Fréttablaðið - 25.03.2010, Side 61

Fréttablaðið - 25.03.2010, Side 61
FIMMTUDAGUR 25. mars 2010 45 Kvikmyndir ★ Daybreakers Leikstjórar: Michael Spierig og Peter Spierig Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Sam Neill, Willem Dafoe Vampírur eru ódrepandi. Þær hafa lifað góðu lífi í þjóðsögum í gegn- um aldirnar og hafa haldið vin- sældum sínum í poppkúltúrnum frá því Bram Stoker kynnti Dracula til leiks árið 1897. Blóðugurnar eru á enn einu blómaskeiðinu þessi miss- erin með gríðarlegum vinsældum Twilight-bókanna og bíómyndum gerðum eftir þeim og bókunum um Sookie Stackhouse og sjónvarps- þáttunum True Blood sem byggja á þeim bókum. Í Daybreakers hafa vampírurn- ar lagt heiminn undir sig en þessi mynd er þó blóðsugum að öðru leyti til lítils sóma. Tíu árum eftir að vampírisminn varð að heimsfar- aldri standa blóðsugurnar frammi fyrir næringarskorti. Þær eru nán- ast búnar að drekka úr öllu fólki á jörðinni og þær fáu manneskjur sem eftir eru eru eltar uppi og blóð- inu tappað af þeim í einhvers konar mjólkurbúi sem rekið er af vondri vampíru sem Sam Neill leikur. Ethan Hawke er hins vegar góð blóðsuga sem er ósátt við eðli sitt og starfar hjá Neill við að búa til gerviblóð til þess að leysa hungur- sneyðina. Hawke kemst svo óvænt í kynni við lítinn andspyrnuhóp sem telur sig hafa fundið lækn- ingu við vampírismanum. Willem Dafoe fer fyrir þessu liði og hann er ekki lengi að fá vampíruna til liðs við sig en Sam Neill og félagar ætla aldeilis ekki að leyfa þeim að lækna vampírismann enda er sala og dreifing blóðs góður bisness. Grunnhugmyndin að myndinni er ekki algalin en úrvinnslan er frek- ar dapurleg. Vampírurnar eru hér sviptar öllum þeim sjarma sem ein- kennir fyrirbærið, aðallega vegna þess að það fer vampírum ákaflega illa að vera í meirihluta. Þær eiga að vera svolítið einar og einmana í myrkrinu. Það er svo rómó. Myndin er líka ansi lengi í gang og er eiginlega hvorki spennu- né hryllingsmynd og maður þarf eig- inlega að berjast við svefninn fram að hléi. Maðurinn sem sat fyrir aftan mig tapaði þeirri baráttu og hraut hátt. Willem Dafoe og Sam Neill eru fínir í hlutverkum sínum að vanda enda toppmenn. Þeir eru hins vegar aldrei trygging fyrir gæðum bíómynda þar sem þeir hafa löngum verið ófeimn- ir við að taka að sér hlutverk í alls konar rusli. Ethan Hawke er svo jafn blæbrigðalaus og flat- ur og venjulega þannig að þessi blóðlitla vampírumynd á aldrei sjéns. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Máttlaus blóðsugumynd sem nær hvorki upp almennilegri spennu né hrolli en tekst ágætlega að svipta vampírurnar öllum sínum sjarma sem hefur tryggt þeim enda- lausar vinsældir í bíó og bókum. Bitlausar blóðsugur „Án þess að við séum einhver lúxusdýr var þægilegt að láta fara vel um sig í smástund,“ segir Eyþór Gunnarsson, hljóm- borðsleikari Mezzoforte. Eyþór og félagar hans, Óskar Guðjónsson og Jóhann Ásmunds- son, duttu í lukkupottinn á Kast- rup-flugvelli í Kaup- mannahöfn á leið sinni til Ungverjalands þar sem þeir héldu tónleika síðasta föstudag. Sænskur starfsmað- ur á flugvellinum varð uppnum- inn er hann sá þá félaga og hik- aði ekki við að koma þeim fyrir á Business Class þeim að kostn- aðarlausu. „Hann var á horfa á DVD-diskinn með okkur um morguninn. Kollegi hans sagð- ist reyndar eiga DVD-disk með okkur líka,“ segir Eyþór og brosir að þessu öllu saman. „Við vorum ekkert að falast eftir þessu en þeir færðu okkur upp alveg óumbeðnir. Þetta voru þægilegri sæti en þetta var svo sem bara einn og hálfur tími þetta flug.“ Í þakkarskyni fengu aðdáendurnir eiginhandaráritan- ir frá Mezzoforte-þremenningun- um á brottfararspjöldin þeirra. Tónleikarnir í Ungverja- landi gengu mjög vel þar sem Mezzoforte spilaði fyrir troð- fullu 750 manna húsi. Næst spil- ar sveitin í Berlín á mánudag- inn og því næst er ferðinni heitið til Suður-Afríku. Þar spilar sveitin á tvennum tónleikum á stórri djasshátíð, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Meðfram tón- leikahaldi er Mezzoforte að und- irbúa sína næstu plötu sem er væntanleg í haust og stóðu upp- tökur yfir í Köln í Þýskalandi fyrir skömmu með þarlendum gítarleikara. Tónleikar í Vladi- vostok í Rússlandi hafa meðal annars verið bókaðir til að fylgja henni eftir. Eyþór viðurkennir að uppákom- an á Kastrup flugvelli hafi verið óvænt ánægja. Hann segir þá ekki lenda oft í því núorðið að aðdá- endur spjalli við þá á erlendum flugvöllum. „En við eigum mjög trygga aðdáendur víða um heim. Það ætlar einn að koma til Berl- ínar frá Englandi og einhverjir ætla að keyra 1.100 kílómetra frá Ítalíu. Við eigum aðdáendur af ýmsu tagi sem eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig.“ - fb Dekrað við Mezzo- fortemenn á Kastrup MEZZOFORTE Þrír meðlimir Mezzoforte fengu góðar móttökur á Kastrup-flug- velli í Kaupmannahöfn. airgreenland.com Fetaðu í fótspor Eiríks rauða á Grænlandi Uppgötvaðu Grænland. Skelltu þér í rannsóknarleiðangur um rústir Hvalseyjarkirkju, Bröttuhlíðar og Garða á hinu stórbrotna og fallega Suður Grænlandi. Þú getur siglt milli bæja um fagra firði þar sem ísjakar fljóta um. Þú hefur val um að búa á hóteli í bænum eða feta fjallastíga og gista í heimagistingu fjárhirða. FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NARSARSUAQ, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS 22.844,- ISK* Skattar og gjöld innifalin. *955 DKK. Miðað við VISA kortagengi 16.03.10: 23.92 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.