Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 88
52 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Sigurður Þorvaldsson hefur spilað frábærlega með Snæ- fellsliðinu í undanförnum þremur leikjum þar sem hann hefur skor- að 25,7 stig að meðaltali í leik, hitt úr yfir 60 prósent skota sinna og sett niður 89,3 prósent vítanna. Sigurður eignaðist strák 14. apríl síðastliðinn og fæðing son- arins virðist hafa heldur betur kveikt í kappanum því áður en hann kom í heiminn var Sigurður „bara“ með 14,7 stig að meðaltali og 44 prósent skotnýtingu í fyrstu sex leikjum úrslitakeppninnar. Sigurður skoraði meðal annars 28 stig í oddaleiknum á móti KR og svo 29 stig í sigrinum mikil- væga á móti Keflavík í öðrum leik lokaúrslitanna á fimmtudaginn. - óój Snæfellingurinn Sigurður Þorvaldsson í úrslitakeppninni: Sjóðheitur síðan sonurinn fæddist SIGURÐUR ÞORVALDSSON Hefur spilað vel með Snæfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tölur úr úrslitakeppni Áður en sonurinn fæddist Stig í leik: 14,7 Skotnýting: 44,0% 3ja stiga skotnýting: 22,7% Vítanýting: 81,0% Eftir að sonurinn fæddist Stig í leik: 25,7 Skotnýting: 60,5% 3ja stiga skotnýting: 60,0% Vítanýting: 89,3% Mætum öll FÓTBOLTI Sama hver úrslitin verða í viðureign Manchester Unit- ed og Tottenham í dag er ljóst að þau munu hafa stór áhrif á titil- baráttuna. United er einu stigi á eftir Chelsea og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Flestir gera ráð fyrir því að Chelsea taki sigur á morgun gegn Stoke en aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Tottenham hefur gert Englands- meisturunum greiða síðustu vikur með því að vinna bæði Arsenal og Chelsea. „Tottenham hefur ekki haft á svona sterku liði að skipa síðan ég tók til starfa hér,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United, á blaðamannafundi í gær. „Harry [Redknapp] hefur gert frábæra hluti með liðið. Ég var að sjálfsögðu hæstánægður með úrslit þeirra gegn Arsenal og Chelsea. Þeir voru frábærir í þeim leikjum og hefðu vel getað unnið stærri sigra. Ég býst við stórskemmtileg- um leik eins og oftast þegar þessi tvö lið mætast.“ Ferguson tjáði sig meira um andstæðingana en hann er vanur á fundinum. „Þeir eru að berj- ast um fjórða sætið svo ég reikna með þeim dýrvitlausum. Wil- son Palacios er mikilvægur leik- maður fyrir þá og Luda Modric, Tom Huddlestone og Gareth Bale verða í stórum hlutverkum. Það má búast við að Harry stilli upp í 4-4-2 en mér gæti skjátlast. Hann gæti verið að horfa á þetta viðtal og ákveður kannski að spila ekki með neinn frammi!“ Leikur þessara liða á Old Trafford í fyrra er eftirminnilegur. Þá hafði Tottenham tveggja marka forskot í hálfleik en tapaði á end- anum 5-2. Aaron Lennon verður á varamannabekknum hjá Totten- ham í dag eftir fjögurra mánaða fjarveru vegna meiðsla. Palacios snýr aftur eftir leikbann og Jerm- aine Jenas og Ledley King ættu einnig að vera klárir í slaginn. Tottenham vonast eftir hjálp úr óvinsælli átt í dag. Liðið er sem stendur í hinu eftirsótta fjórða sæti sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Erkifjendurnir í Arsenal eiga leik gegn Manchest- er City síðdegis en City er stigi á eftir Tottenham og gerir tilkall til fjórða sætisins. Af leikmannamálum United er það helst að frétta að varnarmenn- irnir Rio Ferdinand og Wes Brown snúa aftur í liðið eftir meiðsli en Owen Hargreaves er ekki leikfær. - egm Tottenham hefur lagt Arsenal og Chelsea á síðustu vikum en nú er komið að heimsókn á Old Trafford: Munu meistararnir líka liggja í valnum? PAUL SCHOLES Getur skorað sitt 150. mark fyrir United ef hann þenur net- möskvana í dag. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Keflvíkingar sömdu í gær við Nick Bradford sem mun spila með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar í Iceland Express-deild karla. Staðan í ein- vígi liðsins við Snæfell um Íslands- meistaratitilinn er jöfn, 1-1, en liðin mætast í Keflavík í dag. Ákveðið var að leita til Brad- fords eftir að í ljós kom að Drael- on Burns gæti ekki spilað meira með Keflvíkingum þar sem hann er með skaddað liðband í ökkla. Snæfellingar skiptu einnig um bandarískan leikmann hjá sér í vikunni eftir að Sean Burton meiddist. Þá kölluðu þeir til Jeb Ivey sem var staddur í Finnlandi og lagði á sig langt og strangt ferðalag til að komast í tæka tíð fyrir leikinn í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið. „Það kom í ljós í hádeginu í dag að Draelon væri ekki heill. Lið- böndin voru verr farin en við ótt- uðumst og hann gat varla stigið í fótinn. Hann var sárþjáður eftir síðasta leik,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálf- ari Keflavíkur, við Fréttablaðið í gær- kvöldi. „Það var því aug- ljóst að hann gat ekki spilað meira enda sást á honum í síðustu leikjum hvernig komið var fyrir honum. Hann er búinn að vera duglegur að harka af sér en nú gat hann ekki meir.