Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 114
264
BÚNAÐARRIT
inn er talsvert hvelfdur, og kemur það fram á af-
kvæmum hans. Hann er taminn og, að sögn eigand-
ans, séra Lárusar Arnórssonar, Miklabæ, ágætur
vinnuhestur.
Allir þessir hestar mega teljast góðir undaneldis-
gripir og sumir ágælir. Ef til viil eiga einhverjir
þeirra eftir að verða ættfeður merkra ætta, en ég er
þeirrar skoðunar, að það eigi að kappkosta að rækta
og breiða út þær ættir, sem þegar hefur verið lýst,
sökum þess að þar er farið að votta fyrir kynfestu,
sem gefur öryggi í ræktinni, og nógu eru þær fjöl-
breyttar til að velja úr. En það er ágætt að nota hina
síðastatöldu hesta til þess að mynda samstæðan grund-
völl, af því að, án efa, eiga þeir kosti, sem ættirnar
vantar eða hafa þá í ríkari mæli.
Þegar rannsakaðir hafa verið eiginleikar og eðli
hverrar ættar, þarf að gera sér grein fyrir, í hvaða
tilgangi og með hvaða markmiði þarf að rækta
hverja þeirra. Nú er kynfestan ekki meiri en svo í
neinni þeirra, að ekki megi l'á svo að segja hverja
tegund lirossa út af sama stóðhestinum, þó að
vísu sé alltaf hægt að ráða dálitlu um það með maka-
valinu. Að sumu ieyti má kalla þetta kost, en ef
þannig er haldið áfram, forðast að skapa kynfestu
fyrir ákveðnu notagiidi, þá fyigir sá böggull skamm-
ril'i, að það koma alltaf mörg hross, scm hæfa engri
notkun vel, og fá, sem nálegast fuilkomnun á sínu
sviði.
Hin leiðin, að rækta hrossin með tilliti til ákveð-
innar notkunar, með því að velja þau sainan með
líkum eiginleikum, gefur betri, fulllcomnari og verð-
meiri hross.
Ég vil benda á það, að ef á að framleiða virkilega
góðan reiðhestastol'n, þá er eiginleikana í hann að
l'inna í þessum ættum: Nasaættinni, Árnanesættinni,