Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 72
 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is GEIR JÓN ÞÓRISSON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1952. „Maður verður að hafa kraftinn á milli fótanna, finnst mér, og komast leið- ar sinnar almennilega.“ Geir Jón Þórisson er yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann er sérlegur áhugamaður um mótorhjól og meðlimur í mót- orhjólaklúbbnum Trúboð- unum, samtökum kristinna bifhjólamanna. Írsku sjálfboðaliðarnir gerðu vopnaða uppreisn gegn bresk- um yfirráðum á Írlandi 24. apríl. Uppreisnin er frægasta tilraun herskárra írskra lýðveldissinna til að ná fram sjálfstæði Írlands með valdi. Patrick Pearse fór fyrir hópnum sem náði yfirráð- um á aðalpósthúsinu og lýstu yfir sjálfstæði Írlands. Næsta morgun höfðu þeir náð yfir- ráðum víðast hvar um borgina. Bretar brutu uppreisnina á bak aftur 29. apríl. Pearse og fleiri voru líflátnir. Vopnuð átök héldu áfram eftir uppreisnina og fögn- uðu Írar sjálfstæði 1922. Sex sýslur í norðurhluta landsins eru þó enn undir stjórn Bretlands. ÞETTA GERÐIST: 24. APRÍL 1916 Páskauppreisnin hófst ÁTÖK Þjóðernissinnar innan Írska lýðveldishersins, IRA, héldu áfram baráttunni fyrir sjálfstæði Írlands. Allir nemendur í hópum fullorðinna í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar eiga verk á vorsýningu í Hraunhúsum, Völu- teig 6 í Mosfellsbæ. Þau eru valin af kennurum skólans og gefa góða hug- mynd um þau fjölbreyttu viðfangsefni sem fólkið hefur verið að spreyta sig á. Sýningin verður opin til sunnudags- ins 2. maí nema á mánudag. Opið er flesta daga frá klukkan 11 til 17 og á fimmtudögum klukkan 22. Sunnu- daginn 25. apríl kl. 15 munu kennar- arnir, þær Anna Gunnlaugsdóttir, Soffía Sæmundsdóttir og Þuríður Sig- urðardóttir, verða með leiðsögn um sýninguna. Myndlistarskóli Mosfellsbæjar fagn- aði 10 ára afmæli sínu á síðasta ári og á þeim áratug, sem hann hefur starfað, hafa fjölmargir stundað þar myndlist- arnám, bæði börn og fullorðnir. Skóla- stjórinn, Ásdís Sigurþórsdóttir, kennir barna- og unglingahópum en hún hefur einstakt lag á að ná til unga fólksins og virkja áhuga þess og sköpunargleði. Hraunhús er frumkvöðla- og sprota- hús, þar er hönnunarverslun og kaffi- hús og um helgina 24. og 25. apríl verð- ur þar einnig handverksmarkaður. - gun Fjölbreytt list í Hraunhúsum VORSÝNING Einbeitingin er mikil hjá nem- endum og skilar sér í verkin. „Hér er einfaldlega verið að lýsa sam- félaginu í nærmynd á hverjum tíma og breytingum sem fylgdu stórum við- burðum,“ segir Sigurður Bogi Sæv- arsson um nýútkomna bók sína, Fólk og fréttir, sem ber undirtitilinn Fjöl- miðlamenn og málin sem mörkuðu skil. „Ég valdi að ræða við fjölmiðlafólk sem hafði verið á vettvangi atburða og sýna fram á hvernig það og umfjöllun um það hefði haft áhrif til lengri tíma. Allt eru þetta mál sem ég vissi um og eru þess virði, að mínum dómi, að setja þau í samhengi við þjóðfélagsþróun- ina,“ segir hann. „Ég man til dæmis hvernig lifnaði yfir samfélaginu í kjöl- far þess að Rás 2 hóf útsendingar 1983. Það kom nýr taktur.“ Glíma við skriftir eru bæði atvinna og áhugamál Sigurðar Boga sem er blaðamaður og kveðst rekinn áfram af ástríðu fyrir starfinu. Hann hefur skrifað þúsundir greina og viðtala í blöð og tímarit en þetta er hans fyrsta bók. „Að vísu hefur alls konar efni frá mér skolað inn í aðrar bækur en þessi er mitt einkaframtak,“ segir hann brosandi. Sem eru orð að sönnu því hann tók viðtölin og margar mynd- anna, aflaði heimilda í aukaefni, gefur bókina út og dreifir henni. „Ég hafði skýrar hugmyndir um hvernig ég vildi hafa hlutina og langaði að fylgja þeim eftir,“ segir hann. „Þetta tók eitt ár en ég er búinn að ganga