Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 40
BÚNAÐARRIT 1998
markaði en hverjum framleiðanda var frjálst
að ákveða sitt framleiðslumagn. Undan-
þágur frá útflutningsskyldu voru þrjár:
a) Heimtaka á kjöti til eigin nota (innan
tiltekinna marka).
b) Slátrun utan hefðbundinnar sláturtíðar.
c) Afurðir fjár hjá framleiðendum sem
höfðu 0,7 kindur eða færri á fóðrum á
hvert ærgildi greiðslumarks síns sam-
kvæmt vortalningu búfjáreftirlitsmanns.
Afkoma sauðfjárræktarinnar
Samkvæmt niðurstöðum úr uppgjöri bú-
reikninga frá Hagþjónustu landbúnaðarins
fyrir árið 1997 batnaði afkoma sauðfjárbúa
nokkuð frá fyrra ári. Að meðaltali gat
reksturinn það ár greitt í laun til eigenda og
vexti af eigin fé kr. 878 þúsund eða ríflega
kr. 73 þúsund á mánuði. Að baki þessum
niðurstöðum liggja búreikningar 139 sauð-
fjárbúa. I töflu 19 eru meðaltalsniðurstöður
rekstrarreiknings allra búa, en einnig í
völdum stærðarflokkum. Eins og sjá má
eykst afraksturinn með vaxandi bústærð.
Tafla 19. Afkoma sauðfjárbúa 1997 skv. búreikningum (þús. kr.)
Rekstrarreikningur
Fjöidi búa 139 36 35 18 8
Bústærð, ærg. Meðaltal, öll 201-300 301-400 401-500 >500
Fjöldi vetrarfóðraðra kinda 284,1 247,8 346,8 417,6 593,5
Greiðslumark í sauðfé, kg 5.185 4.767 5.877 7.648 9.864
Tekjur:
Sauðfé 2.850 2.594 3.410 4.229 5.895
Aðrar búgreinatekjur 176 179 212 179 466
Búgreinatekjur samtals 3.026 2.773 3.622 4.408 6.361
Aðrar tekjur 264 319 183 534 729
Tekjur samtals 3.290 3.092 3.805 4.942 7.090
Gjöld: Breytilegur kostnaður 966 928 1.124 1.482 1.880
Framlegð 2.060 1.845 2.498 2.926 4.481
Hálffastur kostn. án launa 596 614 660 761 1.175
Afskriftir 551 505 617 891 1.097
- þar af niðurfærsla gr. marks 66 41 59 141 220
Rekstrarkostnaður án launa 1.177 1.045 1.404 1.808 2.938
Fjármagnskostnaður -185 -168 -209 -268 -401
Rekstrarhagnaður fyrir laun 992 877 1.195 1.540 2.537
Aðkeypt vinna og launat. gjöld 114 88 124 139 483
Hagnaður fyrir laun eigenda 878 789 1.071 1.401 2.054
Heimild: Hagþjónusta landbúnaðarins.
38