Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 24
24 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR J ón Steingrímsson, próf- astur í Austur-Skaftafells- sýslu og síðar nefndur eld- klerkur, sat á ævikvöldi sínu í lok árs 1788 við skriftir í baðstofu sinni á Prestsbakka á Síðu. Var hann að ljúka við hand- rit af ævisögu sinni. Þar gerði hann upp stórkostlegt lífs- hlaup sitt og skildi eftir sig lýsing- ar sem sífellt er vitnað til þegar horft er til 18. aldarinnar. Það á ekki einungis við um samfélag manna og trúarlíf, eins og vænta mætti, heldur hafa skrif hans reynst gagnmerk lýsing á einu erf- iðasta skeiði sem íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum, Skaftár- eldum sem hófust í sumarbyrjun 1783 og móðuharðindunum sem fylgdu í kjölfarið. Aldirnar kallast á Við lestur ævisögu Jóns læðist að manni sá grunur að við mennirn- ir séum aðeins hluti af hringekju sem nær upphafspunkti sínum á nokkur hundruð ára fresti. Hring sem er mátulega langur til þess að kynslóðirnar sem uppi standa hafa jafnan gleymt því sem forfeðrunum var kennt. Aftan við eiginlega ævisögu sína skrifaði Jón lýsingar sínar á Skaftáreldum og þeim ósköpum sem eftir fylgdu. Þessi kafli bók- arinnar er oftast nefndur eldritið þar sem Jón færir þróun jarðhrær- inganna frá degi til dags. Sem for- mála að eldritinu rifjar hann upp árin áður en allt hrundi. „Áður en þessi landplága og jarðeldur yfir féll voru mikil land- gæði og árgæzka, þó yfir tæki það síðasta árið, því í undanfarin nokk- ur ár hafði ei verið þvílík blómg- an og ávöxtur á öllum með spök- ustu veðráttu til lands og sjávar“, skrifar Jón. Með öðrum orðum höfðu menn það gott. Allir nutu ávaxtanna af góðærinu og undu glaðir við sitt. En ofgnótt fylgir græðgi á öllum tímum, ef marka má þessi orð Jóns: „En hvílíkt stjórnarleysi, andvara- og iðrunarleysi hér í Vestri-Skafta- fellssýslu var um þann tíma, sér- deilis í þessu Kirkjubæjar- eður Kleifarþinglagi, hjá allmörgum, er sorglegra til frásagnar, en ég geti þar orðum eytt að. Hér lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, eink- anlegast þjónustufólk, húsgangs- lýður og letingjar, að ei vildu nema þá allra beztu og krydduðu fæðu, drykkjuskapur og tóbakssvall fór að sama lagi, að á einu ári upp gekk hér í gildi, heimboð og þess kyns brennivín upp á 4000 fiska“, skrifar eldklerkurinn og sendir glósu til nútímans sem enginn Íslendingur getur misskilið. Jón talar um að mektarmenn hafi ekki treyst sér til að gera skyldu sína nema með „brenni- víns tilstyrk“ og þeir hinir sömu, og fylgisveinar þeirra, síðar misst allt sitt í hreinsunareldinum. „Þegar drambsemin er sem hæst, þá er hún fallinu næst; þó eru hér með heiðri og æru fráskildir allir gagnráðvandir menn, sem hér sem annarsstaðar voru margir í bland hinna, sem ekkert af áðurtöldu mun þekkja hjá sér“, skrifaði Jón. Taki til sín sem eiga það, segir Jón og enn kallast 18. öldin á við okkar tíma. „Hrunið“ var fyrirsjáanlegt Við uppgjör sitt felur Jón ekki andstyggð sína á framferði sókn- arbarna sinna og telur þau ein- faldlega hafa átt það skilið að meðtaka refsingu Guðs, sem voru náttúruhamfarirnar fimmt- án árum fyrr. Þeir sem veltu sér upp úr feitmeti og gerðu sig seka um að heimta kryddaða fæðu, sem var í augum Jóns til marks um græðgi náungans í þá tíð, hefðu þó átt að sjá að allt var ekki með felldu. Jón skrifar að margt hafi átt að vekja fólk til umhugsunar og æðri máttarvöld hafi sent ótví- ræð merki til mannheima um að tímabært væri að láta af vondum siðum og búa í haginn fyrir fram- tíðina: „Hann lét því áður ýmsa viðburði ske, er benda kynnu og leiða menn til réttrar varúðar.