Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 25.03.2010, Qupperneq 54
38 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í ár eru 30 ár liðin frá því að íslenska pönkið kom upp á yfirborðið með tónlistarsprengjunni sem oft er kennd við Rokk í Reykjavík. Hljóm- sveitir eins og Fræbbblarnir og Snillingarnir höfðu verið starfandi í einhvern tíma, en það var ekki fyrr en vorið 1980 sem þessi nýja rokk- bylgja fór að vekja athygli að ráði. Tónleikarnir Heilbrigð æska sem haldnir voru í Kópavogsbíói 12. apríl 1980, þar sem Fræbbblarnir, Utangarðsmenn, Colossus og Dor- dinglar spiluðu, mörkuðu tímamót og á næstu misserum spruttu nýjar hljómsveitir upp eins og gorkúlur. Næsta laugardag verða haldnir tónleikar á Amsterdam þar sem margir af tónlistarmönnum 1980- senunnar koma saman og spila lög frá þessum tíma. Þarna verða meðal annars meðlimir úr Fræbb- blunum, Snillingunum, Taugadeild- inni, Tappa Tíkarrassi og Von- brigðum og á dagskránni verða lög eftir hljómsveitir eins og Sex Pistols, Clash, Jam, Buzzcocks, Under- tones, Stranglers, Stiff Little Fingers, Television, Sham 69, Blondie, Ruts og Magazine. Þetta er þriðja árið í röð sem pönk-hátíð af þessu tagi er haldin í Reykjavík, en síðustu tvö ár fór gleðin fram á Grand rokk og tókst í bæði skiptin mjög vel. Uppbyggingin á Punk 2010 verður svipuð og áður, en lögin verða fleiri, einhverjir tónlistarmenn hafa bæst í hópinn og svo verða nokk- ur íslensk lög frá þessum tíma líka flutt. Þessi árlegi viðburður hefur þróast í að verða eins konar árshátíð pönksenunnar og meirihluti tón- leikagesta er kunnugleg andlit frá tónleikum í Kópavogsbíói, Borginni og Hafnarbíói. Nýársböll 68-kynslóðarinnar nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Nú er röðin komin að pönk-kynslóðinni. Svona líður tíminn. Áður en maður veit af verður krútt-kynslóðin farin að hittast árlega til að telja í gömlu smellina á einhverri búllunni … Árshátíð pönksenunnar PUNK 2010 Meðlimir úr Fræbbblunum, Snillingunum (á mynd) og Tappa Tíkar- rassi verða á meðal þeirra sem troða upp á laugardaginn. > Plata vikunnar Jón Tryggvi – Silkimjúk er syndin ★★★ „Vel heppnuð frumraun hjá Jóni Tryggva. Þægilegt kassagítarpopp með ágætum íslenskum textum.“ FB > Í SPILARANUM Plants And Animals - La La Land Stafrænn Hákon - Sanitas Ellie Goulding - Lights Kasper Björke - Standing On Top Of Utopia Goldfrapp - Head First PLANTS AND ANIMALS GOLDFRAPP „Þessi árgangur er ágætur. Þetta er fjölbreytt í ár og meira af „ekki-rokk-böndum“ en vanalega. Maður finnur að það er að koma inn þessi breska folk-bylgja í anda The XX, sem sló í gegn í fyrra,“ segir Kristján Kristjánsson, Kiddi Rokk hjá Smekk- leysu, sem er í dómnefnd Músíktilrauna í sautjánda skipti í ár. Ellefu hljómsveitir eru komnar í úrslit og munu keppa á laugardaginn. Þetta eru hljómsveitirnar Husband (sýrutengt draumrokkpoppdjass frá Hafn- arfirði), Vulgate (rokkband frá Kópavogi), Hydrop- hobic Starfish (rokkpopp frá Kefla- og Reykjavík), Snjólugt (poppað síðrokk frá Álftanesi), Feeling Blue (rafrokk frá tölvu- og gítardúett), The Assass- in of a beautiful brunette (rokkband frá Selfossi), Fimbulþul (proggmetall frá Akureyri), Of monsters and men (draumkennt þjóðlagapopp frá Keflavík og Garðabæ), Dólgarnir (ungir rokkstrákar frá Vest- mannaeyjum), Lucky Bob (nýstofnað indírokkband í ljúfari kantinum) og GÁVA (melódískt rokk með 15 ára fólki úr Háteigsskóla). Sveitirnar munu berjast til úrslita með tvö frum- samin lög hver á úrslitakvöldinu, sem verður haldið í Hafnarhúsinu á laugardaginn. Stuðið hefst kl. 17 og það kostar þúsund krónur inn. - drg Ellefu bönd í úrslit Músíktilrauna HLJÓMSVEITIN GÁVA Ein þeirra ellefu sem eru komnar í úrslit Músiktilrauna. Bandaríska rokksveitin Kings of Leon heldur áfram að gera það gott í Bretlandi. Strákarnir frá Nashville