Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 15
BÚNAÐARRIT 1998
stundir. Lögin öðluðust gildi 1. janúar
1999.
Þá var lögum nr. 46/1991 um búfjárhald
breytt með lögum nr. 51/1998. Þar er
kveðið nánar á um skráningu búfjár og forða
en áður var gert og jafnframt tryggt verklag
ef búfjáreftirlitsmanni er meinað að gegna
skyldum sínunt. Eins var á vorþingi breytt
lögum nr. 68/1997 urn Lánasjóð land-
búnaðarins, sbr. lög nr. 52/1998, þannig að
hámark lánstíma á lánum úr sjóðnum
hækkar úr 25 árum í 40 ár.
Framkvæmdir og fjárfestingar
Árið 1998 jukust framkvæmdir í sveitum
eftir samdráttarskeið undanfarinna ára.
Þannig voru byggð 19 fjárhús í stað 11 árið
á undan og 10 fjós en 11 árið áður. Lán-
veitingar frá Lánasjóði landbúnaðarins
námu alls 1.622 millj. kr. ogjukust um 56%
frá fyrra ári. Af lánaflokkum sem veruleg
aukning varð í má nefna lán til véla- og
tækjakaupa en lánareglur í þessurn flokki
voru rýmkaðar mjög á árinu. Einnig jukust
Mynd 4. Fjármunamyndun á
landbúnaði 1993-1998.
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
lán til jarðakaupa, byggingar hesthúsa og
reiðskemma og lán til bústofnskaupa. Yfirlit
yfir lán er í töflu 2 í viðauka. Að mati
Þjóðhagsstofnunar var heildarfjármuna-
myndun í landbúnaði 2.950 millj. kr. Mynd
4 sýnir fjármunamyndun í landbúnaði árin
1994-1998 í millj. kr. á verðlagi hvers árs.
Innflutningur á búvörum
Hinn 1. júní 1995 var leyfður innflutningur
á búvörum í samræmi við ákvæði GATT-
samningsins frá árinu 1994 með gildistöku
laga nr. 87/1995 um aðild íslands að
Alþjóða viðskiptastofnuninni. Samkvæmt
lögunum er heimilaður innflutningur á
búvörum, annars vegar samkvæmt lág-
marksaðgangi og hins vegar samkvæmt
ríkjandi markaðsaðgangi. Einnig eru ákvæði
um hámarkstoll á innfluttar búvörur og
lækkun hans á samningstímabilinu. Sam-
kværnt lágmarksaðgangi ber að heimila
innflutning á magni sem svarar til 3% af
innanlandsneyslu sem síðan skal vaxa í 5% á
sex ára tímabili. Þetta á við um landbún-
aðarvörur sem ekki hefur verið heimilaður
innflutningur á, svo sem hráar og unnar
kjötvörur, egg, smjör og osta. Innflutningur
samkvæmt ríkjandi markaðsaðgangi á við
vörur sem fluttar hafa verið inn samkvæmt
undanþágu frá innflutningsbanni á búvör-
um, t.d. blóm og grænmeti.
Á árinu 1998 er talið að innflutningur á
mjólkurvörum hafi verið ígildi um 0,9 millj.
lítra mjólkur á próteingrunni sent svarar til
13