Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 28
28 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Björg Sigurvinsdóttir skrifar um barn-
vænt samfélag
Árið 2009 vakti skólamálanefnd Félags leikskólakennara athygli á barnvænu
samfélagi meðal annars með skrifum
í dagblöð og í rit kennarasamtakanna,
Skólavörðuna. Þetta málefni var sett á
starfsáætlun félagsins og segja má að það
hafi náð hápunkti með málþingi um barn-
vænt samfélag sem haldið var í samstarfi við Sam-
tök atvinnulífsins og Heimili og skóla í nóvember
síðastliðnum. Tilgangur og markmið með málþing-
inu var að skapa tækifæri fyrir hagsmunaaðila til
að ræða um barnvænt samfélag út frá ólíkum sjón-
arhornum. Til að ná því markmiði voru fengnir
framsögumenn úr röðum ólíkra hópa auk þess sem
málþingsgestum var gefið tækifæri til að ræða
saman í málstofum um mismunandi viðfangsefni.
Framsöguerindin voru mjög fróðleg og áhuga-
verð. Mismunandi áherslur komu fram hjá frum-
mælendum eins og vænta mátti. Fram komu
vangaveltur um lengd vinnuvikunnar og að ýmsar
rannsóknir bendi til þess að framleiðni minnki
ekki þótt vinnutími styttist aðeins. Lengd vinnu-
tíma hefur áhrif á tímann sem foreldrar eiga með
börnum sínum og sjónum var beint að hver væri
æskileg lengd leikskóladvalar. Rætt var um að
leikskólar starfa almennt eftir þeirri hugmynda-
fræði að börn læri best í gegnum leik og skapandi
starf og því yrði að viðhalda til að tryggja að
starfið mætti þörfum barna, ásamt því að leikskól-
inn starfi alltaf í nánum tengslum við umhverfið
og foreldra. Velt var vöngum yfir því hvort Íslend-
ingar gætu státað af barnvænu samfélagi og að
mjög mikilvægt væri að verja af öllum mætti það
góða, sem vissulega væri fjölmargt, sem gert
hefur verið síðustu misseri og ár. Lögð var áhersla
á að allir í samfélaginu taki ábyrgð á börnunum og
velferð þeirra.
Málþingsgestir sem töldu 137 unnu í fimm mál-
stofum og kynntu hóparnir niðurstöður sínar
á málþinginu. Hjá öllum hópum mátti greina
áhyggjutón þess efnis að foreldrar hefðu ekki
nægan tíma til viðveru með ungum börnum
sínum. Það þyrfti að hlusta á rannsóknir,
m.a. rannsóknir sem gerðar hafa verið í
sambandi við ung börn og tengslamynd-
un. Það væri mikilvægt að gefa kost á
sveigjanleika og að stytta vinnutímann
almennt í þjóðfélaginu. Það myndi auð-
velda margt í skipulagi barnafólks við að
samræma vinnu og fjölskyldulíf. Einnig
væri æskilegt að lengja fæðingarorlofið
og var litið til Svíþjóðar í því sambandi en
þar er orlofið allt að 18 mánuðir. Bent var
á að víða á Norðurlöndunum er samspil
milli vinnu foreldra utan heimilis og lengdar dval-
artíma í leikskóla. Fram kom að foreldrar mættu
vera sterkari þrýstihópur um hagsmuni barna
sinna. Því var fagnað að ný lög um leikskóla gera
ráð fyrir tilkomu foreldraráða, en með því skapast
tækifæri til að efla aðkomu foreldra að starfinu í
leikskólum og fá fram þeirra sjónarmið, þarfir og
áherslur.
Ljóst má vera þegar dregnir eru saman helstu
punktar sem komu fram á málþinginu að það er
kallað eftir ákveðnum samfélagsbreytingum. Ekki
má þó gleyma þeirri jákvæðu umræðu sem fram
kom, eins og því frelsi sem við búum við á Íslandi,
sem Íslendingar sem hafa búið erlendis dásama
gjarnan. Hér er margt mjög jákvætt og má þar
t.d. nefna öryggið í umhverfinu og aðgengi allra að
góðum leikskólum. Í stuttri blaðagrein sem þess-
ari er engin leið að allt komi fram sem fram fór á
málþinginu en á slóðinni http://fl.ki.is/pages/1882/
NewsID/1862 má finna samantekt frá umræðu-
hópunum þar sem hægt er að kynna sér málefnið
betur.
Málþingið var vel sótt en hópurinn sem mætti
var frekar einsleitur. Þörf er fyrir miklu víðtæk-
ari umræðu og að henni þurfa foreldrar, atvinnu-
lífið, samtök launafólks og stjórnvöld að koma. Ef
allir taka höndum saman, má leiða að því líkum,
að þá takist enn betra og farsælla samstarf allra
aðila sem væri börnum þessa lands til heilla. Ég
hvet þig, lesandi góður, til að láta skoðun þína í ljós
með greinaskrifum eða á öðrum þeim vettvangi
sem málaflokkurinn á heima.
