Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 55

Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 55
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 5 Bara plata er yfirskrift útgáfutón- leika Ísgerðar Elfu í Fríkirkjunni í dag klukkan 14. Hún gaf nýlega út barnaplötu með sama nafni. Árlegir barnatónleikar Lúðrasveit- ar verkalýðsins verða í Íslensku óperunni í dag klukkan 14. Á efn- isskránni er m.a. Happy Go Lucky, Buglers Holiday, Sandpaper Ball- et þar sem sandpappír skipar stór- an sess í slagverkssveitinni, þekkt lag eftir Michael Jackson og syrpa úr Kardimommubænum svo fátt eitt sé nefnt. Kynnir á tónleikun- um verður Felix Bergsson. Stjórn- andi Lúðrasveitar verkalýðsins er Snorri Heimisson. Ævintýrahöllin á Fríkirkjuvegi 11 mun óma af fögrum tónum í dag. Hljómsveitin Amiina fer með gesti í töfraheim þar sem sýningar á gömlum animation-myndum taka völdin við lifandi undirleik hljóm- sveitarinnar. Einnig mun Kammersveit Reykjavíkur halda stofutónleika í Ævintýrahöllinni undir yfirskrift- inni Myndir af Mozart. Fluttur verður Óbókvartett í F-dúr KV 370 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Börnin fá tækifæri til að spyrja spurninga og saman veltum við fyrir okkur hver Mozart hafi eig- inlega verið: Undrabarn, strákur, hljóðfæraleikari, prakkari, tón- skáld, ferðalangur? Dyndilyndi kallast dagskrá Mynd- listarskóla Íslands sem haldin verður í Listasafni Íslands á Frí- kirkjuvegi 7 á morgun frá 11 til 17. Börn, hönnuðir, myndlistarmenn, arkitektar, dansari, leikarar, rit- höfundar, hljóðmyndasmiðir og tónskáld leggja til þræði úr sköp- unarhölum sínum. Klukkan 13.30 er á dag- skrá DÝRlingasögur: Kólibrífugl. Höfund- ur er Harpa Arnar- dóttir en um leikinn sér Ingvar E. Sig- urðsson. Klukkan 14 legg- ur Megas sem Vox Animalis til tón og texta ásamt sýni- legum eða ósýni- legum barnakór ofan á hljóðmynd Hilmars Arnar Hilmarssonar. Klukkan 14.30 verður leiðsögn um Dyndilyndi í umsjá Margrétar H. Blöndal, myndlistarmanns og sýningarstjóra Frá 15 til 16.30 verður listsmiðja fyrir börn og fullorðna. Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður og Brynhildur Þorgeirsdóttir mynd- listarmaður leiða. Nánari upp- lýsingar um dagskrá eru á www. dyndilyndi.is. Stórsveitarmaraþon verður í Ráð- húsi Reykjavíkur á morgun frá 13 til 17. Stórsveitin heldur mar- aþonið nú í 14. sinn og að vanda býður hún til sín yngri stórsveit- um landsins. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 150 talsins. Lokatónleikar Barnamenning- arhátíðar verða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með lögunum af Vísnabókarplötunum, Einu sinni var og Út um græna grundu. Meðal söngvara eru Eyþór Ingi, Stefanía Svavarsdóttir, Edgar Smári Atla- son og Kristján Gíslason. Gunn- ar Þórðarson útsetur tónlistina og stjórnar tónleikunum, en honum til fulltingis er Stúlknakór Reykjavík- ur undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur, strengjanemendur undir stjórn Hjörleifs Valssonar, blás- arasveit úr Tónlistarskóla FÍH og landslið rokkara. Margt annað er á dagskrá barnamenn- ingarhátíðar en hana má sjá á www. barnamenningar- hatid.is. Tónlistarhelgi barnanna Barnamenningarhátíð nær hámarki um helgina. Dagskráin er þétt og er hluti hennar helgaður tónlist. Meðal þeirra sem hljóma um helg- ina eru Amiina, Lúðrasveit verkalýðsins og Stórsveit Reykjavíkur. Ævintýrahöllin að Fríkirkjuvegi 11 mun hljóma af ævintýralegum tónum Amiinu. Í tilkynningu segir að Ísland sé draumaland jarðvísindamannsins með Atlantshafshrygginn og heit- an reit undir landinu. Þetta veld- ur mikilli gosvirkni sem skapar nýtt land og umbyltir því gamla. Gosið í Eyjafjallajökli er nýjasta birtingar- mynd máttar náttúruaflanna. Meðal dagskrárliða má nefna umfjöllun Björns Oddssonar um eldgos undir jökli og erindi Guð- rúnar Marteinsdóttur um nytja- stofna. Þar veltir hún fyrir sér hvort hamfaraflóð eftir eldgos geti haft áhrif á klak og þar með viðgang þorskstofnsins sem hrygni sunn- an undir landinu. Þá mun Sigurð- ur S. Snorrason fjalla um bleikjuna í Þingvallavatni en þar finnast fjög- ur afbrigði og svo virðist sem þau hafi lifað af gosið sem myndaði Sandey fyrir 2000 árum. Fjölmarg- ir sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda munu síðan segja frá í máli og myndum. Dagskráin er haldin í tilefni af Degi umhverfisins og Degi jarðar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sér- staklega tileinkað líffræðilegri fjöl- breytni í ár. Hún stendur frá 11 til 15. - ve Líf á eldfjallaeyju OPIN DAGSKRÁ UM JARÐFRÆÐI OG LÍFFRÆÐILEGA FJÖLBREYTNI ÍSLANDS FER FRAM UNDIR YFIR- SKRIFTINNI LÍF Á ELDFJALLAEYJU Í ÖSKJU, NÁTTÚRUFRÆÐIHÚSI HÁSKÓLA ÍSLANDS Í DAG. Ísland er draumaland jarðvísinda- mannsins. Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 30% afsláttur af sóttum pizzum Tilboðið gildir frá 19–25. apríl „Bjóðum einnig upp á speltpizzur“ Sími: 577-3333 Dalvegur 2, 201 Kóp. Opið alla daga frá kl. 11–1 Dalshrauni 13, Hafnarfjörður Opið sun – fim frá kl. 11–23, fös og lau frá 11–23:30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.