Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 Tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni Dagur umhverfisins - sunnudaginn 25. apríl Umhverfisráðherra afhendir viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála. Kuðungurinn, Varðliðar umhverfisins og náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti. Þjóðmenningarhúsið kl. 12:00. Gönguferð í kringum Reykjavíkurtjörn og um Vatnsmýri undir leiðsögn Fuglaverndar og Félags umhverfisfræðinga. Fræðsla um líffræðilega fjölbreytni í og við Tjörnina, þar á meðal fuglalíf og gróður. Lagt af stað frá Norræna húsinu kl. 13:00 og 15:00. Tilraunalandið fyrir börn og unglinga í Norræna húsinu. Vísindin lifna við í Vatnsmýrinni. Markmið sýningarinnar er að kynna og kanna undraheima vísindanna. Opið 12:00 til 17:00. Býflugur og ljósmyndasýning í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vettvangsferð kl. 15:00 með Tómasi Ó. Guðjónssyni býbónda þar sem hann fræðir gesti um drottninguna, þernur hennar og lötu druntuna. Ljósmyndasýning um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands. Opið frá 10:00 til 17:00. Umhverfisleikir fyrir alla fjölskylduna í Grasagarði Reykjavíkur frá 11:00 til 13:00. Öllum gefinn kostur á að skoða, hlusta og lykta af lífinu með því að taka þátt. Áhersla lögð á fuglalíf við tjarnir og öllum boðið að ganga eftir ,,ónáttúrulega stígnum“. Græna ljósið býður í bíó á myndina Earth. Sýnd í Háskólabíói kl. 15:00. Miðar afhentir í miðasölu frá kl. 14:30 á meðan húsrúm leyfir. Laugardagurinn 24. apríl Undur og stórvirki. Líffræðileg fjölbreytni Íslands, náttúra og náttúruöfl, auðlindir og umhverfi, dýr og plöntur, vatn, eldur og ís. Sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda segja frá í máli og myndum, rannsóknastofur verða opnar og fjölbreytni í fyrirrúmi. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, laugardaginn 24. apríl kl. 11-15. Dr. Bæk skoðar og vottar reiðhjól, hjólreiðaráðgjöf og þrautabraut á vegum Landsamtaka hjólreiðamanna við Norræna húsið frá 12:00 til 16:00. www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins Sunnudagurinn 25. apríl sýningum hefur annaðhvort hún sjálf eða Ágústa Skúladóttir, sem leikstýrði verkinu upprunalega hér heima, leikstýrt verkinu. Svo- leiðis hefur það verið með tvær sýningar í Helsinki, tvær sýning- ar í Stokkhólmi, eina í Færeyjum og eina í Úkraínu. Og hálfa í Rúss- landi. Hálfa? Þetta krefst frekari skýringa … Í faðmi rússnesku mafíunnar … „Þá átti að setja upp í rússnesku borginni Yaroslavl. Þegar ég kom þangað tók á móti mér einn sá óleikhúslegasti maður sem ég hef nokkurn tímann séð, 1,60 á hæð með rúllupylsuhnakka, flatt nef, eins og hann hefði verið kýld- ur brjálæðislega oft, og með tvo massaða lífverði með sér. Þetta var bara eins og í lélegri mafíumynd. Enda kom í ljós að þetta var mafíu- rekið leikhús. Ég sá aldrei framan í þennan mann, hann horfði allt- af í brjóstaskoruna á mér í staðinn fyrir að horfa framan í mig. Svo sat hann alltaf á veitingastaðnum sínum með skyrtuna fletta frá sér með sínum gæjum, kallaði á mig á fund og bað mig að setjast á lærið á sér. Þarna lærði ég að það að vera vingjarnlegur og með vestrænt opið attitjúd skilar manni engu í Rússlandi. Þá er engin virðing borin fyrir manni. Það var bara ekki fyrr en ég varð ofsalega reið, þóttist hringja til útlanda og gar- gaði í símann „This is unaccepta- ble! Amateurs!“ að það var pínu- lítið mark tekið á mér. Þá fór ég fyrst að fá sviðið og tímana sem ég bað um. Viku fyrir frumsýningu, án þess að nokkur hefði séð rennsli á sýningunni, var svo öllu frestað, af því að leikkonan þurfti að fara í leikferð. Og ég er enn að bíða, einu og hálfu áru síðar!“ … og lögreglustjórans í Pétursborg Og ævintýrin voru fleiri í Rúss- landi. Í Pétursborg var tösku Bjarkar stolið og í henni voru tveir mikilvægir hlutir, vegabréf- ið og tölvan. „Þarna upphófst alls- herjar drama. Ef ég hefði verið með undirliggjandi kvíða hefði ég látist úr kvíðakasti. Ég var kölluð til yfirheyrslu hjá lögregl- unni í Pétursborg og var þar í átta tíma, í reykmettuðu herbergi. Þeir hreinsuðu byssurnar sínar, hlóðu þær og miðuðu þeim á mig. Seinna fékk ég að vita að stærstu mistök mín hefðu verið að leita til lögreglunnar. Hún vill nefnilega ekki viðurkenna að þjófnaður eigi sér stað í Pétursborg, enda er það vont fyrir túrismann. Til þess að ég fengi eitthvað úr tryggingun- um varð ég hins vegar að fá lög- regluskýrslu. Á endanum fékk ég vottorð upp á að taskan hefði horf- ið. Þegar ég var komin til Íslands streymdu svo missmekkleg sms frá lögreglustjóra, öll skrifuð um miðja nótt, um bláu augun og sam- runa Íslands og Rússlands …“ Í leit að meðframleiðendum Björk ætlar sér ekki að leikstýra framar í Rússlandi. Hins vegar eru fleiri stórar sýningar fram undan. Næsta sumar er stefnt á að setja Sellófan upp í Ástr- alíu. Þau eru þegar komin með framleiðanda, sem er virtur þar í landi og meðal annars formað- ur Framleiðendafélags Ástral- íu. Björk hefur óbilandi trú á að henni muni takast að koma verk- inu upp á næsta stig. „Ég ætla að gera það! Ég er hætt að segja: „Já, já, þetta er búið að fara upp í sex- tán sýningum í ellefu löndum. En samt er þetta kannski ekkert sér- stakt.“ Þetta er frábært verk! Ég hef heyrt og séð fulla sali úti um allan heim skemmta sér yfir því.“ Nú leitar litla Sellófanfélagið, sem samanstendur af Björk, Gunn- ari manninum hennar og finnsk- um framleiðendum, eftir fjárfest- um eða meðframleiðendum til að taka þátt í ævintýrinu með þeim. „Ég bara auglýsi eftir fólki sem vill taka þátt í að flytja út íslenska menningu með okkur. Og græða á því – vonandi!“ Á næstu dögum opnar ný heima- síða einleiksins, www.cellophane. is, þar sem allar upplýsingar um Sellófan og fréttir tengdar því verður að finna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.