Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 13 IÐNAÐUR Áliðnaðurinn nýtir meira en 75 prósent af allri raforku sem fram- leidd er í landinu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan jarðhitamarkað. „Aðrar iðngreinar, til dæmis kísiljárn- iðnaður, nota um 11 prósent orkunnar en raforkunotkun til heimilisnota er ein- ungis um 5 prósent af heildarraforku- notkun á landinu,“ segir í tilkynningu bankans. Þá kemur fram í skýrslunni að fram undan sé um 300 milljarða króna fjár- festing í orkugeiranum og að þörf sé á utanaðkomandi fjármagni. „Ef tekin er með í reikninginn tryggð lánsfjármögnun Hellisheiðar- og Hverahlíðarvirkjana er heildarupphæð þeirrar fjármögnunar sem nú er þörf 2,4 milljarðar Bandaríkja- dala,“ segir í skýrslunni. Lágt orkuverð hér á landi er hins vegar sagt helst standa í vegi fyrir því að erlendir fjárfestar telji verkefni tengd virkjunum hér á landi nægilega hagfelld. Þróunarkostnaður sé samkeppnishæfur við það sem gerist annars staðar. Þá kemur fram að mörg fyrirtæki í orkufrekum iðnaði líti til þess að hefja hér starfsemi, en fjárhagsleg áhætta við forrannsóknir og þróun jarðhita- orku hafi verið hindrun í vegi þess að fá einkaaðila með í slík verkefni. - óká Bjartari framtíð fyrir börnin okkar Samfylkingin heldur Reykjavíkurþing í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í dag. Við ætlum að eiga skemmtilegan dag í góðum hópi og spjalla um nýjar hug- myndir og brýnustu málin í borginni okkar. Fjörugar umræður um mikilvægustu málin Skemmtileg dagskrá fyrir mikilvægasta fólkið 10:00–12:00 Hverfi n og málefnin • Umræður. Smiðshöggið rekið á málefnavinnu vetrarins • Skemmtilegar listasmiðjur fyrir börnin 12:00–12:45 Nærum sál og líkama • Gómsæt súpa á vægu verði • Gönguferð um svæðið með leiðsögn 13:00 Mikilvægustu málin – erindi jafnaðar- manna í borgarmálum • „Bjartari framtíð – fyrir börnin okkar“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni • Niðurstöður málefna- og hverfahópa Oddný Sturludóttir og Hjálmar Sveinsson • Áherslur unga fólksins Eva Baldursdóttir og Guðfi nnur Sveinsson 13:00 Barnadagskrá: Lífi ð er leikur • Útileikjanámskeið með Sólu sögukonu • Heimslistahátíð barna í Gerðubergi heimsótt 15:00-17:00 Sumarhátíð og Sam-rokk • Lalli töframaður • Ómar Ragnarsson • Kristmundur Axel úr Söngvakeppni fram haldsskólanna • Fræbbblarnir • Sumar-ratleikur • Skottmarkaður o.fl . o.fl .!!! Grillaðar pylsur fyrir alla! www.xs.is Allir velkomnir á Reykjavíkurþing í dag Mörg fyrirtæki í orkufrekum iðnaði líta til þess að hefja starfsemi á Íslandi: Áliðnaður nýtir þrjá fjórðu orkunnar Orkufyrirtæki Megavattstundir Landsvirkjun 12.468.587 Orkuveita Rvk. 2.138.212 HS Orka 1.431.610 RARIK 251.054 Orkuveita Vestfj. 84.067 Norðurorka 1.496 Veituft. Reyðarfirði 1.342 Veituft. Húsavík 773 Önnur 90.612 Samtals 16.467.753 Heimild: Íslandsbanki/Hagstofa Íslands VEGAGERÐ Bláskeggsárbrú í Hval- firði var tekin í notkun á ný á sumardaginn fyrsta eftir að hafa verið færð í upprunalegt horf, segir á vef Vegagerðarinnar. Brúin var byggð árið 1907 og á 100 ára afmæli hennar hófst endurgerð sem nú er lokið. „Brúin er líkt og í upphafi ætluð gangandi fólki og ríðandi. Hún var byggð fyrir tíma bíls- ins á Íslandi, síðar breikkuð og styrkt til að þola vélknúin öku- tæki,“ segir á vefnum. Hún er ofan við Hvalstöðina og Þyril. - óká Vegabætur í Hvalfirði: Þrjú ár tók að endurgera brú FINNLAND Flugumferð Finnair, ríkisflugfélags Finna, færist í eðlilegt horf um helgina eftir að hafa farið mjög úr skorðum í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu félagsins í gær var haft eftir Mika Vehviläinen, forstjóra Finnair, að farþegar sem orðið hefðu fyrir röskun- um yrðu aðstoðaðir eftir megni. Enn voru þá nokkur þúsund strand. Hann hefur jafnframt sagt að stjórnvöld ættu ekki að þurfa að hlaupa undir bagga með flug- félögum vegna gossins. Ef þau stæðust á annað borð Evrópu- reglur um eiginfjárstöðu, þá ætti vikuröskun á flugi ekki að slá þau út af laginu. Hætt væri við að styrkir nú myndu skekkja samkeppnisstöðu þeirra. - óká Finnair aftur í eðlilegar horfur: Eru á móti bót- um frá ríkinu Orkuveitur 2008 SVISS, AP Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski sleppur vart við framsal til Bandaríkjanna úr þessu, þótt búast megi við frek- ari lagadeilum næstu mánuð- ina. Dómstóll í Kaliforníu hafnaði því í gær að Polanski fengi að vera fjarverandi meðan réttað verður í 33 ára gömlu nauðg- unarmáli. Pol- anski hefur verið í stofufangelsi í Sviss síðan hann var handtekinn við komu sína þangað í haust. Polanski hefur viðurkennt að hafa haft samræði við unga stúlku árið 1977, en hefur til þessa haldið sig frá Bandaríkjun- um til að forðast dómsmál. - gb Úrskurður Polanski í óhag: Sleppur vart við framsal ROMAN POLANSKI LANDBÚNAÐUR Aðalfundur Sam- taka ungra bænda beindi því til stjórnar samtaka sinna að beita sér fyrir því að komið verði á „raunverulegum nýliðunar- styrkjum til að tryggja endur- nýjun í landbúnaði“ eins og segir í ályktun fundarins sem haldinn var við Mývatn 17. apríl. „Vegna hárrar skuldsetn- ingar njóta yngri bændur ekki sömu kjara við kaup á greiðslu- marki og eldri bændur, í formi lægri skatta vegna afskrifta. Þetta þýðir að yngri bændur geta ekki greitt jafn hátt verð fyrir greiðslumark og vinnur því gegn eðlilegri nýliðun í greinum,“ segir meðal annars í greinargerð með álytkun fundarins. - gar Skuldsetning hindrar nýliðun: Undir bændur fái nýliðastyrk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.