Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 4
4 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR DÓMUR Árni M. Mathiesen, fyrr- verandi fjármálaráðherra, fór ekki að lögum þegar hann, sem settur dómsmálaráðherra, skipaði Þor- stein Davíðsson dómara við Héraðs- dóm Norðurlands eystra í desember 2007. Sú ákvörðun var tekin með saknæmum og ólögmætum hætti, segir Héraðsdómur Reykjavíkur. Árni fór: „langt út fyrir heimildir sínar með embættisveitingunni“. Samkvæmt niðurstöðu dóms- ins eiga Árni og íslenska ríkið að greiða umsækjanda sem gengið var fram hjá 3,5 milljónir króna í miskabætur. Guðmundur Kristj- ánsson hæstaréttarlögmaður höfð- aði málið. Hann var einn fimm umsækjenda um embættið og einn þriggja sem taldir voru hæfastir til að hljóta það, að mati sérstakr- ar matsnefndar. Þorsteinn Davíðs- son var ekki meðal þeirra hæfustu en þótti þó hæfur. Árni var sett- ur dómsmálaráðherra til að skipa í stöðuna. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra vék sæti þar sem Þor- steinn hafði verið aðstoðarmaður hans um fjögurra ára skeið. Í dómnum segir að þótt umsögn dómnefndar hafi ekki verið bind- andi fyrir Árna hafi ákvörðun hans þó verið settar skorður. „Málefnaleg sjónarmið verða að ráða ákvörðun- inni og honum ber að fara að lögum, þ.m.t. ákvæðum stjórnsýslulaga. Þá ber honum að hafa að leiðarljósi þann tilgang sem var með því að setja á stofn dómnefndina,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir héraðs- dómari, „að styrkja sjálfstæði dóm- stólanna og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir hand- höfum framkvæmdarvaldsins.“ Skipan dómara var saknæm og ólögleg Héraðsdómur hefur gert Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að greiða 3,5 milljónir í miskabætur einum þeim umsækjanda sem gengið var fram hjá þegar Þorsteinn Davíðsson var skipaður dómari í desember 2007. „Í hnotskurn er málið það að með skipan þess er fékk embættið er gengið þvert gegn vilja löggjafans, þ.e. að styrkja sjálfstæði dómstólanna og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdar- valdsins. Þetta var gert án þess að sá er fékk embættið hafi haft uppi athugasemdir við niðurstöðu dómnefndarinnar. Þá tók það stefnda, Árna, mjög stuttan tíma, að undirbúa veitingu embættisins. Ekki aflaði hann frek- ari upplýsinga eða gagna. Í ljósi menntunar sinnar og starfsreynslu verður að telja að hann hafi ekki faglega þekkingu á störfum dómstólanna.“ ÚR NIÐURSTÖÐUM HÉRAÐSDÓMS REYKJAVÍKUR. Gegn vilja löggjafans SETTUR DÓMSMÁLARÁÐHERRA Árni M. Mathiesen gekk með saknæmum og ólögmætum hætti á svig við niðurstöður lögboðinnar dómnefndar, segir héraðs- dómur. Í því fólst ólögmæt meingerð á æru og persónu Guðmundar Kristjáns- sonar, eins þeirra sem metnir höfðu verið hæfastir til þess að hljóta embættið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Eðli máls samkvæmt fylgir því álag,“ segir dómurinn, „að sækja um embætti héraðsdómara, leggja verk sín fyrir dómnefnd og fá álit henn- ar á lífsstarfi sínu. Það að stefndi, Árni, skuli með saknæmum og ólögmætum hætti ganga á svig við niðurstöður lögboðinnar dómnefnd- ar og skipa einstakling, sem flokkað- ur er tveimur hæfnisflokkum neðar en stefnandi, og með brot af starfs- reynslu stefnanda, er ólögmæt mein- gerð á æru og persónu stefnanda.“ Árni M. Mathiesen vísaði á Karl Axelsson, lögmann sinn: „Það liggur fyrir sú ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar,“ sagði Karl og vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrr en að fenginni niðurstöðu Hæstaréttar. peturg@frettabladid.is GRIKKLAND, AP George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fór í gær formlega fram á aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem á að tryggja að ríkissjóður landsins lendi ekki í greiðsluþroti á næstunni. Á hinn bóginn þurfa Grikkir að skera grimmt niður í ríkisrekstrin- um og til lengri tíma er enn óvíst um fjárhagsstöðu ríkisins. Samkvæmt áætlun sjóðsins, sem gerð var í samvinnu við ESB, eiga Grikkir að fá aðstoð næstu þrjú árin, þar af tíu milljarða evra frá sjóðnum á þessu ári og 30 milljarða evra frá aðildarríkjum evrusvæðis ESB. Áður en Grikkir fá peningana þurfa þó bæði framkvæmdastjórn ESB og evrópski seðlabankinn að veita samþykki sitt, og sömuleiðis