Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 2
2 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR
Í dag
Miðasala á staðnumHúsið opnar kl 19
ELDGOS Kristján Guðmundsson býr að
Steinum undir Eyjafjöllum og er því í
nágrenni eldgossins í jöklinum. Hann
kippir sér ekkert upp við eldsumbrot-
in, enda öllu vanur þar sem þetta er
þriðja gosið sem hann sér í návígi.
Kristján bjó í Vestmannaeyjum og
var í svaðilför sem margir muna eftir,
þegar nokkrir Eyjamenn brutu bát í
lendingu í Surtsey, árið 1963. Þá var
hann í hópi íbúa sem flúðu upp á land
þegar eldgos braust út í Heimaey árið
1973.
Hann segir allt aðra stemningu
varðandi gosið nú en í Heimaey. „Þá
varð maður bara að forða sér um nótt-
ina. Menn áttu fótum sínum fjör að
launa.“
Gosið nú hefur ekki mikil áhrif á
Kristján, hann segist að mestu hætt-
ur búskap og vera með um 30 kindur
og nokkur hross. Honum dettur ekki
í hug að flytja búferlum til að fá frið
fyrir þessum eldgosum, enda væri
eins víst að það færi að gjósa hvar
sem hann væri. „Ég er öllu vanur og
kippi mér ekkert upp við þetta. Ég sef
alveg rólegur.“
Kristján gerir þó ekki mikið úr
því að hafa upplifað öll þessi eldgos.
„Þetta er bara svona,“ segir hann.
kolbeinn@frettabladid.is
Öllu vanur eftir þrjú
eldgos um ævina
Kristján Guðmundsson kippir sér ekki mikið upp við eldgosið í Eyjafjallajökli
þótt hann búi í næsta nágrenni. Þetta er þriðja gosið sem hann upplifir og seg-
ist sofa rólegur. Hann lenti í svaðilför í Surtsey og flúði Heimaey vegna goss.
KOMNIR Í BÁTINN Félagarnir voru fegnir að komast í bátinn eftir hrakninga í sjón-
um. Kristján er lengst til vinstri, en við hlið hans sitja bræðurnir Kristján og Egill
Egilssynir. MYND/SIGURGEIR
Gosið við Surtsey var mánaðargamalt þegar hópur
Vestmannaeyinga, allt þátttakendur á skipstjóra- og stýri-
mannanámskeiði, sigldi að hinni nýju eyju. Tilgangurinn
var tvíþættur: að vera fyrstu Íslendingarnir í land og að
mótmæla nafngiftinni. Vesturey vildu Vestmannaeyingar
að eyjan héti, ekki Surtsey.
Lítilli jullu var skotið út, en rétt áður en hún kom að
eynni hvolfdi henni. Kristján var um borð í hraðbátnum
og skömmu áður en fimmmenningarnir kröfluðu sig
í land skaust hann af bátnum og synti í land á eynni.
Hann steig því fyrstur Íslendinga í land á hinni nýju eyju.
Þar flaggaði hann íslenskum fána. Með í för var skjaldar-
merki Vestmannaeyja og nafnspjald merkt Vesturey.
Þetta týndist þegar jullunni hvolfdi.
„Þetta var bara ævintýraþrá,“ segir Kristján um svaðil-
förina. Hann segir að það hafi verið merkilegt að stíga
fæti á eyjuna nýju. Innan við fimm mínútum eftir að
félagarnir yfirgáfu eyna kom mikið öskugos yfir alla eyna,
með stórgerðum vikurmolum. Enginn slasaðist alvarlega,
en þó brann einn mannanna á fæti.
Vildu að hún héti Vesturey
BRETLAND Nick Clegg, leiðtoga Frjálslyndra demó-
krata, tókst að standa uppi í hárinu á David Camer-
on og Gordon Brown aðra vikuna í röð í sjónvarps-
kappræðum flokksleiðtoganna á fimmtudag.
Aðeins tæpar tvær vikur eru til þingkosninga í
Bretlandi og frjálslyndir standa nú jafnfætis íhalds-
mönnum, en Verkamannaflokkurinn mælist með
einna minnst fylgi.
Með óvæntri velgengni Cleggs er kosningabar-
áttan orðin mun meira spennandi en útlit var fyrir,
þegar íhaldsmenn virtust ætla að gjörsigra Verka-
mannaflokkinn án afgerandi aðkomu frjálslyndra.
„Ég er hrifinn af því hve jákvæður Clegg er,“
sagði Andrew Pring, 44 ára kjósandi, sem sat í
sjónvarpssalnum á fimmtudagskvöld og fylgdist
með leiðtogunum þremur takast á. „Gordon Brown
talar af skynsemi um efnahagsmál en hann var á
vaktinni þegar allt fór úrskeiðis.“
Engu að síður gæti hæglega farið svo að Verka-
mannaflokkurinn fái á endanum flest þingsæti jafn-
vel þótt hann fái minnst fylgi kjósenda í prósentum
talið.
Það stafar af því að kosið er í einmennings-
kjördæmum, sem þýðir að sá frambjóðandi, sem
flest atkvæði fær í viðkomandi kjördæmi, hreppir
þingsætið. - gb
Nick Clegg og David Cameron hafa forskot á Gordon Brown í Bretlandi:
Spennan vex fyrir kosningarnar
LEIÐTOGARNIR ÞRÍR Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra, Gordon
Brown forsætisráðherra og David Cameron, leiðtogi íhalds-
manna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍSRAEL, AP Sendifulltrúi Banda-
ríkjaforseta reynir nú að blása lífi
í friðarviðræður Ísraels og Pal-
estínu sem hafa
verið stopp í
meira en ár. Um
leið eru stirð-
leikar í sam-
skiptum Banda-
ríkjanna og
Ísraels.
