Fréttablaðið - 24.04.2010, Side 55

Fréttablaðið - 24.04.2010, Side 55
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 5 Bara plata er yfirskrift útgáfutón- leika Ísgerðar Elfu í Fríkirkjunni í dag klukkan 14. Hún gaf nýlega út barnaplötu með sama nafni. Árlegir barnatónleikar Lúðrasveit- ar verkalýðsins verða í Íslensku óperunni í dag klukkan 14. Á efn- isskránni er m.a. Happy Go Lucky, Buglers Holiday, Sandpaper Ball- et þar sem sandpappír skipar stór- an sess í slagverkssveitinni, þekkt lag eftir Michael Jackson og syrpa úr Kardimommubænum svo fátt eitt sé nefnt. Kynnir á tónleikun- um verður Felix Bergsson. Stjórn- andi Lúðrasveitar verkalýðsins er Snorri Heimisson. Ævintýrahöllin á Fríkirkjuvegi 11 mun óma af fögrum tónum í dag. Hljómsveitin Amiina fer með gesti í töfraheim þar sem sýningar á gömlum animation-myndum taka völdin við lifandi undirleik hljóm- sveitarinnar. Einnig mun Kammersveit Reykjavíkur halda stofutónleika í Ævintýrahöllinni undir yfirskrift- inni Myndir af Mozart. Fluttur verður Óbókvartett í F-dúr KV 370 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Börnin fá tækifæri til að spyrja spurninga og saman veltum við fyrir okkur hver Mozart hafi eig- inlega verið: Undrabarn, strákur, hljóðfæraleikari, prakkari, tón- skáld, ferðalangur? Dyndilyndi kallast dagskrá Mynd- listarskóla Íslands sem haldin verður í Listasafni Íslands á Frí- kirkjuvegi 7 á morgun frá 11 til 17. Börn, hönnuðir, myndlistarmenn, arkitektar, dansari, leikarar, rit- höfundar, hljóðmyndasmiðir og tónskáld leggja til þræði úr sköp- unarhölum sínum. Klukkan 13.30 er á dag- skrá DÝRlingasögur: Kólibrífugl. Höfund- ur er Harpa Arnar- dóttir en um leikinn sér Ingvar E. Sig- urðsson. Klukkan 14 legg- ur Megas sem Vox Animalis til tón og texta ásamt sýni- legum eða ósýni- legum barnakór ofan á hljóðmynd Hilmars Arnar Hilmarssonar. Klukkan 14.30 verður leiðsögn um Dyndilyndi í umsjá Margrétar H. Blöndal, myndlistarmanns og sýningarstjóra Frá 15 til 16.30 verður listsmiðja fyrir börn og fullorðna. Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður og Brynhildur Þorgeirsdóttir mynd- listarmaður leiða. Nánari upp- lýsingar um dagskrá eru á www. dyndilyndi.is. Stórsveitarmaraþon verður í Ráð- húsi Reykjavíkur á morgun frá 13 til 17. Stórsveitin heldur mar- aþonið nú í 14. sinn og að vanda býður hún til sín yngri stórsveit- um landsins. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 150 talsins. Lokatónleikar Barnamenning- arhátíðar verða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með lögunum af Vísnabókarplötunum, Einu sinni var og Út um græna grundu. Meðal söngvara eru Eyþór Ingi, Stefanía Svavarsdóttir, Edgar Smári Atla- son og Kristján Gíslason. Gunn- ar Þórðarson útsetur tónlistina og stjórnar tónleikunum, en honum til fulltingis er Stúlknakór Reykjavík- ur undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur, strengjanemendur undir stjórn Hjörleifs Valssonar, blás- arasveit úr Tónlistarskóla FÍH og landslið rokkara. Margt annað er á dagskrá barnamenn- ingarhátíðar en hana má sjá á www. barnamenningar- hatid.is. Tónlistarhelgi barnanna Barnamenningarhátíð nær hámarki um helgina. Dagskráin er þétt og er hluti hennar helgaður tónlist. Meðal þeirra sem hljóma um helg- ina eru Amiina, Lúðrasveit verkalýðsins og Stórsveit Reykjavíkur. Ævintýrahöllin að Fríkirkjuvegi 11 mun hljóma af ævintýralegum tónum Amiinu. Í tilkynningu segir að Ísland sé draumaland jarðvísindamannsins með Atlantshafshrygginn og heit- an reit undir landinu. Þetta veld- ur mikilli gosvirkni sem skapar nýtt land og umbyltir því gamla. Gosið í Eyjafjallajökli er nýjasta birtingar- mynd máttar náttúruaflanna. Meðal dagskrárliða má nefna umfjöllun Björns Oddssonar um eldgos undir jökli og erindi Guð- rúnar Marteinsdóttur um nytja- stofna. Þar veltir hún fyrir sér hvort hamfaraflóð eftir eldgos geti haft áhrif á klak og þar með viðgang þorskstofnsins sem hrygni sunn- an undir landinu. Þá mun Sigurð- ur S. Snorrason fjalla um bleikjuna í Þingvallavatni en þar finnast fjög- ur afbrigði og svo virðist sem þau hafi lifað af gosið sem myndaði Sandey fyrir 2000 árum. Fjölmarg- ir sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda munu síðan segja frá í máli og myndum. Dagskráin er haldin í tilefni af Degi umhverfisins og Degi jarðar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sér- staklega tileinkað líffræðilegri fjöl- breytni í ár. Hún stendur frá 11 til 15. - ve Líf á eldfjallaeyju OPIN DAGSKRÁ UM JARÐFRÆÐI OG LÍFFRÆÐILEGA FJÖLBREYTNI ÍSLANDS FER FRAM UNDIR YFIR- SKRIFTINNI LÍF Á ELDFJALLAEYJU Í ÖSKJU, NÁTTÚRUFRÆÐIHÚSI HÁSKÓLA ÍSLANDS Í DAG. Ísland er draumaland jarðvísinda- mannsins. Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 30% afsláttur af sóttum pizzum Tilboðið gildir frá 19–25. apríl „Bjóðum einnig upp á speltpizzur“ Sími: 577-3333 Dalvegur 2, 201 Kóp. Opið alla daga frá kl. 11–1 Dalshrauni 13, Hafnarfjörður Opið sun – fim frá kl. 11–23, fös og lau frá 11–23:30

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.