Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 54
BÚNAÐARRIT 1998
hrossakjöts minnkað úr 2,1 kg á íbúa í 1,9
kg. Tafla 38 sýnir framleiðslu og sölu
hrossakjöts árin 1994-1998.
Utflutningur á hrossakjöti jókst aftur
eftir mikinn samdrátt í kjölfar þess að
markaður í Japan nánast lokaðist í kjölfar
Tafla 38, Framleiðsla og sala hrossakjöts 1994-1998.
Fram- leiðsla kg Sala kg Útflutn- ingur kg Sala á íbúa kg
1994 808.636 560.381 172.762 2,1
1995 987.847 668.240 346.386 2,5
1996 637.371 609.484 126.796 2,3
1997 724.634 553.305 139.389 2,0
1998 792.947 526.559 247.544 1,9
Heimild: Framleiðsluráð landbúnaðarins.
mikils matareitrunarslyss þar í landi árið
1995. Japansmarkaðurinn hefur ekki náð
sér á strik aftur en nýir markaðir hafa unnist,
t.d. á Ítalíu. Meðalverð íyrir útflutt hrossa-
kjöt árið 1998 var kr. 173,69 pr. kg. Það er
ívið lægra verð en árið á undan. Rétt er að
hafa í huga að nánast eingöngu eru fluttir út
verðmætustu hlutar skrokksins.
Birgðir hrossakjöts eru eðlilega mestar í
lok desember en minnstar í lok september.
Birgðir hinn 31.12. 1998 voru 215,6 tonn
sem svarar til um 5 mánaða sölu innanlands.
Mestur hluti birgðanna var folaldakjöt.
Verðlagsmál
Hrossakjöt er verðlagt til bænda af Sex-
mannanefnd án þess þó að saminn sé
sérstakur verðlagsgrundvöllur fyrir hrossa-
afurðir. Verð á hrossakjöti til bænda breyttist
ekki á árinu 1998 og hefur ekki breyst síðan
árið 1996.
Þróun verðs til framleiðenda á hrossakjöti
er sýnd í töflu 39. Verð á hrossakjöti hefur
52