Búnaðarrit - 01.06.1941, Qupperneq 109
BÚNAÐARRIT
259
2. verðl.) Mér var sagt að Blalckur væri í fram-
ætt kominn frá Þórkelshóli, og þar sem hann
minnir mikið á hesta af þeim stofni tek ég hann
hér með. Sá, sem hann líkist einna mest er Víðir
120 frá Þorkelshóli, sem hefur verið í mörg ár
kynbótahestur i Álftaneshreppi í Mýrasýslu, og
reynzt liinn ágætasti undaneldisgripur, enda
fengið 1. verðl. fyrir afkvæmi.
Lýsing: Víðidalstungurétt 1941. Brúnn. Fríð-
ur, hörkulegur svipur. Fínn, reistur, bogmekktur
og' vel borinn háls. Góð hlutföll, þykkur og djúp-
ur bolur, 140—165—29—6,4. Ofurlitill kjúku-
snúningur h. afturfæti. Ágætir hófar. Hreyfingar
reglulegar og léttar, aðallega brokk.
3. Krunnni 216, f. 1935. Eigandi: Páll Gunnarsson,
Þverárdal.
Ekki hef ég fengið upplýsingar um foreldra
Krumma, en hann er fenginn frá Þóreyjarnúpi
og líkist Blakk taísvert um likamsbyggingu. Ból-
staðarhlið 1941. Brúnn. Frekar gróft höfuð.
Reistur. Góð hlutföll og mjög fagur bolur, en of
háfættur. 143—158—50—6,5. Sveiflar dálítið h.
framfæti.
Auk þessara hesta er eitlhvað til af óvönuðum
hestum, undan Þokka 151 og Víði 120, t. d. er í
Hrossaræktarfél. Hellismanna í Þykkvabæ í Rangár-
vallasýslu mjög efnilegur stóðhestur frá Melaleyti í
Borg. undan Víði.
Það má yfirleitt segja um þennan stofn að hann
vanti fínleika, en það þykir mér kostur, vegna þess
að í þess stað hefur hann þeim mun hreinræktaðri
hörku, dugnað, skörungs- og myndarskap, og okkur
her að rælcta hann með mikilli alúð.
Þá hef ég lýst þeim ættum, sem ég hef kynnzt á
sýningum síðan ég byrjaði starf mitt, og sem ég álit
að beri að leggja höfuðáherzlu á að rækta. En fleiri