Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 41

Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 41
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 3 Ótrúleg verð - Full búð af nýjum vörum „Hér koma saman í íþróttahúsinu um áttatíu fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar og sýna allt það sem í boði er í sveitarfélaginu,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, menningarfulltrúi sveitarfélags- ins Skagafjarðar, um sýninguna Skagafjörður 2010 sem haldin verður um helgina. Of langt mál væri að telja upp allt sem í boði verður en sem dæmi má nefna Sögusetur íslenska hests- ins, Dýrakotsnammi, Félag ferða- þjónustunnar, Hólalax, Félag slökkviliðsmanna og Háskólann á Hólum. Sýning á borð við þessa hefur ekki verið haldin í bænum í þrett- án ár. „Það hefur svo mikið nei- kvætt verið í fréttum í vetur að við ákváðum að lyfta okkur upp,“ segir Áskell en sýningin markar einnig upphafið að menningarhá- tíðinni Sæluviku í Skagafirði sem sett verður á sunnudaginn. Sæluvikan er haldin árlega og á sér rúmlega hundrað ára sögu að sögn Áskels. „Hefð er fyrir því að menn komi saman í Skagafirði á vormánuðum, syngi, leiki og dansi. Síðustu ár hefur þetta þróast út í litla lista- og menningarhátíð sem stendur í viku,“ útskýrir Áskell. Í Sæluvikunni verður mikið um að vera. Til að mynda munu kórar, listamenn og leikfélagið sýna árangur vetrarstarfsins. „Leikfélagið frumsýnir Fólkið í blokkinni. Tónlistarprógrammið er mikið, með dægurlagakvöldi, kórakvöldi og eitthvað verður af dansleikjum. Ein af nýjungunum verður lítil kvikmyndahátíð í Varmahlíð sem er tileinkuð Friðriki Þór Friðriks- syni. „Þar verður sérstakt kvöld þar sem fjallað verður um hann og sýndar nokkrar mynda hans,“ segir Áskell sem hlakkar til að njóta alls þess sem Sæluvikan hefur upp á að bjóða. Dagskrá Skagafjarðar 2010 og Sæluviku má nálgast á www. skagafjordur.is. solveig@frettabladid.is Menning og listir í fagra Skagafirði Skagafjörður 2010 er atvinnu-, mannlífs- og menningarsýning sem haldin verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um helgina. Sýningin markar einnig upphaf Sæluviku sem er ein elsta menningarhátíð landsins að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar. Áskell Heiðar Ásgeirsson, menningarfull- trúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skagafjörður er þekktur fyrir hestamennsku. Hér eru hryssur með folöld sín og Drangey í baksýn. Litfagur regnboginn stendur líkt og geislabaugur yfir Héraðsdal. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.