Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.03.2010, Qupperneq 12
 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hefur til sölumeðferðar virkan eignarhlut í MP Banka hf. MP Banki hf. var stofnaður árið 1999 og hét þá MP Verðbréf. Árið 2003 fékk bankinn fjárfestingabankaleyfi og bauð þá alhliða fjárfestingarbankaþjónustu. MP Banki fékk fullt viðskiptabankaleyfi í október 2008 og hóf að taka við innlánum og séreignarsparnaði til viðbótar við fyrri starfsemi. Höfuðstöðvar bankans eru í Reykjavík en bankinn rekur einnig útibú í Vilníus í Litháen. Tekið er við tilboðum frá fjárfestum sem uppfylla skilyrði þess að geta talist hæfir fjárfestar samkvæmt 9. tl. 43. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Þá skal fjárfestir geta sýnt fram á að hann hafi fjárhagslegan styrk til að geta staðið undir fyrirhuguðum kaupum. Áskilinn er réttur til að útiloka þátttöku fjárfesta ef lagalegar hindranir standa í vegi fyrir því að viðkomandi geti eignast virkan eignarhlut í bankanum. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. tekur við fyrirspurnum á netfangið fyrirtaekjaradgjof.mp2010@arionbanki.is og veitir nánari upplýsingar í síma 444-6805. Veislumatur með Ora meðlæ www.ora.is EINN AF IÐNGÖRÐUNUM Skilanefnd Landsbankans hefur eignast allar eignir Nordic Partners í Eystrasaltsríkjunum. VIÐSKIPTI Skilanefnd Landsbank- ans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nord- ic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Til- kynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. „Lánahagsmunir bankans eru mjög vel tryggðir með veði í öllum eignum,“ segir Friðrik Jóhannsson, sem unnið hefur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Nordic Partners var hugarfóstur fjármálahagfræðingsins Gísla Þórs Reynissonar, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar í kringum 1996. Verksmiðjunni var breytt í iðn- garða. Þeim fjölgaði í kjölfarið og urðu mest átta. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækj- um í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smá- rekstur hér og í Færeyjum, stofn- un einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsi- hótelið D‘Angleterre. Nordic Partners greiddi 1,1 milljarð danskra króna fyrir hót- elin, jafnvirði um tólf milljarða íslenskra króna á þávirði. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði. Svip- uðu máli mun gegna um fleiri eignir félagsins. Gísli, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrravor, sagði í Fréttablað- inu í lok árs 2007 að virði eigna- safns Nordic Partners væri nálægt hundrað milljörðum króna og skuldsetningu lága. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðskiptamódel Nord- ic Partners hafi verið tætingslegt og rímað illa saman. Landsbankinn virðist ekki hafa litið málið sömu augum, enda nær eini lánardrottinn Nordic Partners. Eftir því sem næst verður komist námu heildarskuldir félagsins níutíu milljörðum króna áður en bankinn tók félagið yfir. Ljóst er að bankinn mun tapa tugum milljarða króna. Skilanefndin segir að haldið verði í eignir þar til markaðs aðstæður batni. Samkvæmt heimild um Fréttablaðsins gæti liðið hátt í áratugur þar til bankinn slepp- ir hend inni af félaginu. jonab@frettabladid.is Saga Nordic Partners öll Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín nær all- ar eignir fjárfestingarfélags Nordic Partners. Lands- bankinn tapar tugum milljarða króna á félaginu. ■ Að hluta í eigu skilanefndar Landsbankans eru sjö matvæla- fyrirtæki í Eystrasaltsríkjunum. Velta þeirra nam í fyrra 85 millj- ónum evra, jafnvirði 14,7 milljarða króna. ■ Glæsisnekkjan Nordic Princess er á meðal þeirra eigna sem bank- inn eignast. Hún er 35 metra löng og smíðuð árið 2007. Áætlað verð hennar þá var 1,5 milljarðar króna. ■ Aðrar eignir eru tengdar iðn- görðum og fasteignaþróunar- verkefnum. Velta þeirra nam tíu milljörðum evra, jafnvirði 1,7 milljarða króna, í fyrra. ■ Í Danmörku eru þrjú hótel, þar á meðal D‘Angleterre og fimm þotur einkaþotuleigunnar IceJet. ■ Matvælafyrirtækið Háme á Tékklandi er ekki inni í yfirtökunni enda undir öðru félagi. Nokkrar eignir Nordic Partners LÖGREGLUMÁL Rannsókn á íkveikj- unni í Laugarásvídeói í ágústlok í fyrra lauk fyrir nokkru án þess að nokkur hefði verið handtekinn. Málinu verður þó haldið opnu ef nýjar upplýsingar skyldu berast. Myndbandaleigan og húsnæði hennar skemmdust mikið í brun- anum. Myndskeið úr öryggis- myndavél sýndi brennuvarginn, mann með derhúfu og tagl, aka að leigunni á hvítum jepplingi og kasta einhverju inn um bréfa- lúguna. Leit að manninum bar engan árangur þrátt fyrir ítarlega rannsókn. - sh Rannsókn á brunanum í Laugarásvídeói hætt í bili: Íkveikjan enn óupplýst LAUGARÁSVÍDEÓ Eigandinn hefur opnað leiguna að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.