Höfundur er leikskólastjóri og nefndarmaður í
skólamálanefnd FL.
Hverjir eru málsvarar barna?
BJÖRG
SIGURVINSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Eyjólfur Þorkelsson
skrifar um vaktakerfi á
Landspítalanum
Fyrst i apr í l kom snemma þetta árið sé
tekið mið af Mogganum
20. mars. A.m.k. eru við-
brögð Bjarnar Zoëga, for-
stjóra LSH, við ábend-
ingum almennra lækna varðandi
umbyltingu vaktakerfis okkar,
brandarakennd svo ekki sé fastar
að orði kveðið. Umbyltingu sem á
að knýja fram þrátt fyrir hörð mót-
mæli lækna. Umbyltingu þar sem
öryggi og þjónusta við sjúklinga er
lögð undir.
Öllu tali um samráð vísa ég til
föðurhúsanna. Hvenær hefur það
talist samráð að boða breytingar,
kynna þær seint og illa til stétt-
ar- og fagfélags, svara gagnrýni
engu eða með skætingi og lýsa
svo yfir að þeir sem ekki kokgleypi
katastrófuna geti sagt upp? Hug-
myndir LSH um samráð eru því
afar „Orwellskar“; fasískar hefði
einhver sagt.
Í hnotskurn snúast breytingarn-
ar um að vinnutími okkar er auk-
inn um 4-6 vikur á ársgrundvelli
án launauppbótar. Raunar var ekki
á vinnutímann bætandi því víða
var hann á mörkunum skv. lögum
um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum. Vissulega
væri grátbroslegt að stærsta heil-
brigðisstofnun þjóðarinnar bryti
lög sem skv. fyrstu grein eiga að
tryggja heilsusamlegt starfsum-
hverfi! En gangi finngálkn for-
stjórans eftir þýðir það t.d. hátt í
60 klst. meðalvinnuviku almennra
lækna á kvenna- og barna-
sviði. Þeirra lækna sem
sinna þunguðum og fæð-
andi konum og veikum
börnum. Er ástæða til að
óttast slíkt?
Rannsóknir á starfsað-
stæðum lækna og tengsl-
um við gæði þjónustunnar
og öryggi sjúklinga sýna
að þreyta eykur hættu á
læknamistökum. Að auki
vaxa vitræn glöp, svo
sem tíðari mistök eða slys, sem
og minnkuð afköst, í nær línulegu
samhengi við fjölda nátta án nægj-
anlegs svefns. Þá er þess ógetið að
fyrirhugaðar breytingar fjölga
vaktaskiptum sem eykur hættu
á meðferðar- eða greiningartöf,
auk þess sem meiri líkur eru á að
dýrmætar upplýsingar misfarist.
En forstjórinn vísar gagnrýni
og áhyggjum á bug. Honum „dytti
aldrei í hug að gera breytingu sem
stefndi öryggi sjúklinga í hættu“.
Almennir læknar eru vinnusam-
ir og samviskusamir. Til okkar eru
gerðar kröfur um framúrskarandi
þekkingu, skjóta og góða þjón-
ustu, líkn og lækningu á erfiðum
tímum í lífi fólks. En við erum líka
mannleg.
Við erum Íslendingar í kreppu,
nýkomin úr námi að reyna að
standa skil á námslánum og hús-
næði. Við erum ungt fólk, mörg
með nýstofnaða fjölskyldu. Og
okkur er annt um sjúklingana
okkar.
Þess vegna ríður nú á að fjöl-
miðlar og almenningur allur standi
vaktina með almennum læknum
áður en brandaragleði forstjórans
hleypir LSH í bál og brand.
Höfundur er læknir.
Brandspítali Íslands?
EYJÓLFUR
ÞORKELSSON
www.penninn.is | pontun@penninn.is
Mikið úrval af pappír í öllum stærðum og gerðum.
Fínn pappír til að prenta út fermingarboðskort.
*Tilboðið gildir til 1. apríl nk.
Canon PIXMA prentarar nota FINE prenthaus sem er hannaður til
að vinna með ekta Canon blek og ljósmyndapappír.
Notaðu ekta Canon blek
- til að fá ljósmyndir sem endast ævilangt
- til að ná hámarks líftíma á prenthausnum
- til að fá nákvæma og fallega liti
Notaðu ekta Canon ljósmyndapappír
- til að lengja líftíma ljósmynda
- til að fá ljósmyndaútprentanir sem þorna strax
- til að fá fullkominn glans
20% afsláttur af Canon pappír í verslunum Pennans*
Prentaðu út myndirnar
í öllum stærðum með
bleki og pappír
Verið velkomin í verslanir Pennans: Hallarmúla 2, Hafnarstræti 93 Akureyri, Strandgötu 31 Hafnarfirði, Sólvallagötu 2 Keflavík,
Dalbraut 1 Akranesi, Hafnarstræti Ísafirði og Strandvegi 54 Vestmannaeyjum. Sími 540 2000