Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 30
30 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR M at rannsóknarnefndarinn- ar um vanrækslu byggð- ist á því að Davíð og aðrir bankastjórar Seðlabank- ans hefðu ekki sýnt næga formfestu í sinni stjórn- sýslu. Ákvarðanir hefðu ekki verið nægi- lega vel undirbúnar, gögn ekki verið skráð, formlegar tillögur ekki verið gerðar og fyr- irmælum laga ekki fylgt. Nefndin dregur einnig þá ályktun að það hafi unnið gegn sjálfstæði og trúverðugleika Seðlabankans að velja fyrrverandi stjórnmálamenn í starf seðlabankastjóra. Hætt sé við að tillögur slíkra seðlabankastjóra verði settar í pólit- ískt samhengi, með réttu eða röngu. „Reynir nú aðeins á manndóm nefndar- manna“ Hér á eftir er staðnæmst við nokkur atriði sem Davíð Oddsson gerir að umtalsefni í sínu andmælabréfi. Hann fellst ekki á niðurstöðurnar um vanrækslu og verst kröftuglega: „Eina málefnalega og sanngjarna niður- staðan sem hægt er að komast að er að bankastjórnin þáverandi hafi hvergi gerst sek um mistök eða vanrækslu sem hægt er að fella undir þessi skilyrði. Reynir nú aðeins á manndóm nefndarmanna og að þeir séu ráðnir í að láta ekki annað en málefna- leg sjónarmið hafa áhrif á orð sín og gerð- ir,“ segir í bréfinu, sem er birt í vefútgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Það er hvorki hægt né viðeigandi í athug- un á hinum miklu efnahagslegu hamförum sem urðu, að finna að því á aðra hönd að bankastjórn Seðlabankans hafi ekki leit- ast við að ganga heimildarlaust inn á verk- svið annarrar stofnunar, „sem fór með skyld verkefni“ og á hina höndina að finna að því að bankastjórnin fylgdi ekki nákvæmum forskriftum stjórnsýslulaga, þegar staðið var í storminum miðjum.“ Davíð rekur fjölmarga fundi sína með öðrum embættismönnum og ráðherrum í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins: „Engin ósk kom fram á þessum fundum, hvorki í húsakynnum Fjármálaráðuneytisins né Seðlabankans um að frekari gögn yrðu lögð fram af hálfu Seðlabankans. Fullyrða má að þeim sem leiddu þessa ákvörðunartöku af hálfu ríkisins var fullljóst hvaða þættir skiptu mestu.“ Álitshnekkir og niðurlæging Tveir nefndarmenn úr rannsóknarnefndinni eru vanhæfir til setu þar, segir Davíð. Og hann telur að fleiri en ráðherrar og seðla- bankastjórar eigi mikið í húfi vegna rann- sóknarskýrslunnar. Orðstír Sigríðar Bene- diktsdóttur er í húfi vegna yfirlýsingar hennar um orsakir hrunsins í bandarísku skólablaði. Yfirlýsingar sem gæti litað hennar viðhorf til starfs rannsóknarnefnd- arinnar. Það yrði henni til niðurlægingar og álitshnekkis að skipta um skoðun við að rannsaka málið: „Augljóst er, að ef nefndarmaðurinn sneri til baka til skólans með gagnstæða niður- stöðu við þá sem hann tilkynnti í viðtalinu, yrði það honum til verulegs álitshnekkis og niðurlægingar. … Allir sjá, að eftir hin opin- beru ummæli nefndarmannsins, í riti sem gefið er út í þeim háskóla, þar sem nefndar- maðurinn kennir, hefur nefndarmaðurinn persónulega hagsmuni af því, hvaða mat verður lagt á störf þess fólks sem sinnti þeim hlutverkum sem nefndarmaðurinn fjallaði um með þessum hætti.“ Orðstír tengdadóttur Tryggva Gunnars- sonar er einnig í húfi, segir Davíð, en hún starfaði sem lögfræðingur og upplýsinga- fulltrúi hjá Fjármálaeftirlitinu: „Við hvern áfellisdóm sem kveðinn verður upp yfir Fjármálaeftirlitinu, verður minna virði í augum annarra sú starfsreynsla sem lög- fræðingar þar hafa öðlast á þeim tíma sem til rannsóknar er. Má orða það svo, að hver áfellisdómur yfir Fjármálaeftirlitinu gengisfelli ferilskrá þeirra lögfræðinga sem þar hafa starfað á þeim tíma sem til rann- sóknar er, eins þó að endanlegar ákvarðanir séu undirritaðar á ábyrgð annarra.