Öldungadeild-
arþingmaður-
inn og samn-
ingamaðurinn
George Mitchell
frá Bandaríkjunum fundaði í gær
með Benjamin Netanjahú, forsæt-
isráðherra Ísraels.
Netanjahú hefur hafnað kröfum
Bandaríkjamanna um að stöðva
uppbyggingu landtökubyggða í
austurhluta Jerúsalem. Upplýsing-
ar frá skrifstofu Netanjahú herma
þó að fundurinn hafi gengið vel
og hann setjist á ný niður með
Mitchell á morgun. - óká
Fundað í Ísrael á morgun:
Reyna að blása
lífi í viðræður
BANDARÍKIN/AP Ellefu manna af
olíuborpallinum sem sprakk á
Mexíkóflóa í vikunni er enn leit-
að. Hrint hefur verið af stokk-
unum umfangsmikilli aðgerð til
að koma í veg fyrir meiri háttar
umhverfisslys.
Olíuborpallurinn brann í tvo
daga eftir mikla sprengingu áður
en hann sökk til botns á Mexíkó-
flóa 80 kílómetra undan strönd
Bandaríkjanna. Ekki er vitað
hvað olli sprengingunni.
Allt kapp er lagt á að koma í
veg fyrir að olía, sem þegar hefur
lekið í sjóinn, nái landi. Stjórn-
völd óttast að í uppsiglingu sé
mesta mengunarslys Banda-
ríkjanna síðan Exxon Valdez
strandaði í Prins Williamssundi í
Alaska árið 1989. Þá láku milljón-
ir lítra af olíu úr skipinu og þakti
1.300 kílómetra strandlengju með
skelfilegum áhrifum á lífríkið.
- shá
Óttast mikið umhverfisslys:
Ellefu manna
er enn leitað
FRÁ MEXÍKÓFLÓA Pallurinn logaði í tvo
sólarhringa og sökk þá til botns.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMGÖNGUR Kostnaði vegna flugmála verður
mætt í auknum mæli með notendagjöldum á
næstu árum.
Á það meðal annars við um rekstur leiðsögu-
kerfis innanlandsflugsins, viðhaldsverkefni á
Keflavíkurflugvelli, byggingu samgöngumið-
stöðvar við Reykjavíkurflugvöll og stækkun
flugstöðvarinnar á Akureyri. Bæði stendur til
að hækka gjaldskrár og leggja á ný gjöld.
Fjallað er um þessi áform í nýrri samgöngu-
áætlun en ekki er gerð nákvæm grein fyrir
þeim.
Fram kemur þó að á næstu árum þurfi að
ráðast í umfangsmikil og kostnaðarsöm við-
haldsverkefni á innviðum Keflavíkurflug-
vallar en litlu fé hefur verið varið til fram-
kvæmda frá því íslenska ríkið tók við rekstri
vallarins af Bandaríkjamönnum haustið 2006.
Kostnaðurinn verður greiddur af viðskiptavin-
um flugvallarins í formi þjónustugjalda.
Bygging samgöngumiðstöðvar við Reykja-
víkurflugvöll og stækkun flugstöðvarinnar á
Akureyri verða kostaðar með lánum frá lífeyr-
issjóðunum. Þau verða endurgreidd með sér-
stakri gjaldtöku, innritunargjöldum og öðrum
tekjum, að því er fram kemur í samgönguáætl-
uninni. Ekki liggur fyrir hve há gjaldtakan á
notendur þarf að vera.
Þá er upplýst að þegar hafi verið lagðar
fram tillögur um upptöku þjónustugjalds og
hækkun á gjaldskrá vegna reksturs flugleið-
sögu innanlands. - bþs
Kostnaður af framkvæmdum vegna flugmála leggst í auknum mæli á notendur:
Áform um hækkun gjalda á flugið
LENT Ráðast þarf í umfangsmikil og kostnaðarsöm
viðhaldsverkefni á innviðum Keflavíkurflugvallar.
Helga leiðir Frjálslynda
Helga Þórðardóttir kennari skipar
1. sætið á framboðslista Frjálslynda
flokksins í borgarstjórnarkosning-
unum í maí. Haraldur Baldursson
tæknifræðingur skipar 2. sætið.
Listinn var kynntur í gær. Framboð
Frjálslynda flokksins og óháðra fékk
einn mann kjörinn í borgarstjórn fyrir
fjórum árum.
STJÓRNMÁL
BENJAMIN
NETANYAHU
SPURNING DAGSINS
Sunna, eru þetta ekki bara
einhverjar kerlingabækur?
„Það er allavega ekki karlalátunum
fyrir að fara.“
Sunna Dís Másdóttir safnar reynslusögum
mæðgna fyrir meistaraverkefni sitt í
Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla
Íslands.
Viðræður halda áfram
Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra
Tyrklands, segir að Dervis Eroglu,
nýkjörinn forseti tyrkneska hluta
eyjunnar Kýpur, muni halda áfram
sameiningarviðræðum við gríska
hluta eyjunnar, þrátt fyrir harða
aðskilnaðarstefnu.
KÝPUR
Lokað við eldstöðina
Öll almenn umferð er bönnuð nærri
eldstöðinni á Eyjafjallajökli. Banns-
væðið nær yfir jökulinn og hlíðar
hans, Fimmvörðuháls og Mýrdals-
jökul. Einnig er vegurinn í Þórsmörk
lokaður allri umferð. Fólk er beðið
um að virða þessar lokanir.
SAMGÖNGUR