Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 31 „Auðvitað töluðum við mikið saman og það má ekki gleyma því að við erum náttúrulega gamlir samstarfsmenn og það nær alveg meira en 40 ár aftur í tímann og gamlir vinir. Og það má segja að það hafi flækt okkar samstarf, vegna þess að maður gat ekki alltaf áttað sig á því hvenær var hann að tala við mann, sem hann er búinn að þekkja svona lengi og hefur sopið marga fjöruna saman með? Hvenær var hann að tala við mig sem minn forveri í starfi út af einhverju sem hann vissi? Og hvenær var hann embættismaðurinn að ráðleggja forsætisráðherranum? Þetta var flókið, sérstak- lega vegna þess að honum hættir til að vera stóryrtur, taka djúpt í árinni, „dramatísera“ og gera hlutina jafnvel leikrænt þegar hann [er] í „essinu“ sínu og þetta gerði það að verkum að maður gat ekki alltaf, maður vissi ekki alltaf í hvoru hlutverkinu maður var eða hann.“ Geir Haarde um samskipti sín við Davíð Odds- son í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. ÓLJÓS HLUTVERK Í SAMSKIPTUM DAVÍÐS OG GEIRS VIÐVARANIR FYRIR DAUFUM EYRUM „Þegar gætt er að mikilvægi þess að tryggja sjálfstæði Seðlabanka Íslands og áhrifamátt stefnu- mörkunar bankans um peningamálastjórn og aðra þætti efnahagsmála sem bankinn fer með verður það ekki talin æskileg skipan mála að í starf seðlabankastjóra veljist fyrrverandi stjórn- málamenn líkt og tíðkast hefur um árabil í Seðlabanka Íslands. Það er til þess fallið að vekja efasemdir um einurð þeirra við að vinna að lögbundnu markmiði bankans, einkum ef slíkt er í andstöðu við efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar eða framkvæmd tiltekinna kosningaloforða. Þá er hætt við að tillögur slíks seðlabankastjóra verði, með réttu eða röngu, settar í ákveðið pólitískt samhengi sem þarf ekki á neinn hátt að endurspegla forsendur slíkra tillagna sem settar eru fram á grundvelli lögbundins hlutverks Seðlabanka Íslands. Síðast en ekki síst er slík aðstaða til þess fallin að rýra trúverðugleika Seðlabankans.“ Úr niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis. PÓLITÍSKT SAMHENGI MEÐ RÉTTU EÐA RÖNGU (vonandi því einnig nefndin) að trúverður- leikinn brást vegna þess að á daginn kom að bankinn var hvorki eignalega né rekstr- arlega sá sem hann sagðist vera og endur- skoðaðir reikningar sögðu hann vera og vegna hins að stærsti eigandi bankans, sem þó hafði sjálfur samþykkt tilboð ríkisins, fór í herferð gegn því.“ „Meðan eigendur bankans voru að bíða eftir því að Seðlabankinn eða ríkið tækju afstöðu til þess hvort bankanum yrði bjarg- að voru þeir margir sjálfir önnum kafnir við að hreinsa fjármuni út úr bankanum og færa til sjálfra sín, eins og fram hefur komið opin- berlega og hefur þó ekki allt verið gert opin- bert af slíku. Með hliðsjón af þessu er kúns- tugt að sjá tilburði svo virðulegrar nefndar til að koma sök af hruni þessa banka yfir á þá sem gerðu allt sem mátti til að forða því að illa færi.“ Vitnar í nefndarmennina sjálfa En Davíð víkst ekki undan því að sitthvað í störfum hans kunni að orka tvímælis: „Það er enginn vafi á að við þessar aðgerðir allar gæti vel hugsast að bankastjórninni hafi í sumum efnum skort lagaheimildir til verka,“ segir orðrétt í bréfinu. „Og eins er hugsan- legt að einhver stjórnsýsluákvæði hafi verið brotin. Vera má að of fá bréf hafi verið skrif- uð, réttir starfshópar hafi ekki verið boðaðir til fundar samkvæmt leiðbeiningum í rauð- um, bláum og jafnvel gulum bókum og þar fram eftir götunum. Sjálfsagt kann að vera rétt að nefnd fari nánar út í slík áhugaverð álitaefni. En bankastjórnin og starfsfólk bankans má hins vegar vera stolt og hnar- reist yfir framgöngu sinni þessa dagana.