Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 20

Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 20
BÚNAÐARRIT 1998 samningur sem gerður var árið 1995 um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Núgild- andi samningur hefur um margt reynst vel og afkoma sauðfjárbúa var betri árið 1997 en næstu ár á undan. Þó verður að horfast í augu við að sauðfjárbændur búa við lágar tekjur en kakan, sem til skiptanna er, er takmörkuð. Notkun á erfðabreyttum lífverum er eitt stærsta málið sem tekist er á um innan landbúnaðarins úti í hinum stóra heimi auk þess sem áfram er deilt um notkun hor- móna, lyfja og eiturefna við framleiðsluna. Hér takast í senn á sjónarmið siðfræði, dýra- og umhverfisverndar og krafa um aukna arðsemi framleiðslunnar auk þess sem sífellt þarf að metta fleiri munna. Fram til þessa hefur þessi umræða ekki verið ýkja áberandi hér á landi. Aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum með búvörur mun þó knýja á um skýra afstöðu bæði framleiðenda og neytenda og grundvallaratriði er að gera sömu kröfur á þessu sviði til innfluttrar framleiðslu og þeirrar innlendu. Hafinn er undirbúningur að gerð nýs alþjóðasamnings um viðskipti með búvörur. Á fundi IFAP, Alþjóðasamtaka bænda, sem haldinn var á Filippseyjum í maí 1998, var reynt að samræma viðhorf bænda í þessu efni. Það samkomulag sem þar náðist varð þó töluvert opið því að eðlilega eru aðstæður til búvöruframleiðslu og markaðssetningar afar misjafnar bæði milli landa og innan þeirra. fslenskir bændur hljóta að styðja að samræmdar reglur gildi um viðskipti með búvörur, reglur sem stuðla að því að fullnægja þörf ört vaxandi mannkyns fyrir matvæli. Nýr WTO samningur verður þó að vernda náttúrleg auðæfi, svo sem jarðveg, vatn og gróður, og tryggja efnahagslega og félagslega stöðu landsbyggðarinnar, eða með öðrum orðum skapa sérhverri þjóð mögu- leika til að framleiða matvæli sfn í sátt við umhverfi sitt og aðstæður. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Búnaðarrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.