Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 116
266
BÚNAÐARRIT
sumar, tók þá álcvörSun, að efla til samkeppni um að
koma upp afburða reiðhestum til undaneldis. Frá því
verður skýrt nánar í blöðunum.
Á þessu ári byrjar nýtt fyrirkomulag á hrossa-
sýningunum, og fer hér á eftir sú grein úr búfjár-
ræktarlögunum, sem samþykkt var á síðasta Alþingi:
39. gr. Búnaðarfélag íslands sér um, að sýningar á
hrossum fari fram á öllu landinu á þrem árum og sé
landinu skipt í þrjú sýningarsvæði.
Sýningar þessar skulu vera tvenns konar, sveila-
sýningar og héraðssýningar. Aðilar að framkvæmd
'þeirra eru:
1. Búnaðarfélag íslands, sem hefur á hendi fram-
kvæmd búfjárræktarlaganna. Hrossaræktarráðu-
nautur þess er sjálfkjörinn formaður dóm-
nefndar á héraðssýningum, en geti hann ekki
mætt, skipar stjórn Búnaðarfélags íslands mann
í hans stað.
2. Búnaðarsainbönd, sein:
a. í samráði við ráðunaut Búnaðarfélags íslands
í hrossarækt annast um og ákveða, hve
margar sveitasýningar skuli haldnar á sinu
sambandssvæði, og tilnefna oddamann í dóm-
nefnd á þeim, og er hann ábyrgur gagnvart
Búnaðarfélagi íslands.
b. útvega sýningarstað fyrir héraðssýningar, og
skal staðurinn valinn og úlbúinn fyrir sýn-
inguna í samráði við hrossaræktarráðunaut
Búnaðarfélgs íslands.
c. tilnefna sýningarstjórn á héraðssýningar,
sem sé skipuð þrem mönnum. Hún sér um
að sýningin fari skipulega fram, aðstoðar
dómnefndina og annast um aðra þátttöku
sambandsins í sýningunni.
3. Sýslunefndir, er kjósa tvo menn í dómnefnd á
héraðssýningar innan sinna vébanda.