Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 31
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] apríl 2010 E inu sinni var og Út um græna grundu voru unnar af Gunnari Þórðarsyni, Björgvini Halldórssyni og Tómasi Tómassyni. Verkefnið var sett í gang af Jóni Karlssyni sem þá var í forystu í útgáfumálum hjá Iðunni. Valdimar Jóhannsson í Iðunni hafði tekið yfir útgáfuna Hlaðbúð sem réði þá Halldór Pétursson og Símon Jóhann Ágústsson til að taka saman safn barnakvæða árið 1946 og á forlagi Valdimars var bókin gefin út í stór- um upplögum næstu áratugi á eftir. Jón sá í efninu möguleika og leitaði til þeirra þrímenninga. Þeir leit- uðu til hóps lagasmiða, Magnúsar Eiríkssonar, Jóhanns Helgasonar, Arnar Sigurbjörnssonar, Hannes- ar Jóns Hannessonar, og nýttu að auki eldri lög, auk þess sem bæði Gunnar og Björgvin lögðu sitt til. Þegar Jón hvarf frá Iðunni tók Jóhann Páll Valdimarsson við og gaf út seinni plötuna. Báðar náðu metsölu og hafa síðan komið út á geisladiskum, koma saman í kassa innan skamms. Verkið var á sínum tíma ekki efnislega samstætt: Út um græna grundu er konsept-plata en Einu sinni var er lagasafn. Gunnar hefur brugðið á það ráð við þennan fyrsta flutning á öllu efninu að stokka það upp í nýja röð. Hann hefur kallað til nýja krafta, útsett allt að nýju, og þeir Tómas og Björgvin eru ekki með né heldur kór Öldutúnsskóla. Hátt í fimmtíu flytjendur koma saman í Laugardalnum: Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrét- ar Pálmadóttur, tólf ungir strengja- leikarar undir stjórn Hjörleifs Vals- sonar, sex manna blásarasveit úr Tónlistarskóla FÍH og stórt sex manna rokkband. Söngvarar eru Eyþór Ingi, Stefanía Svavarsdóttir, Edgar Smári og Kristján Gíslason. „Ég vildi halda þessu í upphafleg- um tóntegundum og það þýddi að ég þurfti til ungar raddir. Ég varð að útsetja allt að nýju því gömlu útsetningarnar eru einhvers stað- ar eða týndar. Þar sem þetta var barnamenningarhátíð vildi ég kalla til unga krafta og því er allt tón- listarfólkið sem að þessu kemur í yngri kantinum.“ Gunnar og félagar unnu plöturn- ar á sínum tíma í Bretlandi þar sem Gunnar bjó á þeim tíma: „Þetta var tekið upp í Who-stúdíóinu sem hafði þá allar bestu græjur. Það fór ekki langur tími í að taka þetta upp. Kannski sextíu, sjötíu tíma hvora plötu, en það var mórallinn þá. Þú áttir bara að koma inn, spila tvisvar í gegn og svo var tekið upp. Þannig hafði þetta verið allt frá því við tókum upp á Skúlagötunni. Það var ekki fyrr en Hljóðriti var kom- inn að menn fóru að gefa sér langan tíma í stúdíói. Það er sagt að Hjalta- lín hafi tekið sex hundruð klukku- stundir. “ Vísnaplöturnar seldust í stór- um upplögum og lög af þeim urðu vinsæl í spilun eins og hún tíðkað- ist þá. „Það var búið að steríóvæða landið. Það breytti plötugerðinni. Menn fóru að eltast við steríóið og áhugasamir eltust við að hlusta á blæbrigði í smáu og stóru. Magn- arar urðu stærri og kraftmeiri, hátalaraboxin stór og mikil og settust á gólfið. Menn töluðu gáfu- lega um sándið. Svo var tónlist- inni þjappað aftur saman og hún sett í stauta á stærð við skírteini. En ekkert kemur í stað hins lifandi flutnings.“ Tónleikarnir á morgun verða sendir út á rás 2 Ríkisútvarpsins og Gunnar segist vel geta hugsað sér að fara með þá víðar um land- ið. Hann tók upp á því fyrir tveimur árum að troða upp einn með gítar- inn og flytja sín eigin lög: Það tók á taugarnar að standa þarna aleinn, en það kom svo gott á móti mér. Það þurfti að halda þessum lögum lif- andi. Þau eru ekki til söngs fyrir alla svo þetta tók á. En núna er þetta bara gaman.“ Gunnar kemur um þessar mundir fram í Landnámssetrinu í Borgarnesi og segir þar sögur milli laga þeim tengdar. Hann hljóðrit- aði og gaf út tónleika í fyrra með völdum lögum úr sínu stóra laga- safni. Hann ætlar að halda áfram að spila sólóprógrammið sitt hvar sem menn vilja eiga með honum kvöldstund. Það er aftur á fárra vitorði að Gunnar hefur unnið að því að smíða óperu í sígildum stíl, eins og hann kallar það, ásamt Frið- riki Erlingssyni um missera skeið: Hún er fyrir stóra hljómsveit, kór og fimm söngvara. Við erum komn- ir vel af stað en til að vinna þetta þarf maður eiginlega að loka sig af og taka símann úr sambandi, ein- angra sig. En við erum komnir af stað.“ Hann er líka með í eldrimanna- bandi sem hittist og fór að spila bítl: „Það var bara gert fyrir félagsskap- inn. Það var gott að hittast og spila saman.“ Eins og segir í kvæðinu sem Ólafur Haukur orti um kallana á Vesturgötunni sem hittust: „Þeir eru tónlistarmenn.“ VÍSNABÓK Í Húsdýragarði Gunnar Þórðarson getur vel hugsað sér að fara víðar með efnisskrána af Vísnaplötunum: „Þetta eru bestu kvæðin úr bókinni og okkar arfur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Loksins frjáls Útskriftarsýning LHÍ opnuð í dag í Hafnarhúsinu. SÍÐA 4 Íslandsklukkan Leikdómur um Íslands- klukkuna eftir Benedikt Erlingsson. SÍÐA 7 Þúsundir munu safnast saman á morgun til að hlýða á fl utning lagasafns við vísur úr Vísnabókinni sem kunn eru af tveimur vinsælum vínylhljómplötum frá áttunda áratugnum. Gunnar Þórðarson tónskáld leiðir stóran hóp í fl utningi á viðamikilli söngvaskrá en með tónleikunum lýkur Barnamenningarhátíð í Reykjavík. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.