“ Af þess- um sökum sé Tryggvi vanhæfur til að leggja mat á störf Fjármálaeftirlitsins. Vanhæfur vegna spurningar Davíð var lengi í hringiðu þjóðfélagsum- ræðunnar og var ekki fundið að því að hann héldi þá aftur af sér í orðavali um menn og málefni. Þekkt er að Baugsmenn og Kaup- þingsmenn töldu sumar yfirlýsingar hans bera vott um óvild Davíðs og stjórnvalda í þeirra garð. Í andmælabréfinu kemur fram að Davíð Oddsson telur sig mæta andúð frá rannsóknarnefndinni. Þar beinir hann spjóti sérstaklega að Vilhjálmi Árnasyni, prófessor og formanni siðferðishóps nefnd- arinnar, og krefst þess að Vilhjálmur fjalli ekki um sín störf. Krafan um vanhæfi Vil- hjálms byggist á orðalagi sem Vilhjálmur notaði við yfirheyrslur nefndarinnar yfir Davíð Oddssyni. Í umfjöllun sinni um þetta mál birtir rannsóknarnefndin kafla af upptökum úr skýrslutökum yfir Davíð. Spurningin sem Vilhjálmur spurði og Davíð taldi til marks um vanhæfi var svona: „Mér fannst athygl- isvert að þú segir að það hafi ekki hvarflað að þér að hætta eftir að hrunið varð, vegna þess að – og með því er ég alls ekki að gefa í skyn að þú berir ábyrgð á hruninu umfram annan – en hérna samt hafði orðið hrun þar sem að þín stofnun lék vissulega stórt hlutverk og ráðherrar sem komu að þessu og Fjármálaeftirlit. Er það ekki bara eðli- leg viðbrögð í lýðræðisríki, burt séð frá því hvernig maður skynjar sína eigin ábyrgð að ja, víkja?“ Í andmælabréfinu segir Davíð um þetta: „Hóf hann spurningar sínar á því að upplýsa mig um að hann teldi mig að minnsta kosti „ekki einan“ bera ábyrgð á bankahruninu. Þá varð hlutaðeigandi maður ítrekað skilinn svo að hann lýsti mikilli furðu á að ég hefði ekki fyrir löngu sagt af mér embætti mínu. Þarf ekki að hafa mörg orð um hversu vand- lega umræddur einstaklingur hefur með þessum yfirlýsingum gert sig vanhæfan til starfs fyrir nefndina. Vænti ég staðfestingar nefndarinnar á því, að umræddur einstakl- ingur hafi á engan hátt komið að því að móta skoðanir eða aðrar niðurstöður er tengjast mínum störfum, minna samstarfsmanna eða annarra er á sama sviði hafa starfað.“ Rannsóknarnefndin taldi ekki ástæðu til að verða við kröfu Davíðs um þetta. Eigendur nýttu biðtímann til að hreinsa fé úr Glitni Meint vanræksla snýst meðal annars um aðkomu Seðlabankans að yfirtöku ríkisins á hlutafé í Glitni og starfshætti í því máli. Davíð vísar vanrækslu á bug og segir að Seðlabankinn hafi ekki haft lagaheimild til að krefjast upplýsinga um stöðu fjárhags- stöðu bankanna. Eingöngu Fjármálaeftirlit- ið hafi haft slíkar heimildir. Hann staðhæf- ir að eigendur Glitnis hafi nýtt biðina eftir aðgerðum ríkisins til hjálpar bankanum til þess að hreinsa úr honum fjármuni. Ýmis- legt sé ekki komið fram opinberlega um hegðun þeirra á þessum tíma: „Allir vita nú Sókn og vörn Davíðs Davíð Oddsson er nefndur oftar á nafn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en nokkur annar stjórnmála- og embættismaður. Niðurstaða nefndarinnar er sú að hann og aðrir seðlabankastjórar hafi gerst sekir um að vanrækja starfsskyldur sínar sem seðla- bankastjórar í aðdraganda bankahrunsins. Pétur Gunnarsson gluggaði í fjörutíu og sjö blaðsíðna andmælabréf Davíðs til nefndar- innar þar sem hann verst af mælsku og krafti. Um leið sækir hann að rannsóknarnefndinni og dregur í efa að hún sé óvilhöll. ANDMÆLI Til þess að borgari njóti í raun andmælaréttar verður að vera tryggt að andmælin verði tekin til raunverulegrar skoðunar, af aðila sem ekki hefur áður endanlega gert upp sinn hug til málefnisins, segir Davíð Oddsson í andmælabréfi sínu til rannsóknarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilvitnanirnar hér á eftir sýna þá mynd sem skýrsla rannsóknar- nefndar Alþingis bregður upp af samskiptum Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins í ráðherratíð Björgvins G. Sigurðssonar: „Urðu harðar deilur á milli Björgvins G. Sigurðssonar, viðskipta- ráðherra, og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, á fundi í Seðlabankanum 7. nóvember 2007 vegna ólíkra viðhorfa þeirra til Evrópumála. Þeir komu síðan ekki saman á fund eftir þetta fyrr en tæpu ári síðar — nokkrum dögum fyrir fall bankanna.“ Úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Hann var erfiður, hann var stormasamur. Þeir fóru í pólitíska umræðu, viðskiptaráðherra og formaður bankastjórnar, um upp- töku evru eða inngöngu í Evrópusambandið þannig að það var erfitt að sitja þann fund.