Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 49
BÚNAÐARRIT 1998
einfaldara og öflugra og auðveldað til muna
uppgjör þess.
Samkvæmt niðurstöðum úr skýrsluhaldi
ársins 1998 er fjöldi nytjagrísa eftir gyltu á
ári 22-25 á best reknu svínabúunum og
vaxtarhraði sláturgrísa 600-650 g á dag frá
fæðingu til slátrunar eða 784-860 g á dag frá
25 kg lífþunga til slátrunar. Samsvarandi
tölur frá best reknu svínabúunum árið 1997
voru 18-20 nytjagrísir eftir gyltu á ári og
vaxtarhraði 560-600 g á dag frá fæðingu til
slátrunar eða 710-784 g á dag frá 25 kg
þyngd til slátrunar. Það er því ljóst að í
kjölfar innflutnings á nýjum svínastofnum
og öflugs kynbótastarfs hafa orðið gríðar-
legar framfarir í svínaræktinni á mjög stutt-
um tíma. Markmið íslenskra svínabænda er
að framleiðsla þeirra standist erlenda
samkeppni, bæði hvað varðar verð og gæði.
Framleiðsla og sala
Árið 1998 varð lítil breyting á framleiðslu og
sölu svínakjöts samanborið við árið 1997.
Framleiðslan árið 1998 var 3.886 tonn en
var 3.938 tonn árið á undan. Þetta er 1,3%
samdráttur milli ára en mörg undanfarin ár
hefur framleiðslan verið vaxandi ár frá ári.
Miðað við árið 1994 hefur framleiðsla
svínakjöts aukist um 674 tonn eða 21,0%.
Sala svínakjöts árið 1998 var 3.887 tonn
eða um 22,5% heildarkjötsölu í landinu.
Þetta er 50 tonnum minni sala en árið áður
eða 1,3% samdráttur. Miðað við árið 1994
hefur sala svínakjöts aukist um 676 tonn eða
21,1%.
Á tímabilinu 1994 til 1998 hefur neysla
svínakjöts aukist úr 12,1 kg á íbúa í 14,2 kg.
Tafla 31 sýnir framleiðslu og sölu svínakjöts
1994-1998.
Tafla 31. Framleiðsla og sala svínakjöts 1994-1998, kg.
Framleiðsla kjöt Sala kjöt Sala kjöts á íbúa
1994 3.212.349 3.211.326 12,1
1995 3.330.215 3.264.945 12,2
1996 3.739.959 3.752.297 14,0
1997 3.938.358 3.937.335 14,5
1998 3.885.878 3.886.590 14,2
Heimild: Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Allt svínakjöt er selt á innlendum
markaði og nær allt ferskt. Birgðahald er því
yfirleitt mjög lítið.
Verðlagsmál
Afurðir svína lúta ekki opinberri verð-
lagningu en Svínaræktarfélag íslands gaf út
viðmiðunarverðskrár þar til seint á árinu
1994. Þá mæltist Samkeppnisstofnun til
þess að því yrði hætt og varð félagið við þeim
tilmælum.
Þróun verðs til framleiðenda á svínakjöti
47