Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 39
BÚNAÐARRIT 1998
Framleiðslustjórn
I búvörusamningnum fyrir sauðfjárræktina
frá 1. október 1995 sem gildir til 31. des-
ember árið 2000 voru afnumin bein tengsl
stuðnings ríkisvaldsins við stærð innan-
landsmarkaðarins og samið um fasta árlega
stuðningsupphæð. Þeir greiðslumarkshafar
sem setja á 0,6 kindur eða meira fyrir hvert
ærgildi í greiðslumarki fá fulla beingreiðslu
en þeir sem setja minna á fá hlutfallslega
skerðingu beingreiðslna. Þetta fyrirkomulag
er bundið því að einstakir greiðslumarks-
hafar hafi ekki samið sérstaklega um lækkun
ásetningshlutfalls vegna beitarálags, þátt-
töku í umhverfis- eða atvinnuþróunarverk-
efnum eða vegna náms eða starfsþjálfunar.
Þá eru bændur, sem þurft hafa að farga fé
vegna riðu, undanþegnir ásetningshlutfalli
að öllu eða að hluta á fjárleysis- og fjár-
tökutíma.
Einnig voru reglur um aðilaskipti að
greiðslumarki milli lögbýla hertar svo mikið
að þau hafa í raun verið bönnuð eftir 1. júlí
1996 með þeirri undantekningu að eigandi
lögbýlis getur flutt greiðslumarkið með sér
flytjist hann á annað lögbýli og ábúandi
getur einnig flutt með sér sérskráð greiðslu-
mark (greiðslumark sem hann hefur keypt
sjálfur) flytjist hann á annað lögbýli.
Samkvæmt samningnum er einnig gert
ráð fyrir að ríkið geti keypt greiðslumark
sem síðan er úthlutað til annarra greiðslu-
markshafa. Á grundvelli þessa ákvæðis var á
árinu 1997 úthlutað samtals 1.125 ær-
gildum, en engu var úthlutað á árinu 1998.
Samanlagt greiðslumark í sauðfé árið
1998 var 394.460 ærgildi (7.179 tonn). Þar
afvoru 390.895 ærgildi (7.114 tonn) ívirku
greiðslumarki en mismunurinn, 3.564 ær-
gildi, er óvirkur vegna þess að ásetnings-
skylda er ekki uppfyllt.
Samkvæmt reglugerð nr. 524/1998 var
eigendum sláturljár, hvort sem þeir eru
beingreiðsluhafar eða ekki, skylt að taka þátt
( útflutningi og sæta útflutningsuppgjöri
fyrir hluta framleiðslu sinnar árið 1998.
Útflutningshlutfallið var ákveðið 15% fyrir
dilkakjöt en engin útflutningsskylda var á
kjöti af fullorðnu. Með þessu var takmarkað
það magn sem fór til sölu á innlendum
37
L