Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 46
BÚNAÐARRIT 1998
um 2,4%. Ef verðþróun alifuglaafurða er
skoðuð á föstu verðlagi kemur í ljós að verð
til framleiðenda á eggjum frá árinu 1994 til
ársins 1998 lækkaði um 21,7% og kjöt-
verðið hefur lækkað um 9,3%.
Heildsöluverð á alifuglaafurðum og verð
til neytenda á þessu tímabili hefur einnig
lækkað mikið en ekki eins mikið og verð til
framleiðenda.
Afkoma alifuglaræktarinnar 1997
Hagþjónusta landbúnaðarins birtir árlega
niðurstöður úr rekstraruppgjöri alifuglabúa
sem unnið er úr skattframtölum. Árið 1997
voru 11 eggjabú en 4 kjúklingabú í úr-
takinu. Meginniðurstöður úr rekstri eru að á
eggjabúum var hagnaður fyrir fjármagnsliði
7,2% af veltu, hagnaður af reglulegri
starfsemi nam 5,9% af veltu og hagnaður af
starfseminni 6,0%. í kjötframleiðslunni var
hagnaður fyrir fjármagnsliði 6,1% af veltu,
en tap varð af reglulegri starfsemi og
starfseminni í heild sem nam 0,9% af veltu.
Tafla 27 sýnir rekstraryfirlit fyrir alifugla-
ræktina árið 1997.
Tafla 28 sýnir efnahagsreikning sömu búa
og eru í töflu 27. Veltufjárhlutfall hjá eggja-
búum er aðeins 0,65 en eiginfjárhlutfall
0,63. Á kjúklingabúunum er veltufjárhlut-
fallið 0,82 en eiginfjárhlutfallið 0,14.
Tafla 27. Rekstraryfirlit fyrir alifuglabú 1997 (þús. kr.).
Fjöldi búa Eggjabú 11 Eggjabú Meðaltal Kjúklingabú 4 Kjúklingabú Meðaltal
Tekjur:
Egg/kjöt 83.600 7.600 136.300 34.075
Aðrar afurðir 2.300 209 0 0
Birgðabreyting 0 0 1.100 275
Bústofnsbreyting -6.200 -564 -300 -75
Aðrar tekjur 1.700 155 300 75
Framleiðslustyrkir 0 0 0 0
Tekjur samtals 81.400 7.400 137.400 34.350
Gjöld:
Fóður, egg og ungar 36.000 3.273 66.200 16.550
Greidd laun og launat. gjöld 3.600 327 20.900 5.225
Reiknuð laun 4.900 445 1.300 325
Annar kostnaður 24.900 2.264 32.700 8.175
Afskriftir 6.100 555 7.900 1.975
Rekstrarkostn. samtals 75.500 6.864 129.000 32.250
Hagn. f. vexti og verðbr.f. 5.900 536 8.400 2.100
Vextir og verðbr.færsla -1.100 -15 -9.600 -160
Hagn. af reglul. starfsemi 4.800 522 -1.200 1.940
Óreglulegar tekjur og gjöld 100 1 0 0
Hagnaður 4.900 523 -1.200 1.940
Heimild: Hagþjónusta landbúnaðarins.
44