Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 11

Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 11
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 11 Grundarfjörður á réttri leið Eftirlitsnefnd sveitarfélaga mun ekki aðhafast frekar vegna fjárhagslegrar stöðu Grundarfjarðar. Nefndin telur skuldirnar þó of miklar en aðhalds- aðgerðir hafi borið árangur. SVEITARSTJÓRNARMÁL GROUP SAMGÖNGUR Strætó bs. hefur birt útreikninga sem sýna að taki fólk strætó til og frá vinnu eða skóla, megi spara um 150 þúsund krónur á ári. Þar er miðað við að áfangastaðurinn sé innan við tíu mínútur frá heimili. Útreikning- arnir byggja á upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Næsta hálfa árið munu öll gild- istímakort hjá Strætó, sem keypt eru á vefnum, gilda í þriðjungi lengri tíma en ella. Þannig munu 30 daga kort gilda í 40 daga, 90 daga í 120 daga og 9 mánaða kort í tólf mánuði. Eins og áður segir á þetta bara við um kort sem keypt eru á vefnum. Í tilkynningu frá Strætó segir Reynir Jónsson framkvæmda- stjóri að samkvæmt talningum hafi farþegum fjölgað miðað við sama tíma í fyrra. - kóp Ódýrari strætókort á Netinu: Spara á því að taka strætó LEIÐ 6 Strætó bs. segir að taki fólk vagninn til og frá vinnu megi spara 150 þúsund krónur á ári. STJÓRNMÁL Innan Samfylkingar- innar hefur þess verið krafist að allir þeir sem sátu á Alþingi fram að hruni 2008 segi af sér. Ekki er óhugsandi að þetta sé réttmæt krafa og nauðsynlegt sé að verða við henni. Svo segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ef störf umbótanefndarinn- ar leiða til þeirrar niðurstöðu að menn hafi brugðist á þessum tíma, þá hljóta allir að fara,“ segir hún og vísar til nýskipaðrar sextán manna nefndar, sem er meðal annarra stýrt af Jóni Ólafssyni heimspekingi. Nefndin á að „leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu, innri starfs- hætti og ábyrgð Samfylkingar- innar í aðdrag- anda banka- hrunsins“. Steinunn bendir á það að Samfylkingin sem flokkur þurfi að horfast í augu við fortíð sína og þær ákvarðanir sem teknar voru. „Samfylkingin sem flokkur ákvað að standa fyrir gal- opnum prófkjörum 2006 og var sem flokkur afskaplega ánægð með hversu mikið var auglýst í þeim, því það auglýsti flokk- inn um leið. Það er þessi sam- eiginlega ábyrgð flokksins sem ég er að kalla eftir,“ segir Stein- unn Valdís. Sjálf hafi hún allt- af verið andsnúin opnum próf- kjörum, enda séu þau ekki holl stjórnmálasamtökum. Steinunn hefur sjálf verið gagn- rýnd fyrir að hafa safnað miklu fé í prófkjörsbaráttu sinni árið 2006 og fólk hefur safnast saman við heimili hennar til að krefjast þess að hún segi af sér. „Ég hef ekkert að fela. Ég skilaði þessu bókhaldi árið 2007 á minni eigin kennitölu til skattsins, sem þótti mjög skrít- ið á þeim tíma. Ég skilaði öllum fylgiskjölunum og skatturinn fór yfir hverja einustu kvittun án athugasemda. Nú er svo komið að fólk telur sig þess umkomið að tala um mútugreiðslur, að ég hafi stungið þessum peningum í eigin vasa,“ segir Steinunn Valdís. Henni þætti rétt að fleiri fram- bjóðendur opnuðu bókhald sitt. - kóþ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á aðra að opna bókhaldið: Allir þingmenn frá 2008 kunni að víkja STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR FRAKKLAND Frönsk kona var nýlega sektuð um 22 evrur (jafn- virði tæpra 3.800 króna) fyrir að aka með höfuðblæju. Taldi lögregla að blæjan byrgði henni fulla sýn í umferðinni. Málið hefur vakið athygli en Sarkozy Frakklandsforseti vill að notkun höfuðblæju verði bönnuð. Slíkt bann var samþykkt í Belgíu á dögunum. Lögmaður konunnar gagnrýnir framgöngu lögreglunnar og bend- ir á að konan hafi ekið óáreitt í níu ár með blæjuna. Málið lykti því af pólitík. Segir hann að ef höfuð- blæja múslimskra kvenna teljist byrgja þeim sýn hljóti hið sama að eiga við um höfuðbúnað nunna og hjálma mótorhjólafólks. - bþs Höfuðblæja talin byrgja sýn: Sektuð fyrir að aka með blæju STJÓRNSÝSLA Breytingar hafa verið gerðar á starfshópi um skattkerfið í kjölfar ábendinga um að skipan hans uppfyllti ekki ákvæði jafn- réttislaga um jöfn hlutföll kynja. Ráðherrar félagsmála og sam- göngu- og sveitarstjórnarmála endurnýjuðu tilnefningar sínar; drógu karla út úr hópnum og til- nefndu konur í staðinn. Í sex manna starfshópnum eru nú þrjár konur og þrír karlar. Maríanna Jónasdóttir, fulltrúi fjármálaráðherra, er formaður hópsins. - bþs Jafnréttissjónarmiðum mætt: Tveir karlar út tvær konur inn Leita aldraðs ræningja Lögreglan í Kaliforníu í Bandaríkj- unum leitar nú bankaræningja sem talinn er hafa rænt sjö banka í San Diego á undanförnum misserum. Bankaræninginn er talinn vera á áttræðisaldri en myndir úr öryggis- myndavélum sýna að hann fer sér að engu óðslega í ránunum. BANDRÍKIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.