Búnaðarrit - 01.06.1941, Blaðsíða 112
262
BÚNAÐARRIT
5. Blesi 186 og Nasi 202, eru feðgar, sein Benedikt
Jónsson á Aðalbóli í Miðfirði á. Um Blesa er
ritað í Búnaðarritinu 1938, bls. 104. Hann fékk
2. verðl. fyrir afkvæmi 1941. Þau voru nokkuð
misjöfn en mörg afar 'myndarleg og nokkuð gef-
ur hann af fjörhrossum. Nasi er ungur, mjög
fríður og spengilegur hestur. Reynist hann fjör-
mikill og góður reiðhestur, sem útlit er fyrir,
gæti hann orðið ættfaðir að reiðhestakyni.
6. Brúnn 189 frá Barði og Brúnn 203 frá Stóra-Ósi
í Miðfirði eru feðgar.
Um Brún 189 er ritað í Búnaðarritinu 1938,
bls. 104. Brúnn 203 er mjög myndarlegur hest-
ur og þreklegur. Búðir hafa þeir full grunna
lend. Út af þessum hestum mætti eflaust rækta
ágætis hross, því að lundarfarið er hið ákjósan-
legasta og þrekið augljóst.
7. Skolur 191 lTá Stóru-Borg. Eigandi: Aðalsteinn
Dýrmundsson. Um Skol er rilað í Búnaðarritinu
1938, bls. 105. Hann er fríður og myndarlegur
hestur. Afkvæmi lians hef ég ekki séð.
8. Sörli 209. f. 1935. Eigandi: Guðmundur Jó-
hannesson, Auðunnarstöðum.
F.: Bleikur, Hrísum.
M.: Jörp, Auðunnarstöðum.
Jarpur, fríður, reistur. Góð hluföll. Frekar
fjörlegur, léttur í hreyfingum, 138—167—30—6,2.
9. Þröstur 210, f. 1934. Eigandi: Sigvaldi Jóhannes-
son, Enniskoti.
F.: Óþekktur.
M.: Rauð liryssa, ættuð frá Síðu í Víðidal.
Jarpur, reistur, lilulfallsgóður. Vantar vöðva-
fyllu í lendina. 143—163—31—6,6. Hófar flatir,
en með ágætu horni.
10. Þröstur 214, f. 1937. Eigandi: Hallgrímur Eð-
varðsson, Helgavatni.