Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 42
 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR4 Myndir Maríu Guðrúnar eru sér- stakar og vekja strax eftirtekt en úr fjarlægð virðist sem um litrík- an útsaum sé að ræða. Hið rétta er að myndirnar eru perlaðar með perlum sem algengara er að leik- skólabörn föndri með. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég nota perlur í verk mín en mér fannst það vel við hæfi því ég er að vinna með föðurímyndina hjá börnum í verkunum og í þeim er barnið að tjá sig um þá ímynd,“ segir María Guðrún. Hún hefur mikið verið að spá í íslenskar fjöl- skyldur, sem geta verið flóknar þar sem margir þekkja það að eiga tvo pabba, tvær mömmur og systkini um allar trissur. „Ég þekki þónokkur dæmi þar sem fólk þekkir ekki pabba sinn. Verkin endurspegla þessa brotnu mynd sem fólk hefur því oft af föð- urnum, hvernig faðirinn birtist börnum í leik og hvernig ímyndin um hann þróast eftir því sem þau eldast. Þannig er hann hálfgerður Jesú í huga barnsins á einhverju tímabili.“ Að velta föður, sem ekki er til staðar, fyrir sér er yfirleitt eitthvað sem fólk vex upp úr og þegar fólk öðlast meira sjálfsöryggi. Hugleið- ingarnar tilheyra þá gjarnan fortíð- inni að sögn listakonunnar. „Þess vegna fannst mér perlur vera til- valinn efniviður í þetta en ég býst við því að vinna meira með perlurn- ar og prófa jafnvel að gera gamal- dags útsaumaðar myndir.“ - jma Verk úr perlum vekja athygli Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands hefst í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á morgun. María Guðrún Rúnarsdóttir, sem útskrifast úr grafískri hönnun, vann með föðurímyndina í myndum úr perlum. Faðirinn birtist á ýmsa vegu í verkum Maríu Guðrúnar. Verkin heita Ímynd. MYND/ÚR EINKASAFNI María Guðrún Rúnarsdóttir segist spennt fyrir því að prófa sig áfram með perlurnar. MYND/ÚR EINKASAFNI Markmið hátíðarinnar er að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tæki- færi til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjölskylduvænum Reykjanesbæ. Söfnin í bænum, leik- og grunnskólar, íþróttafélög, tóm- stundafélög og menningarfélög taka virkan þátt. Meðal þess sem gefur að líta í bænum er verkið „Að horfa á heim- inn í nýju ljósi“ sem hefur verið sett upp á túninu við Strandleiðina í Reykjanesbæ. Verkið er gert úr fjór- um litum af plexígleri og ryðfríu stáli. Hugmyndin er að börn og fullorðnir geti horft á umhverfið í gegnum lit- ina: rauðan, gulan, grænan og bláan, og séð hvernig það breytist. Verkið er eftir listamanninn Guðmund Rúnar Lúðvíksson en Reykjanesbær kostaði smíði og uppsetningu verksins sem var smíðað hjá Blikksmiðju Ágústar í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um dagskrá Barnahátíðarinnar er að finna á www. barnahatid.is. - ve Heimur í nýju ljósi BARNAHÁTÍÐ VAR SETT Í REYKJANESBÆ SÍÐASTA VETRARDAG. HÁTÍÐIN STEND- UR FRAM Á SUNNUDAG OG ER ÞETTA Í FIMMTA SINN SEM HÚN ER HALDIN. Verkið stendur á túninu við Strandleið- ina í Reykjanesbæ. Borgarleikhúsinu 26. 27. og 28. apríl, kl. 18 og 20 Um sýninguna: Nemendur JSB kafa í heim vísindanna eftir dansefnivið. Varpað er ljósi á ýmis undur og tilraunir gerðar í gegnum dans og leik Miðaverð 2.000 kr. - frítt fyrir 6 ára og yngri Miðasala er í Borgarleikhúsinu og á www.midi.is N em en da le ik h ús J SB 2 01 0 %5 Vorsprengja F L Ú S L svartir kjólar 14.990 nú: 7.495 bolir 9.990 nú: 4.995 leggings 4.990 nú: 2.495 dragtarbuxur 14.990 nú: 7.495 SMÁRALIND / KRINGLAN / DEBENHAMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.