Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 12
12 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið Moody’s hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs í stöðug- ar úr neikvæðum. „Horfum fyrir lánshæfisþak erlendra skuldbind- inga var einnig breytt í stöðugar úr neikvæðum,“ segir í tilkynn- ingu Seðlabanka Íslands í gær og tekið fram að breytingin eigi rætur sínar að rekja til bættrar erlendr- ar lausafjárstöðu ríkissjóðs vegna endurnýjunar fjármögnunar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og ríkisstjórnum Norðurlanda. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafði Moody‘s nær lokið nýju mati og stefndi á útgáfu þegar ljóst varð föstudaginn 16. þessa mánaðar að stjórn AGS hefði sam- þykkt aðra endurskoðun efnahagsá- ætlunar stjórnvalda og heimilað lán hingað á grundvelli hennar. Matið var því tekið upp og birt í gær, í stað fyrirhugaðrar birtingar síð- asta mánudag. Í matinu sem fall- ið var frá var áfram gert ráð fyrir neikvæðum horfum á lánshæfis- mati ríkissjóðs. Í nýju mati Moody´s er haft eftir Kenneth Orchard, yfirmanni á sviði greiningar Moody‘s á ríkjum og gjaldmiðlum, að innflæði fjár- magns á grundvelli efnahagsáætl- unar stjórnvalda og AGS geti aukið á væntingar og stutt við efnahags- legan bata. Þá er það mat Moody‘s að þótt Icesave-deilan sé óleyst enn, þá liggi fyrir að hún hafi ekki komið í veg fyrir lánafyrirgreiðslu til landsins. Þá virðist líklegt að nýr Icesave-samningur verði íslensku þjóðarbúi hagfelldari en fyrra samkomulag. Í greiningu Moody‘s er jafnframt tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir miklum áhrifum gossins í Eyja- fjallajökli á íslenska hagkerfið, enda sé það fjarri helstu þéttbýli- skjörnum og flugsamgöngur ekki raskast nema í nokkra daga. Greining Íslandsbanka sagði í gær nýtt mat Moody‘s vera „afar jákvæðar fréttir“ þar sem líkur hafi minnkað á að lánshæfisein- kunnir ríkissjóðs detti niður í spá- kaupmennskuflokk. „Verður for- vitnilegt að fylgjast með því hvort hin lánshæfisfyrirtækin fylgja í kjölfarið. Sér í lagi væru það jákvæð tíðindi ef Standard & Poor’s myndu fara að fordæmi Moody’s og ríkissjóður héldist í fjárfestingar- flokki hjá tveimur stærstu mats- fyrirtækjunum. Slíkt myndi að mati okkar auka tiltrú markaða á land- inu og flýta fyrir því að ríkissjóð- ur geti farið að sækja fé á erlenda markaði þegar fram í sækir,“ segir í umfjölluninni. olikr@frettabladid.is GOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI Í nýrri greiningu matsfyrirtækisins Moody‘s á lánshæfi ríkisins er ekki gert ráð fyrir nema óverulegum áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á efnahagslíf þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Horfur úr neikvæðum í stöðugar Moody‘s breytti lánshæfiseinkunn ríkisins þegar fyrir lá samþykki annarrar endurskoðunar áætlunar stjórnvalda og AGS. Þá lá fyrir nýtt óbirt mat sem gerði ráð fyrir áframhaldandi neikvæðum horfum. „Þetta er út af fyrir sig ágætt. Umfjöllunin er mjög jákvæð,“ segir Gylfi Magn- ússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, um nýja lánshæfiseinkunn Moody‘s. „Af þessu er ljóst að ef við hefðum ekki getað komið áætlun AGS áfram þá hefðum við farið niður í ruslflokk. Núna erum við stöðug í fjárfestingarflokki. Ég býst ekki við öðru en að við getum unnið okkur upp.“ Gylfi segir niðurstöðu Mood- y‘s annars ríma vel við skýrslu starfshóps AGS sem lýsi því að efnahagslífið sé aðeins að rétta úr kútnum og að skuldastaða hins opinbera sé innan marka. Hann segist fremur vænta bættra einkunna frá fleiri matsfyrirtækjum. - jab / óká Jákvæð umfjöllun Verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort hin lánshæfisfyrirtækin fylgja í kjölfarið. GREINING ÍSLANDSBANKA HYSJAR UPP UM SIG Robert Mugabe, hinn umdeildi forseti Simbabve, þurfti aðeins að lagfæra buxurnar áður en hann tók á móti Mahmoud Ahmadin- ejad Íransforseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Aðalfundur Lífeyris- sjóðs verkfræðinga samþykkti á þriðjudag yfirlýsingu um van- traust á stjórn sjóðsins síðastliðið starfsár. Stjórnin eigi að segja af sér og boða aukafund til að kjósa lífeyrissjóðnum nýja stjórn. Stjórnarmenn eru kosnir til þriggja ára í senn og aðeins var ætlunin að kjósa einn nýjan í fimm manna stjórn á fundinum á þriðjudagskvöld. Þegar komið var að lokum fundarins og búið var að samþykkja að skerða lífeyris- greiðslur um 10 prósent til viðbót- ar við 10 prósent skerðingu í fyrra, kom fram tillaga um vantraust á stjórnina. Hún var samþykkt með eins atkvæðis mun. Um 100 sjóðs- félagar sátu þá fundinn. Ingólfur Guðmundsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs verkfræðinga í febrúar á þessu ári, segir að stjórnin muni væntanlega taka ákvörðun um viðbrögð sín við þessu vantrausti sjóðsfélaga á næsta stjórnarfundi, sem halda á fljótlega. Ólíkt flestum stærstu lífeyris- sjóðum landsins eiga atvinnurek- endur ekki aðkomu að stjórn Líf- eyrissjóðs verkfræðinga heldur kjósa sjóðsfélagar alla stjórnar- menn beinni kosningu. - pg Greiðslur úr Lífeyrissjóði verkfræðinga skertar um 10% í annað skiptið á einu ári: Samþykktu vantraust á stjórn AFSKRIFTIR Lífeyrissjóðurinn hefur eins og aðrir lífeyrissjóðir fært niður eignir og skert réttindi lífeyrisþega í kjölfar hrunsins. MADRÍD, AP Læknar í Madríd á Spáni græddu nýtt andlit á mann, allt frá hárlínu niður á háls. Mað- urinn er nú með nýtt nef, skinn, kjálka, kinnbein og tennur. Aðgerðin heppnaðist vel og engin ör eru sjáanleg framan í manninum, aðeins dauft ör á háls- inum. Maðurinn getur ekki enn talað, brosað eða borðað, en hefur fulla sjón og getur kyngt munn- vatni. Tíu sinnum hefur hluti and- lits verið græddur á fólk, en þetta er í fyrsta skipti sem svo er gert með allt andlitið. - kóp Afrek unnið í Madríd: Græddu nýtt andlit á mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.