Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 16
BÚNAÐARRIT 1 998
Tafla 1. Innflutningur nokkurra
grænmetistegunda 1998.
Magn tonn Verðmæti mill. kr. cif
Tómatar 1.1.-15.3. og 1.11.-31.12. 306,1 32,5
Tómatar á öðrum tíma 105,1 14,6
Gúrkur 1.1.-15.3. og 1.11.-31.12. 155,5 18,8
Gúrkur á öðrum tíma 11,2 1,1
Jöklasalat 1.1.-15.3. og 1.11.-31.12. 194,7 24,8
Jöklasalat á öðrum tíma 437,2 53,0
Paprika 1.1.-15.3. og 1.11.-31.12. 203,0 36,8
Paprika á öðrum tíma 141,4 36,3
Heimild: Hagstofa íslands.
um 0,9% af markaðnum á þessu tímabili.
Mest var flutt inn af ostum eða 94 tonn.
Innflutningur á blómum og grænmeti er
nokkur, einkum yfir vetrarmánuðina. Bygg-
ist hann einnig á ákvæðum tvíhliða samn-
ings sem gerður var milli Islands og ESB í
tengslum við EES samninginn og felur í sér
niðurfellingu tolla í tiltekinn tíma yfir
veturinn fyrir vissar afurðir. Að magni til er
mest flutt inn af tómötum á tollfrjálsa
tímabilinu en papriku þegar litið er á
verðmæti.
Afurðasölumál
Árið 1998 störfuðu 12 mjólkursamlög og
var fjöldi þeirra óbreyttur frá fyrra ári.
Heildarinnvigtun mjólkur varð 105,7 millj-
ónir lítra. Mest barst af mjólk til Mjólkurbús
Flóamanna, 39,7 milljónir lítra eða 37,5%
af innveginni mjólk í landinu. Næst á eftir
koma Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga
með 20,6 milljónir lítra og Mjólkur-
samsalan í Reykjavík, 13,1 milljónir lítra.
Sláturleyfishafar með leyfi til slátrunar á
sauðfé og stórgripum voru 20 í árslok og
fækkaði um tvo á árinu. Á árinu voru
framieidd 16.298 tonn af kjöti af sauðfé og
stórgripum. Sláturfélag Suðurlands er um-
svifamesti aðilinn í slátrun og tók á móti
3.276 tonnum af kjöti á árinu eða 20% af
innvegnu magni. Norðvesturbandalagið hf.
kemur næst á eftir með 1.945 tonn eða 12%
af heildarslátrun. Er það jafnframt umsvifa-
mesti aðilinn í sauðfjárslátrun með 18,5% af
innvegnu magni. Alifuglasláturhús voru
þrjú talsins og er Reykjagarður hf. umsvifa-
mestur en um alifuglasláturhús þess fara tæp
78% framleiðslunnar.
Verðlagning búvara
Sem fyrr segir urðu miklar breytingar á
lagalegri umgjörð verðlagningar búvara á
árinu 1998. Verðlagsnefnd ákveður nú
lágmarksverð á mjólk til framleiðenda og
leyfileg afföll mjólkur sem stenst ekki kröfur
sem 1. flokks mjólk. Ákvörðun um lág-
marksverð skal byggjast á gerð verðlags-
grundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð.
Verðlagsnefnd mat einnig og skráði verð á
nautgripakjöti.
Opinber verðlagning á kindakjöti féll
niður frá og með 1. september en með
heimild í búvörulögum gáfu Landssamtök
sauðfjárbænda síðan út viðmiðunarverð til
framleiðenda fyrir einstaka flokka sauðfjár-
afurða.
Verðlagsnefnd ákvað einnig heildsöluverð
búvara sem verðlagðar eru til framleiðenda
nema annað sé tekið fram í búvöru-
samningum milli ríkis og bænda (sbr. 30 gr.
laganna). Frá og með 1. september 1998
verðlagði verðlagsnefnd þannig aðeins mjólk
auk nokkura mjólkurvara, og nautgripakjöt
í heildsölu. Engin opinber afskipd eru af
verðlagningu annarra búvara.
I mjólkurframleiðslu námu beinar
Hvað er ærgildi?
I mjólkurframleiðslu jafngildir eitt ærgildi 174
lítrum mjólkur. Greiðslumark í mjólk er skráð í
lítrum.
( kindakjötsframleiðslu jafngildir eitt ærgildi 18,2
kg kjöts. Greiðslumark í kindakjöti er skráð í
ærgildum.
14