Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 56
BÚNAÐARRIT 1998
Ylrækt
Afurðir sem teljast til ylræktar eru tómatar,
gúrkur, paprika og annað grænmeti ræktað í
gróðurhúsum, blóm, bæði afskorin og
pottaplöntur, runnar og garðaplöntur. Einn-
ig eru sveppir hér flokkaðir með ylræktar-
afurðum. Samkvæmt verðmætaáætlun
Framleiðsluráðs landbúnaðarins fyrir árið
1998 nam heildarverðmæti afurða ylræktar
tæplega 802 millj. króna. Grænmeti gaf
57% teknanna sem skiptast þannig að
tómatar gáfu 16%, sveppir 11%, gúrkur
14%, paprika 9% og annað grænmeti 7%.
Blóm gáfu 37% teknanna og runnar og
garðaplöntur 6%. Heildarverðmæti ylræktar
voru samkvæmt sömu heimild 4,3% af
verðmætum landbúnaðarafurða árið 1998.
Fjöldi framleiðenda
I árslok 1998 voru ylræktarframleiðendur
121, þar af 73 sem ræktuðu grænmed, 42
sem ræktuðu blóm og 29 sem ræktuðu
runna og garðagróður. Framleiðendur
tómata voru 41, gúrkuframleiðendur voru
31, 30 framleiðendur ræktuðu papriku, og
einn framleiðandi ræktaði sveppi. Alls er
talið að á árinu 1998 hafi 192 þús m2 verið
undir gleri. Tafla 40 sýnir skiptingu fram-
leiðenda og ræktarlands eftir kjördæmum í
árslok 1998.
Tafla 40. Fjöldi framleiðenda og
ræktun eftir kjördæmum 1998, m2.
Framleiðendur Rækt.flötur
Reykjanessvæði 15 14.225
Vesturland 13 25.950
Vestfirðir 0 0
Norðurland vestra 6 3.470
Norðurland eystra 7 10.790
Austurland 3 4.250
Suðurland 77 133.438
Samtals allt landið 121 192.123
Heimild: Bændasamtök íslands
54