“ Hættumerkin voru alls stað- ar og greinileg enda skrifar Jón að „Dökkrauðar, gul- og svart- röndóttar pestarflugur sáust hér einnig, svo stórar og digrar sem þumalfingursliður er á karl- manni.“ Það er sama hvort lagður er trúnaður á lýsingar séra Jóns eða ekki, skilaboðin liggja fyrir. Sæti Jón við skriftir í dag myndi hann örugglega halda því fram að pestarflugurnar sem sveim- uðu hér um allt árið 2008, og jafnvel miklu fyrr, hafi skyggt á sólina, en það er svo önnur saga. Að hugvekju sinni lokinni segir af eldsumbrotunum sem hófust á hvítasunnudag 8. júní 1783 og markaði upphafið að meiri hörm- ungum fyrir Íslendinga en síðar eru dæmi um. Eldar eru uppi Það er ekki orðum aukið að kalla Skaftáreldana gjöreyðandi nátt- úruhamfarir. Um fimmtungur landsmanna lét lífið og stór hluti búsmala féll. Þar sem eiturmóð- unnar gætti hvað mest skildi hún eftir sig sviðna jörð, gras gulnaði og heyfengur var lítill um sum- arið. Hafa ber í huga að land- búnaður var grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og áhrif þessa voru skelfileg. Veturinn var harður og búfénaður hrundi niður úr sjúkdómum og hor. Á eftir kom hungursneyð sem drap um tíu þúsund manns, beint og óbeint. Næst gosinu dóu tæp fjörutíu prósent mannfólksins úr vos- búð sem á sér ekki hliðstæðu í Íslandssögunni. Séra Jón greindi þetta kannski allt í einni setningu þegar hann sagði að um sumarið „gaus hér upp eldur uppúr afréttarfjöll- um, sem eyðilagði land, menn og skepnur með sínum verkunum nær og fjær“. ÞRIÐJA STÆRSTA HRAUN SEM RUNNIÐ HEFUR FRÁ ÍSALDARLOKUM Síðujökull La ka gí ga r La ng isj ór Sk af tá F ö g r u f j ö l l Mýrdalsjökull Kirkjubæjarklaustur ■ Skaftáreldar voru eitt mesta gos Íslandssögunnar og Eldhraun þriðja mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni frá ísaldarlokum. Náttúruvættið, sem nú er kallað Lakagígar, varð til í þessu gosi. Heitið er komið frá gígnum Laka, en áður fyrr kölluðu heimamenn gígaröðina Eldborgir. Lakagígar liggja á tíu samhliða sprungum sem hver um sig er um tveggja til fimm kílómetra löng. Gosið kom með hrinum sem hófust venjulega með vaxandi skjálftavirkni. Hrinurnar í gosinu hafa sennilega verið alls tíu eins og sprungurnar sjálfar. Þannig er yfirleitt samfelld gígaröð á hverri gossprungu og stærstu gígarnir um miðbik hennar. Gígarnir sem mynduðust í gosinu eru um 135 talsins. ■ Hraunið þekur um 0,5 prósent af flatarmáli Íslands. Það rann niður á láglendi í tveimur kvíslum. Þannig skiptist Skaftáreldahraun í tvo meg- inhluta – vestari kvíslina, Eldhraun, og eystri kvíslina, Brunahraun. ■ Aðeins fimm dögum eftir að gosið hófst náði hraunið niður á láglendi og hafði þá farið um 40 kílómetra leið. Eldhraun Brunahraun GRAFÍK: JÓNAS Eldklerkurinn Jón og „hrunið“ Eldgosið í Eyjafjallajökli er ekki stórt en nýtur sérstöðu hvað varðar eldgos á síðari tímum. Gosið hefur nefnilega valdið Íslend- ingum skaða