“ Guðjón segir að þetta sé engin draumastaða fyrir hans lið. „Það er frekar fúlt að þurfa að standa í þessu núna. Við hefðum alveg getað sleppt þessu enda er það engin töfralausn að fá nýjan leikmann í liðið á þessum tímapunkti.“ Bradford er þó Keflvíkingum vel kunnugur enda lék hann með liðinu í tvö ár. Guðjón var til að mynda að þjálfa liðið þegar hann kom fyrst til landsins. Bradford var svo á mála hjá Grindavík í fyrra og Njarðvík í vetur. „Það er þó ákveðinn styrkur fólginn í því að fá einhvern sem þekkir vel til og er góður. Fyrst það stóð til boða að fá hann gerðum við það,“ sagði Guð- jón. Sjálfur sagði Bradford að hann hefði ekki átt von á því að fá símtal frá Keflavík þegar hann vaknaði í gær. „Nei, ég var að bíða eftir því að heyra hvenær ég myndi fara aftur heim,“ sagði hann. „Mér finnst auðvit- að mjög leiðin- legt fyrir bæði D raelon og Sean að meið- ast á þessum tímapunkti en ég nýt þess út í ystu æsar að spila körfubolta og þekki þar að auki vel til í Keflavíkurliðinu. Ég er því spenntur fyrir því að fá að taka þátt í þessu verkefni.“ Og hann var ánægður með að hafa ekki þurft að fara jafn langa leið og Jeb Ivey gerði á fimmtu- daginn. „Nei, þó svo að dagurinn hjá mér hafi tekið óvænta stefnu er það ekk- ert samanborið við það sem hann þurfti að ganga í gegnum,“ sagði hann og hló. eirikur@frettabladid.is Engin töfralausn að fá Nick Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í gær þegar endanlega kom í ljós að Draelon Burns mun ekki spila meira með liðinu í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Kefl- víkingar leituðu þá til Nicks Bradford sem lék með Njarðvík í deildinni í vetur. BURNS ÚT Meiddist á versta tíma og getur ekki spilað meira á tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRADFORD INN Byrjaði í Keflavík, fór svo í Grindavík, þá í Njarðvík og er nú aftur kominn í Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Mario Balotelli, leikmað- ur Inter, hefur beðið stuðnings- menn liðsins afsökunar á hegðun sinni eftir leikinn gegn Barce- lona í undanúrslitum Meistara- deildar Evrópu í vikunni. Inter vann glæsilegan 3-1 sigur en það skyggði á gleðina að Balo- telli þótti sýna afar óíþrótta- mannslega hegðun gagnvart stuðningsmönnum liðsins og grýtti svo treyju sinni í grasið. „Ég vil biðja alla afsökunar á hegðun minni á þriðjudagskvöld- ið,“ skrifaði Balotelli á heimasíðu sinni. „Þegar ég fór inn á völlinn og heyrði blístrin og öskrin frá áhorfendum missti ég stjórn á skapinu. Ég skildi ekki hvað hafði gerst og grýtti treyjunni frá mér í reiðikasti.“ - esá Mario Balotelli hjá Inter: Biðst afsökunar á hegðun sinni REIÐUR Mario Balotelli í leikslok á þriðjudaginn. NORDIC PHOTOS/AFP FRJÁLSAR „Ég nenni ekki að keppa í 400 metra hlaupi líka. Það eru margir sem vilja að ég keppi líka í þeirri grein en ég vil það ekki. En ef það er það sem þarf til að ég verði goðsögn í íþróttinni þá geri ég það bara.“ Þetta sagði Jamaíkumaðurinn Usain Bolt við fjölmiðla í gær en hann er sem kunnugt er heims- metshafinn í báðum spretthlaups- greinunum, 100 og 200 m hlaup- um. „Það er mjög erfitt að æfa fyrir 400 metrana. Afar erfitt,“ bætti Bolt við. Hann sló eftirminnilega í gegn á Ólympíuleikunum í Pek- ing þegar hann vann gull og setti heimsmet í báðum spretthlaups- greinunum. Hann gerði svo enn betur á HM í Berlín í fyrra þegar hann stórbætti metin sín í báðum greinum. - esá Usain Bolt: Nenni ekki í 400 metrana USAIN BOLT Bregður hér á leik á golfvell- inum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Pep Guardiola, knatt- spyrnustjóri Barcelona, segir að vikan sem er fram undan hjá lið- inu sé gríðarlega mikilvæg fyrir tímabilið sem senn fer að ljúka. „Þetta er úrslitavika fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á því sem við erum að gera og gef- ast ekki upp,“ sagði Guardiola á blaðmannafundi í gær. Barcelona mætir Xerez í spænsku úrvalsdeildinni í dag en liðið á í harðri baráttu við Real Madrid á toppnum. „Xerez hefur ekki tapað í þremur leikjum í röð og við þurf- um að taka liðið mjög alvarlega,“ sagði Guardiola en í næstu viku mætir Barcelona svo Inter frá Ítalíu í heimsókn í síðari viður- eign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það verður mjög erfitt að hugsa ekki um þann leik. Við verðum bara að halda áfram og treysta á að við búum yfir nægi- lega miklum andlegum styrk til að geta gert það.“ - esá Pep Guardiola: Úrslitavika hjá Barcelona GUARDIOLA Kröftugur á hliðarlínunni í leik með Barcelona. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.