með hugmyndina lengi,“ upplýsir hann. Í bókinni Fólk og fréttir segir Gerður Kristný frá tilurð bókarinnar Myndin af pabba – Saga Thelmu, sem opnaði umræðu um kynferðislega mis- notkun á börnum; Annar viðmælandi er Gunnar V. Andrésson sem hefur myndað fjóra forseta lýðveldisins og fylgst með ferli þeirra; Árni Gunn- arsson var á vígaslóð í Víetnam á sjö- unda áratugnum; Kári Jónasson segir frá æfingaferðum tunglfara til Íslands og birtir myndir sem hann tók í fylgd þeirra; Steinunn Ásmundsdóttir var á vaktinni þegar mestu framkvæmdir Íslandssögunnar stóðu yfir á Austur- landi; Kristinn Hrafnsson hefur sitt- hvað reynt í ferðum sínum til Írak; Finnbogi Hermannsson og Benedikt Sigurðsson lýsa ógnaratburðunum á Vestfjörðum 1995 þegar snjóflóð urðu mörgum að aldurtila og Þorgeir Ást- valdsson og Páll Þorsteinsson voru fremstir í flokki þegar Rás 2 og frjáls- ar útvarpsstöðvar hófu starfsemi sína. Þá segir Hjálmar Sveinsson útvarps- maður frá umfjöllun um Hrunið og mál sem voru í deiglunni í aðdraganda þess. Auk viðtala er gluggað í fjölmiðla og bætt inn alls konar fróðleik um þessi tilteknu efni. Viss mál grípa Sigurð Boga sterkt að eigin sögn. „Ég var til dæmis að skrifa áhrifamikinn þátt um ferð Árna Gunn- arssonar, síðar alþingismanns, til Víet- nams á stríðstíma þegar ég sá auglýsta ferð þangað og dreif mig,“ nefnir hann sem dæmi. „Því birtast í bókinni spán- nýjar myndir frá landinu eins og það lítur út nú.“ gun@frettabladid.is SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BLAÐAMAÐUR: GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU BÓK Ég er rekinn áfram af ástríðu BLAÐAMAÐUR OG RITHÖFUNDUR „Ég valdi að ræða við fjölmiðlafólk sem hafði verið á vettvangi atburða og sýna fram á hvernig það og umfjöllun um það hefði haft áhrif til lengri tíma,“ segir Sigurður Bogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra, Björns Árnasonar kennara, Bakkavör 14, Seltjarnarnesi. Þökkum innilega þeim sem önnuðust hann af hlýju og fagmennsku í veikindunum. Starfsfólki líknardeildar LSH í Kópavogi sendum við sérstakar þakkir fyrir ein- staka umhyggu. Guðrún Haraldsdóttir Haraldur, Arnar og Brynjar Björnssynir Árni Jónsson Gisela Schulze Ingunn G. Árnadóttir Stefán Pétursson Ingveldur Dagbjartsdóttir Magnús Haraldsson Sigríður Gunnarsdóttir Kristín Haraldsdóttir, Haukur Örvar Pálmason Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát eiginmanns míns , föður okkar, tengdaföður og afa, Ingvars Þorgilssonar, fyrrverandi flugstjóra, Vogatungu 19, Kópavogi . Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Inga Thorlacius Ágústína Ingvarsdóttir Kristinn Sigtryggsson Haraldur Ingvarsson Nanna K Árnadóttir Þorgils Ingvarsson Hólmfríður Benediktsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Vilhelmína S. Jónsdóttir, Arnarhrauni 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 26. apríl kl. 11.00. Þórarinn Smári Steingrímsson Elínbjörg Stefánsdóttir Jónína Steiney Steingrímsdóttir Helgi Ívarsson Anna Pálsdóttir Ólafur Ingi Tómasson barnabörn og barnabarnabörn. Haukur Hafsteinn Gíslason rakari, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 20. apríl 2010 og Hanna Þóranna Samúelsdóttir húsmóðir, lést á Sjúkrahúsi Akraness, mið- vikudaginn 21. apríl 2010. Foreldrar okkar, tengdaforeldrar, dóttir mín, afi, amma, langafi og langamma. Bryndís G. Hauksdóttir Hauth Ólafur G. Gunnarsson Ellý Hauksdóttir Hauth Jón Viðar Gunnarsson Gísli Friðrik Hauksson Ragnheiður K. Óladóttir Samúel Smári Hreggviðsson Sigríður Kr. Jóhannsdóttir Ólafur Magnús Hreggviðsson Guðgeir Veigar Hreggviðsson Sigrún Gestsdóttir Margrét Dögg Hreggviðsdóttir Hallgrímur Sigurðsson Margrét Hannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.