á sama tíma og Evrópubúar fá sinn skammt. Sagan geymir önnur dæmi þessa. Svavar Hávarðsson leit til baka og rifjaði upp mestu hamfarir Íslandssögunnar. Þótt ótrúlegt megi virðast þá kallast aldirnar á í vissum skilningi. SKAFTÁRELDAR MEÐ AUGUM GAGARÍN Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín gerði stutta heimildarmynd um Skaftárelda þar sem hörmungarnar eru raktar. Eldmessan, sem er titill myndarinnar, er meðal annars til sýnis á Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir og fræðslu um náttúru, menningu og sögu héraðsins. ■ Í Skaftáreldum fóru um 120 milljónir tonna af brennisteinství- sýringi út í andrúmsloftið á fimm mánuðum. Þar af þeytti gosið tæplega 100 milljónum tonna upp í neðsta hluta heiðhvolfs- ins (10–15 kílómetra hæð). Þar blandaðist brennisteinstvísýring- urinn vatnsgufu og myndaði um 200 milljónir tonna af brenni- steinssýrugufu sem dreifðist sem móða með háloftavindum um gjörvallt norðurhvel sumarið og haustið 1783. ■ Þrjár tegundir gíga mynda Lakagíga, gjall-, klepra- og hver- fjallsgígar. Gígarnir eru gjóskukeil- ur, misjafnar að stærð og lögun. Hæstu gígarnir rísa 100 metra yfir umhverfi sitt. Úr vestari gígaröð- inni kom mestmegnis apalhraun, úfið og ógreiðfært, en eystri kvísl- in er að mestu helluhraun. ■ Í gosinu komu upp um 400–500 milljónir tonna af lofttegundum. Kvikustrókar risu að talið er í um 800 til 1400 metra hæð. Gos- mökkurinn reis að talið er í allt að 15.000 metra hæð. Hraunrennsli á sekúndu var um 6.000 rúmmetrar en það samsvarar tólfföldu meðal- rennsli Þjórsár. ■ Til samanburðar má nefna að Skaftáreldar eru taldir vera 250 sinnum stærra eldgos en gosið í Eyjafjallajökli. Eyjafjallajökulsgosið er aftur talið vera tíu til tuttugu sinnum stærra en gosið á Fimm- vörðuhálsi. KVIKUSTRÓKARNIR STÓÐU KÍLÓMETRA Í LOFT UPP FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM ■ Tveimur dögum eftir að gosið hófst sást móðan í Færeyjum, Noregi og Skotlandi. Þann 24. júní lá hún sem svartasta þoka yfir allri Evrópu. ■ Um mánaðamótin júní–júlí hafði móðan dreifst yfir Rússland, Síberíu og Kína. Þegar verst lét þakti Skaft- áreldamóðan um það bil fjórðung af yfirborði jarðar. ■ Umhverfisáhrif móðunnar voru mest í Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Belgíu, Sviss, Frakklandi, Þýskalandi, á Bretlands- eyjum og Ítalíu. Hún olli uppskeru- bresti og tjóni á gróðri. ■ Móðan var svo þétt að meðallofthit- inn lækkaði við jörð um 1,3 gráður. Þetta kuldakast stóð í þrjú ár. ■ Sumarið 1783 brást hrísgrjónaupp- skeran í Japan vegna kulda og vot- viðris og í kjölfarið fylgdi mesta hallæri sem þekkist í sögu landsins. Talið er að milljón Japana hafi látið lífið. ■ Svipaða sögu er að segja frá Alaska, þar sem heil frumbyggjasamfélög dóu út. ■ Sú kenning hefur verið sett fram að franska byltingin hafi í raun átt sér upphaf í Laka nokkrum árum fyrr vegna þeirra gífurlegu áhrifa sem móðan frá Skaftáreldum hafði á veðurfar og akuryrkju í Evrópu á þessum tíma. SKAFTÁRELDAR DRÁPU MILLJÓNIR MANNA BASTILLUDAGURINN Þjóðhátíðardagur Frakka er 14. júlí en þá er minnst árás- arinnar á Bastillu-fangelsið. Atburðurinn markaði upphaf frönsku byltingarinnar sem lagði grunninn að stofnun lýðveldis í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.