Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 3
Ótrúleg verð
- Full búð af nýjum vörum
„Hér koma saman í íþróttahúsinu
um áttatíu fyrirtæki, félagasamtök
og einstaklingar og sýna allt það
sem í boði er í sveitarfélaginu,“
segir Áskell Heiðar Ásgeirsson,
menningarfulltrúi sveitarfélags-
ins Skagafjarðar, um sýninguna
Skagafjörður 2010 sem haldin
verður um helgina.
Of langt mál væri að telja upp
allt sem í boði verður en sem dæmi
má nefna Sögusetur íslenska hests-
ins, Dýrakotsnammi, Félag ferða-
þjónustunnar, Hólalax, Félag
slökkviliðsmanna og Háskólann á
Hólum.
Sýning á borð við þessa hefur
ekki verið haldin í bænum í þrett-
án ár. „Það hefur svo mikið nei-
kvætt verið í fréttum í vetur að
við ákváðum að lyfta okkur upp,“
segir Áskell en sýningin markar
einnig upphafið að menningarhá-
tíðinni Sæluviku í Skagafirði sem
sett verður á sunnudaginn.
Sæluvikan er haldin árlega og á
sér rúmlega hundrað ára sögu að
sögn Áskels. „Hefð er fyrir því að
menn komi saman í Skagafirði á
vormánuðum, syngi, leiki og dansi.
Síðustu ár hefur þetta þróast út í
litla lista- og menningarhátíð sem
stendur í viku,“ útskýrir Áskell. Í
Sæluvikunni verður mikið um að
vera. Til að mynda munu kórar,
listamenn og leikfélagið sýna
árangur vetrarstarfsins.
„Leikfélagið frumsýnir Fólkið í
blokkinni. Tónlistarprógrammið
er mikið, með dægurlagakvöldi,
kórakvöldi og eitthvað verður af
dansleikjum.
Ein af nýjungunum verður lítil
kvikmyndahátíð í Varmahlíð sem
er tileinkuð Friðriki Þór Friðriks-
syni. „Þar verður sérstakt kvöld
þar sem fjallað verður um hann
og sýndar nokkrar mynda hans,“
segir Áskell sem hlakkar til að
njóta alls þess sem Sæluvikan
hefur upp á að bjóða.
Dagskrá Skagafjarðar 2010
og Sæluviku má nálgast á www.
skagafjordur.is.
solveig@frettabladid.is
Menning og listir
í fagra Skagafirði
Skagafjörður 2010 er atvinnu-, mannlífs- og menningarsýning sem
haldin verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um helgina. Sýningin
markar einnig upphaf Sæluviku sem er ein elsta menningarhátíð
landsins að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar.
Áskell Heiðar Ásgeirsson, menningarfull-
trúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skagafjörður
er þekktur fyrir
hestamennsku.
Hér eru hryssur
með folöld sín
og Drangey í
baksýn.
Litfagur regnboginn stendur líkt og geislabaugur yfir Héraðsdal.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N