinu svonefnda Þorkelshólskyni í
í Víðdalnum. Þar sem það eru til fleiri ágætir
stóðhestar með svipuðum eiginleikum og Þokki,
ættaðir frá Þorkelshóli, þá vil ég flokka þá hér
undir þetta ættarnafn. Þó get ég ekki rakið ætt-
leggi þessara hesta saman, sökuin ófullnægjandi
upplýsinga.
2. Blakkur 208, f. 1935. Eigandi: Gísli Jalcobsson,
Þóreyjarnúpi, Víðidal.
F.: Núpur, Þóreyjarnúpi. M.: Rauðka, Þór-
eyjarnúpi. (Bæði sýnd Staðaraklca 1934 og fengu