“ Eiríkur Guðnason um eina fund bankastjórnar Seðlabankans og Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, haustið 2007. „Menn treystu sér ekki til að segja neitt sem ætti að fara leynt við viðskiptaráðherrann, menn treystu sér ekki til þess. […] Ég held að sú afstaða hafi ráðið því að forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra kölluðu hann ekki á fund með bankastjórninni. Og það sem vakti nú athygli mína var að þegar utanríkisráðherra, formaður hins stjórnarflokksins, lýsti því yfir að hann hefði verið á sex, sjö fundum með Seðlabankanum – hann hafði ekki sagt viðskiptaráðherranum frá neinu sem þar gerðist sem ég hefði nú búist við að mundi gerast. En ég held að það sé sama ástæðan, það var vitað að viðskiptaráðherra átti það til að hringja í frétta- mann, jafnvel bláókunnuga fréttamenn, og segja þeim fréttir „off the record“, eins og það hét. Það getur bara ekki gengið í stjórnsýslunni.“ Davíð Oddsson um Björgvin G. Sigurðsson í skýrslu hjá rannsóknarnefnd Alþingis. „Heiftin var mjög mikil þarna og menn sniðgengu hverjir aðra greinilega kerfisbundið og ég staðhæfi það að [Davíð Oddsson] hafi með mjög yfirveguðum hætti haldið mér frá upplýsingum og atburðum og ýmsu slíku. […] Og það var margt mjög eitrað og óheppilegt í þessu andrúmslofti og sérstaklega þegar það ber upp á jafnmiklar ögurstundir og urðu í okkar lífi þegar að alþjóðleg fjármálakreppa varð til þess að þessir alltof stóru bankar fóru á hausinn út af lausafjárskorti.“ Björgvin G. Sigurðsson um samskipti þeirra Davíðs Oddssonar í skýrslu rannsóknarnefndar. „Svo það var mjög, þetta var mjög skrýtið […] að sitja þarna í ráðuneytinu með alla bygginguna við hliðina á uppljómaða og […] við gátum ekkert gert, við vissum ekkert hvað var að gerast. Þetta var rosaleg frústrasjón, alveg rosaleg. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, sem er næsta hús við hlið Seðlabankahússins. „Af rás atburða árið fyrir fall bankanna er ljóst að ákveðin tor- tryggni og samstarfserfiðleikar settu mark sitt á samskipti Davíðs Oddssonar, formanns stjórnar Seðlabanka Íslands, og flestra ráðherra Samfylkingarinnar. […] Í aðdraganda að falli bankanna var því staðan sú að fyrri stjórnmálastörf Davíðs Oddssonar urðu samkvæmt lýsingu ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem tók við völdum í maí 2007 til þess að hafa áhrif á það hvernig ráðherrar brugðust við þeim upplýsingum sem Davíð lét þeim í té í embættisfærslu sinni sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands.“ Úr ágripi af meginniðurstöðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Blessaður vertu ekki, láttu hann ekki vera að setja, þennan pilt setja þig upp að vegg, segðu bara að þú verðir formaðurinn og það þurfi ekki að vera að tala um einhverja aðra menn og þá er ég ekkert að trufla þá mynd, ég get ekki hugsað mér að vera að trufla þá mynd í augnablikinu.“ Davíð Oddsson lýsir orðaskiptum sínum við Geir Haarde eftir að Samfylkingin neitaði að samþykkja Davíð sem formann neyðar- stjórnar embættismanna eftir hrunið. „[A]llt hagfræðisviðið hafi verið fryst úti. Jón sagðist hafa skilið þá þannig að yfirstjórn bankans hefði ekkert samráð við hagfræðisviðið um hvað gera ætti og hefði ekki beðið það um að koma að vinnu um hvað ætti að gera […] og að yfirstjórnin [hefði] í rauninni ekki hlustað á neinar tillögur sem þeir komu sjálfir með að eigin frumkvæði. Starfsmenn Seðlabankans hefðu sagt Jóni að Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabank- ans, talaði um Geir sem idjót.“ Úr skýrslu Jóns Steinssonar, hagfræðings fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. HEIFT, VANTRAUST OG HARÐAR DEILUR Framhald á síðu 31 Þessir eru oftast nefndir fullu nafni í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Davíð Oddsson 777 Jónas Fr. Jónsson 627 Geir H. Haarde 545 Sigurjón Þ. Árnason 465 Ingimundur Friðriksson 375 Björgvin G. Sigurðsson 325 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 264 samkvæmt einfaldri orðaleit í skýrslunni OFTAST NEFND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.