Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1998, Side 38

Búnaðarrit - 01.01.1998, Side 38
BÚNAÐARRIT 1998 vallarverð ril 1. september og viðmiðunar- verð Landssamtaka sauðfjárbænda frá þeim tíma til ársloka varð kr. 219,04 á kg. Til ársloka 1997 var verð á kindakjöti í verðlagsgrundvelli miðað við að bein- greiðslur næmu 50% af verði kjöts en greiðslur frá afurðastöð 50%. Við hækkanir á afurðastöðvaverði í ársbyrjun 1998 urðu þó engar breytingar á beingreiðslum, enda samið um fasta fjárhæð í samningnum 1995 sem síðan er verðtryggð. Engar beingreiðslur eru greiddar vegna sláturs, gæra eða ullar og nema beingreiðslur því tæplega 40% af afurðagreiðslum til bóndans miðað við verðlagsgrundvöll og að öll framleiðslan sé innan greiðslumarks. I reynd er þetta hlut- fall lægra þar sem beingreiðslur eru miðaðar við greiðslumark viðkomandi en flestir framleiðendur selja hluta framleiðslunnar á erlenda markaði á lægra verði en innan- landsverðið og framleiðsla umfram greiðslu- mark er alfarið utan beingreiðslukerfisins. Verð á ull til framleiðenda var í upphafi árs 1998 að meðaltali kr. 396,27 á kg skv. verðlagsgrundvelli. Landssamtök sauðfjár- bænda gáfu út viðmiðunarverð á ull 1. september. Viðmiðunarverðið var ákveðið óbreytt frá því verðlagsgrundvallarverði sem gilt hafði. Meðalverð ársins miðað við innvigtun reyndist vera kr. 409,20 á kg sem er 2,7% hærra en meðalverð ársins 1997. Til ársins 1995 voru beinar greiðslur reiknaðar til jafns við afurðastöðvarverð í verðlagsgrundvelli. Frá árinu 1996 urðu beinar greiðslur föst fjárhæð sem skiptist milli framleiðenda í hlutfalli við hlutdeild þeirra í heildargreiðslumarki. Frá þeim u'ma er heildarfjárhæð beinna greiðslna því jafnað á þá framleiðslu hvers árs sem undanþegin er útflutningsskyldu þegar heildarverð til framleiðenda er metið. Þróun verðs til fram- leiðenda á kindakjöti og ull er sýnd í töflu 18. Ef verðþróun kindakjöts og ullar er skoðuð á föstu verðlagi kemur í ljós að afurðastöðvaverð á kindakjöti hefur lækkað um 1,6% frá árinu 1994, verð á kindakjöti að viðbættum beingreiðslum hefur hækkað um 3,8% og verð á ull hefur hækkað lítillega eða um 0,7%. Verðfall varð á gærum á árinu 1998. Haustið 1997 var verð skv. verðlagsgrund- velli kr. 212 á kg en haustið 1998 fengu flestir bændur greiddar kr. 50 á kg. Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga ákvað að greiða skyldi bændum verðbætur á gærur úr haustslátrun. Þessar verðbætur námu alls kr. 45 millj. eða sem svaraði kr. 100 á gæru. Markaðsráð kindakjöts greiddi sambærilegar verðbætur á gærur af dilkum sem slátrað var í nóvember og desember. Tafla 18. Þróun framleiðendaverðs sauðfjárafurða 1994-1998. Kindakjöt afurðast.verð verð ársins kr. á kg Kindakjöt afurðast.verð verðlag 1998 kr. á kg Kindakjöt m. beingr. verð ársins kr. á kg Kindakjöt m. beingr. verðlag 1998 kr. á kg Ull verð ársins kr. á kg Ull verðl. 1998 kr. á kg 1994 206,82 222,61 413,64 445,22 377,37 406,18 1995 206,61 218,66 413,22 437,32 370,78 392,40 1996 202,95 210,05 420,88 435,61 386,16 399,68 1997 219,75 223,41 434,89 442,13 398,28 404,91 1998 219,04 219,04 429,33 429,33 409,20 409,20 Heimild: Framleiðsluráð landbúnaðarins. 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.