“ Einnig segir: „Það verður að segja það eins og það er, að það vekur mikla undrun ef nefndarmenn, sem hafa haft heilt ár í að rýna í þessa atburðarás, átta sig ekki enn á því álagi sem var á fólki þessa örlagaríku daga.“ Davíð er sinn eigin lögfræðingur gagn- vart rannsóknarnefndinni. Hann vitnar víða í neðanmálsgreinum í fræðimenn á sviði stjórnsýsluréttar. Einkum er þá vitn- að í bækur og greinar eftir Pál Hreinsson, formann rannsóknarnefndarinnar, en líka álit Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis. „Lánsfjáraðgengi, sem á undanförnum misser- um hefur verið með eindæmum hagfellt fyrir íslenska banka sem og aðra, kann að breytast skyndilega við óvæntar aðstæður. Mikilvægt er að vera við því búinn að slíkt geti gerst.“ Davíð Oddsson, á ársfundi Seðlabankans 30. mars 2007 „Hin hliðin á útrásinni er þó sú og framhjá henni verður ekki horft, að Ísland er að verða óþægilega skuldsett erlendis. […] Allt getur þetta farið vel, en við erum örugglega við ytri mörk þess sem fært er að búa við til lengri tíma.“ Davíð Oddsson á fundi verslunarráðs, 6. nóvember 2007 „Frá nóvember 2007 tóku áhyggjur banka- stjórnar Seðlabankans af því ástandi sem var að skapast í starfsumhverfi bankanna að vaxa verulega. Bankastjórnin lýsti þeim áhyggjum ýmist beint við forsætisráðherra og þröngan hóp ráðherra eða á vettvangi samráðshóps stjórnvalda. Þrátt fyrir þessar áhyggjur verður ekki séð að bankastjórn Seðlabankans hafi komið á framfæri við ríkisstjórnina formlegum tillögum að nauðsynlegum aðgerðum. Að því marki sem Seðlabankinn taldi sig skorta nauðsynleg úrræði í lögum til að bregðast sjálfur við þeim vanda sem við var að etja var rétt að bankastjórnin gerði ríkisstjórn- inni grein fyrir því með formlegum hætti. Fór þannig ekki saman annars vegar hvert mat bankans var á hinni alvarlegu stöðu og hins vegar rökrétt viðbrögð og tillögur byggðar á því mati. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra áttu fund með bankastjórn Seðlabanka Íslands 7. febrúar 2008. Á fundin- um dró formaður bankastjórnar Seðlabankans upp mjög dökka mynd af stöðu og framtíð- arhorfum íslensku bankanna. Upplýsingarn- ar bentu til yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnhagslíf. … Hvorki forsætisráðherra né aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem höfðu þessar upplýsingar brugðust við þeim með virkum og trúverðugum aðgerðum.“ Úr meginniðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Meðan eigendur bankans voru að bíða eftir því að Seðlabankinn eða ríkið tækju afstöðu til þess hvort bankanum yrði bjargað voru þeir margir sjálfir önnum kafnir við að hreinsa fjármuni út úr bankanum og færa til sjálfra sín, eins og fram hefur komið opinberlega og hefur þó ekki allt verið gert opinbert af slíku. kl: 12:30 - 16:00 ANDLITSMÁLUN fyrir hressa krakka BARNAHÁTÍÐ Laugardagurinn 24. apríl í Bókabúð Máls og menningar kl: 15:45 MAXÍMÚS MÚSÍKÚS Hallfríður Ólafsdóttir les upp úr nýjustu bók sinni Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann. Heyrst hefur að hún ætli meira að segja að taka eitthvað skemmtilegt hljóðfæri með sér til að spila á! BÓKAGETRAUN Skemmtileg bókagetraun verður í gangi alla helgina fyrir káta krakka. Glæsileg bókaverðlaun í boði Dregið verður úr réttum svörum þriðjudaginn 27. apríl Fjölmargar nýjar barnabækur fyrir litla lestrarhesta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.