Búnaðarrit - 01.06.1941, Page 125
BÚNAÐARRIT
275
flokkuð eftir sýslum. Síðast eru birt nöfn noklturra
æfifélaga, sem ómögulegt var að fá upplýsingar um.
Það má jafnvel búast við að einhverjir af þessum
mönnum séu dánir. Þess er sérstaklega óskað, að þeir
sem til þekkja gefi upplýsingar um þessa menn.
Æfifélagagjaldið er, samkvæmt ákvörðun síðasta
Búnaðarþings, 20 krónur. Þeir, sem það greiða, fá
Búnaðarritið æfilangt. Það eru án efa ódýrustu og
hagkvæmustu bókakaup fyrir bændur og aðra, er
vilja fylgjast með því er gerist á sviði búnaðarmála.
Félögum, svo sem búnaðarfélögum, lestrarfélögum
o. f 1., er gefinn kostur á að gerast kaupendur Bún-
aðarritsins, gegn því að greiða 20 krónur fyrirfram
fyrir hvert 10 ára tímabil. Virðist einsætt fyrir öll
Jiókasöfn og lestrarfélög að sinna þessu Jjoði.
Samkvæmt lögum Búnaðarfélags íslands eru
liúnaðarsamböndin undirdeildir félagsins. En sam-
böndin eru aftur mynduð af búnaðarfélögum hrepp-
anna. Þar sem aldrei liefur verið birt samfelld sltrá
um hreppabúnaðarfélögin og hvernig þau skipta sér
í búnaðarsambönd, þykir rétt að gera það hér, um
lcið og æfifélagaskráin er birt.
Þá er og birt skrá yfir heiðursfélaga Búnaðarfélags
Islands. Hins vegar þyleir eldú ástæða til að birta hér
skýrslu um stjórn félagsins, starfsmenn þess eða
húnaðarþingsfulltrúa, þar sem það er alltaf gert
annað hvort ár, þegar Búnaðarþing liemur saman.
A. Búnaðarsambönd og hreppabúnaðarfélög 1. jan. 1942.
I. Ilúnaðarsnmband Kjalarnesþings.
1. Búnaðarfélag Grindavíkurhrepps.
2. — Hafnahrcpps.
3. r— Miðneshrepps.
4. — GerCahrepps.
5. — Keflavikur.
6. — Vatnsleysustrandarhrepps.
7. — Hafnarfjarðar.