hafa löng- um notið mikilla vinsælda þar í landi og það sést vel á nýbirtum tölum yfir raf- ræna plötusölu. Only By the Night, fjórða plata sveitarinnar sem kom út í september árið 2008, hefur selst í 250 þúsund eintök- um á Netinu í Bretlandi. Það gerir hana að sölu- hæstu plötunni á rafrænu formi frá upphafi. Lady GaGa er önnur í röðinni en hún hefur ekki enn rofið 200 þúsund ein- taka múrinn. Florence and the Machine er í þriðja sæti með plötuna Lungs. Þrátt fyrir að vera sölu- hæsta sveitin á Netinu í Bretlandi hefur bróður- partur platna Kings of Leon selst upp á gamla mátann. 2,4 milljónir ein- taka hafa selst af Only By the Night þar í landi. Það er ríflega þriðjungur af heildarsölu plötunnar um allan heim. Kóngar á alnetinu KINGS OF LEON Nashville-strákarnir sem Bretarnir dá. Dúettinn MGMT sló í gegn árið 2007 með plötunni Oracular Spectacular. Þar var sleginn ferskur og poppaður tónn sem nú er tekinn og afmyndaður á nýrri plötu, Congratula - tions. Platan er sett á útgáfudag 13. apríl, en má þegar heyra víða á Netinu. Það voru popplög eins og Kids og Time to pretend á Oracular Spect- acular, sem vöktu athygli á bandinu og urðu til þess að það sló í gegn. Nú virðast sem MGMT-meðlim- irnir Andrew Van Wyngarden og Ben Goldwasser hafi snúið baki við poppsmellagerð. Þess í stað hvetja þeir útvarpsfólk og almenna hlust- endur til að spila þau lög sem æpa hæst á þá á plötunni. Speisuð sýra Congratulations er mikið ævintýra- land þar sem uppskriftinni „erindi, millikafli, viðlag“ er hent og gríðar- legt frjálsræði tekið upp í staðinn. Í einu og sama laginu eru margir kaflar sem líða áfram í beit. Platan inniheldur níu lög þar sem áhrif frá gamalli sækadelíu og útúrspeisuðu geimrokki eru greinileg. Enda ekki nema von því Peter Kember, Sonic Boom úr sýrurokkbandinu Spacem- en 3, er titlaður gúrú og pródúser plötunnar. Það er greinlegt að músík frá sjöunda og áttunda áratugnum með sveitum eins og Pink Floyd, The Zombies, T. Rex, The Kinks og fleirum hefur áhrif. Að auki segja meðlimir MGMT að platan sé undir áhrifum frá surf-tónlist. Þeir syngja óð til Brians Eno, annan til Dans Treacy úr ensku pönkhljómsveitinni Television Personalities og svo er þarna hið ósungna lag Lady Dada‘s Nightmare, sem er óður til kynlífs með Lady Gaga. Verandi frægir fyrir hnyttna poppsmelli er það vitaskuld djarfur leikur að svissa alveg yfir í tyrfið og sýrt gáfumannarokk. Þessi plata mun áreiðanlega ekki auka vinsæld- ir bandsins, en poppnördar fá mikið fyrir sinn snúð. Lengsta lagið, Siber- ian break, er meira en 12 mínútur, byrjar sem mjúkrokklumma frá áttunda áratugnum, en endar sem hljóðspor við tímaferðalag. Eins og ringulreið Það má jafnvel ganga svo langt að segja að bandið geri í því að tapa vinsældum sínum. „Platan er svar við frægðinni og framan- um,“ sagði Andrew Van Wyngar- den nýlega í viðtali við MTV. „Hún er afrakstur þess hugarfars sem var ríkjandi á meðan við túruðum í átján mánuði. Þessi tími var eins og hvirfilbylur, við vissum eigin- lega ekkert hvað var í gangi, svo lögin sem við sömdum bera þess merki. Þau fara um víðan völl, eru eins og ringulreið. Platan fjallar um það að missa vitið, að vera alveg útkeyrður og það þegar allt er að detta í sundur.“ Hann bætir við að viðtökurnar við plötunni séu mjög blendnar, annaðhvort elski fólk plötuna eða hati. „Við héldum bara áfram að púsla henni saman. Við vorum paranojaðir á löngum tímabilum. Í þessum bransa er mikið um jáfólk, sem segir þér að allt sem þú gerir sé frábært. Ég held að þess vegna geri margir svona lélegar plötur, út af öllu þessu jáfólki. Við vitum eiginlega ekki sjálfir hvort þessi plata sé góð eða vond!“ drgunni@frettabladid.ist UPPGJÖR VIÐ FRÆGÐINA MGMT – ANDREW OG BEN Gera í því að tapa vinsældum með nýju plötunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.