þurfa fimmtán ríki evrusvæðisins að samþykkja aðstoðina. Papandreou, sem tók við í haust, kennir fyrri stjórn hægrimanna um kollsiglingu efnahagslífsins. „Við fengum í arf skip sem var komið að því að sökkva,“ sagði Papandreou í gær. Almenningur í Grikklandi hefur harðlega mótmælt niður- skurði stjórnarinnar, sem bitn- ar á landsmönnum öllum. Grísk verkalýðsfélög brugðust hart við boðskap forsætisráðherrans í gær og segjast ætla að herða verkfalls- aðgerðir. - gb Forsætisráðherra Grikkja fer formlega fram á fjárhagsaðstoð frá AGS og ESB: Grikkir þurfa að skera grimmt niður ÁVARP TIL ÞJÓÐAR Fólk fylgdist með ávarpi Papandreous í gærmorgun. STANGVEIÐI Fjórir menn, sem sást til við veiðar í Þorleifslæk, flúðu af hólmi úr Stöðvarhyl, einum besta veiðistað árinnar, þegar aðvífandi veiðimaður innti þá eftir veiðileyfi. Mun þetta ekki vera eina dæmið um að sést hafi til veiðiþjófa í Þorleifslæk í vor að því er segir á vef Stangaveiði- félags Reykjavíkur. „Við þær aðstæður er um að gera að spyrja einfaldlega þá sem mann grunar um græsku um að framvísa veiðileyfi. Einn veiði- maður gerði slíkt á dögunum er hann kom að fjórum stöngum við Stöðvarhyl. Sá hann undir iljarn- ar á mannskapnum þar sem þeir þustu upp í bíl og í burtu,“ segir á svfr.is. - gar Slepptu veiðileyfakaupum: Stálust til veiða í Þorleifslæk VIÐ ÞORLEIFSLÆK Í Varmá og Þorleifs- læk við Hveragerði eru miklar sjóbirt- ingsslóðir. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 23° 16° 11° 22° 22° 9° 9° 21° 17° 20° 20° 32° 10° 20° 17° 7°Á MORGUN Stíf NA-átt syðst en annars 5-10 m/s. MÁNUDAGUR 3-10 m/s en stífari syðst. 1 2 6 4 4 1 2 -2 -2 -1 0 17 8 6 7 6 5 6 5 8 13 7 4 4 1 1 2 4 4 4 2 3 ÚRKOMULÍTIÐ Í DAG en líkur á lítils háttar rigningu við suðurströndina. Allhvöss austanátt sunnanlands í dag en annars hægari. Á morgun bætir í vætuna syðra og má búast við drop- um í höfuðborg- inni. Hitinn breytist lítið um helgina en á mánudag hlýnar lítillega. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HÖRMULEG SJÓN Íbúar Bagdad leita í rústunum eftir mannskæða sprengju- árás. ÍRAK, AP Um sextíu manns létust í nokkrum sprengingum í gær í Írak. Hinir látnu eru flestir sjíar. Yfirvöld í Írak tilkynntu um dráp á tveimur yfirmönnum í Al-Kaída fyrir stuttu og eru sprengingarn- ar í gær taldar tengjast því. Tvær bílasprengjur grönduðu 25 manns og um 150 manns særð- ust. Annars staðar í landinu lét- ust 33 í svipuðum sprengingum í kringum moskur sjía. - kóþ Al-Kaída sögð myrða sjía: Um sextíu létust í sprengingum SKÁK Heimsmeistarinn Viswanat- han Anand og Búlgarinn Veselin Topalov hefja einvígi um heims- meistaratitilinn í skák í dag. Einvígið átti að hefjast í gær en vegna eldgossins í Eyjafjalla- jökli var því frestað um einn dag. Anand var staddur í Frankfurt þegar flugi var aflýst og þurfti að ferðast 2.000 kílómetra í bíl til Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, þar sem einvígið er haldið. Hann fór fram á að einvíginu yrði seinkað um þrjá daga en einn dagur var niðurstaðan. Topalov er með hvítt í fyrstu skákinni en tólf skákir verða tefldar. - pal Anand og Topalov hefja leik: Eldgos seinkaði skákeinvíginu Bauð lögreglustjóra blíðu Lögreglustjórinn í bænum Fostoria í Ohio brást skjótt við þegar vændis- kona bauð honum þjónustu þar sem hann sat í ómerktri lögreglubifreið. Hann handtók konuna, sem fékk fyrir vikið 15 daga fangelsi og 250 dala sekt. BANDARÍKIN FRAMKVÆMDIR Viðhaldskostnaður Grímseyjarferjunnar Sæfara nemur minnst þrettán milljón- um króna á þessu ári, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. Kostnaður vegna ferjunnar var 93 milljónir á síðasta ári en verð- ur 106 milljónir í ár. Almennt lækka framlög til ferjusiglinga á milli ára, í samræmi við niður- skurð í ríkisútgjöldum. Sæfari fór sína fyrstu ferð milli Grímseyjar og Dalvíkur í apríl 2008 eftir umfangsmiklar endurbætur. - bþs Grímseyjarferjan Sæfari: Viðhald fyrir 13 milljónir króna AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 23.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,9324 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,23 128,85 197,07 198,03 170,62 171,58 22,924 23,058 21,639 21,767 17,781 17,885 1,3717 1,3797 193,96 195,12 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.