Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 10
10 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR MENNTAMÁL Engidalsskóli og Víði- staðaskóli í Norðurbæ Hafnar- fjarðar verða sameinaðir í eina skólastofnun undir stjórn eins skólastjóra frá 1. ágúst í sumar. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Þá var eftirfarandi tillaga fræðsluráðs samþykkt í bæjar- stjórn. „Fræðsluráð samþykkir að fela sviðsstjóra að láta fram- kvæma úttekt á mögulegri nýt- ingu hluta húsnæðis Engidals- skóla fyrir leikskóla og meta kostnað sem slíku fylgir. Sérstak- lega skal kannað hvort hagkvæmt sé að flytja leikskólann Álfaberg í húsnæðið og auka við starfsemi hans.“ Fulltrúi Vinstri grænna í fræðsluráði benti á að hagræðing- artillagan snerti hvorki Barnaskóla Hjallastefnunnar né leikskólanna í bæjarhlutanum þótt starfsnefnd hafi hvatt bæjaryfirvöld til þess að hefja viðræður við Hjallastefnuna í hagræðingarskyni. Fræðsluráð samþykkti hins vegar að taka upp viðræður við Hjallastefnuna um endurskoðun samninga með hagræðingu fyrir bæjarfélagið að markmiði. - gar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir áætlun um hagræðingu í Norðurbænum: Tveir grunnskólar verða sameinaðir Í ENGIDALSSKÓLA Næsta sumar verður Engidalsskóli í Hafnarfirði sameinaður Víði- staðaskóla. MYND/JANA 1 Hvað varð til þess að forsætisráðherra Belgíu baðst lausnar? 2 Hvern hitti Anna Mjöll Ólafs- dóttir á veitingastað í Honolulu á dögunum? 3 Hver er formaður stjórnar nýs félags um Sparisjóð Kefla- víkur. SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 Hafðu samband sími Ert þú í Vildarþjónustu Arion banka? Arion banka arionbanki.is ávinning á FRÉTTASKÝRING Næst friður um hvalveiðar? Tillaga formanns og varaformanns Alþjóðahvalveiðiráðsins um breytt fyrirkomulag hvalveiðibanns fyrir næstu tíu árin er sett fram í þeirri von að hún nægi til að stilla til frið- ar innan ráðsins, þannig að bæði hvalveiðiþjóðir og andstæðingar hvalveiða megi vel við una. Allt hefur verið í uppnámi í ráð- inu árum saman og útlit fyrir að Ísland og jafnvel fleiri hvalveiði- þjóðir segi sig úr ráðinu, þannig að það verði í raun nánast valdalaus stofnun. Tillagan felur það í sér að Ísland fær heimild til að veiða 80 lang- reyðar og 80 hrefnur á ári næstu tíu árin. Samkvæmt tillögunni þurfa Jap- anar að draga verulega úr hval- veiðum sínum, en fá þó heimild til að veiða 400 hrefnur árlega næstu fimm árin, en 200 á ári eftir það. Þeir hafa veitt sjö til átta hundruð hrefnur árlega undanfarin ár. Í sjálfu sér er þetta ekki svo slæm útkoma fyrir íslenska hval- veiðimenn, því þótt Íslending- ar hafi farið fram á að veiða 120 langreyðar og 80 hrefnur á fundi í janúar, þá kom fram á þeim fundi gagntillaga frá Bandaríkj- unum, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð og fleiri ríkjum um að Íslendingar fengju að veiða 60 langreyðar og 60 hrefnur. Frá sjónarhóli hvalveiði- manna á Íslandi er þó öllu verri sú hugmynd, sem nefnd er í til- lögunni, að ráðið banni öll milli- ríkjaviðskipti með hvalkjöt. Sú hugmynd er að vísu innan horn- klofa, sem þýðir að hún er einung- is lögð fram til umræðu án þess vera eiginlegur hluti af tillögu formannanna. Það að þessi hugmynd sé engu að síður höfð með, bendir þó til þess að verulegur þrýstingur sé á að þetta nái fram að ganga. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins munu Bandaríkin hafa beitt sér mjög fyrir þessu, en í reynd myndi þetta þýða að hvalveiðar á Ísland misstu grundvöll sinn, því án útflutnings eru tekjumöguleikar litlir. Verði tillagan samþykkt á fundi ráðsins í júní verður alþjóðlega hvalveiðibannið, sem verið hefur við lýði í aldarfjórðung, í reynd numið úr gildi, í það minnsta hvað snertir hvalveiðiríkin Ísland, Noreg og Japan. Allar undanþág- ur til vísindaveiða eða möguleik- ar á andmælum verða úr sög- unni, en í staðinn mega þau ríki, sem nú þegar veiða hvali, stunda takmarkaðar veiðar í söluskyni. Andstæðingar hvalveiða hafa gagnrýnt þessar tillögur harð- lega. Þeir segja að í reynd sé verið að leyfa veiðar, sem hafi verið ólöglegar. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill taka sér tíma til að skoða þessar tillög- ur áður en svar verður gefið um afstöðu Íslands til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Veiðibannið í endurskoðun Bann við milliríkjaviðskiptum með hvalkjöt enn til skoðunar í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Jón Bjarnason ráðherra tekur sér tíma til að skoða tillögurnar. HVALVEIÐAR Nýjar tillögur um fyrirkomulag hvalveiðibanns verða ræddar á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Marokkó í júní. NORDICPHOTOS/AFP A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.